Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 10

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 10
106 við sjávarsíðuna, að börn fái fremur of lítið en of mikið að leika sér. í sjóþorpunum, þar sem þéttbýlið er mest, er fremur hætta á hinu, að börnin leiki sér of mikið. Þannig er það hér í Reykjavík og svipað mun það víðar vera. Fyrri áminningin getur ekki átt við, þar sem svo er ástatt. En hór í höfuðstaðnum mætir oss annar stór annmarki, sem bráðnauðsynlegt væri að rýma úr vegi: Börnin geta hvergi leikið sér og mega hvergi leika sór. TJti eiga þau og þurfa þau að vera, þegar veður er bærilegt; það er þeim ómissandi. En hvar eiga þau að vera? Ekki á túnunum; þau skemma þau. Og þótt: þeim sé leyft það nokkurn hluta ársins, verður þó að banna þeim það að vorinu og sumrinu. Á göt- unum geta þau ekki leikið sér hindrunarlast, og þau mega það ekki heldur. Þau trufla uinferðina, eiga stöðugt á hættu að verða fyrir meiðslum og — það sem ef til vili versf ei' — læra þar allskonar ósiði. Hver sá, sem nokkuð þekkir til götu- lífsins hór í bænum, hlýtur að sjá það og finna sárt til þess, að það er alt annað en heillavænlegt fyrir smábörn að hafa ekkert annað leiksvið en götuna. En vér viljum ekki fjölyrða um þetta efni, því vér vitum, að öllum þeim, sem hór eiga hlut að máli, mun það fullkunnugt; en óviðkomandi lesendur viljum vór ekki þreyta með langri lýsingu á ástandinu hér í þessu efni. Á hinu vildum vér þar á móti vekja máls, að úr þessu þyrfti að bæta. Og vór fáum eigi annað séð, en að mögulegt væri að laga það, að minsta kosti að nokkru leyti. Börnin, einkum hin yngri, þurfa að hafa sérstakan um- girtan leikvöil, helzt einhversstaðar utanvert við bæinn, og ætti ölium að vera bannaður aðgangur að honum, nema róttum hlutaðeigendum, sem sé börnurn á vissum aidri, og aðstand- endum þeirra. Fyrir þá ætti hann jafnan að vera opinn allan daginn, þegar voður leyfði. Nauðsynlegt teljum vér það, að umsjón nokkúr væri höfð með börnunum á þessu leiksvæði, og er líklegt, að ýmsir, bæði menn og konur, mundu fúsir til að gegna því starfl til skiftis, þótt það yrði lítið borgað. Auð- vitað mætti búast við því, að ýmsir vanræktu að iáta börn sín

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.