Kennarablaðið - 01.04.1900, Side 8

Kennarablaðið - 01.04.1900, Side 8
104 ekki svo fáir, sem varla mega sjá það eða vita til þess, að þau fái neina stund afgangs til leika. Auðvitað er það, að þessir menn hafa átt við þannig lagað uppeidi að búa í upp- vexti sínum, og beita þeir þess vegna sömu aðferðinni gagn- vart öðrum. En muni þeir eftir því, hve réttlátt þeim fanst það, þegar þeir voru að alast upp, þá munu þeir geta getið því nærri, hvort börnunum þeirra muni finnast það réttlátt eða eigi. Þeir menn eru áreiðanlega margir, sem aldrei hafa verið börn — í þessa orðs eiginlega skilningi. f’eir hafa aldrei fevgið að vera börn, heldur hafa þeir með harðri hendi verið hrifnir út úr paradís æskunnar og gerðir að fullorðnum mönnum, löngu áður en þeir samkvæmt eðli sínu voru orðnir það. Það er stórtjón, óbætanlegur missir, sem þessir menn hafa orðið fyrir. Þeir hafa glatað sælasta og ánægjulegasta kafla æfi sinnar. Að vísu vita þeir ekki sjálfir, hvers þeír hafa farið á' mis; en þeir bera þess þó all-oftast menjar alla sína æfi. Hún hefir víðar verið ríkjandi en hór á íslandi, þessi" skoðun, að börnin ættu lítið eða jafnvel helzt ekkeit að leika sór, að leikar þeirra sóu heimska, eins konar erfðasynd, sem skylda sé að uppræta sem fyrst. Hún hefir komið í ijós hjá flestum eða öllum þjóðum; en ekki mun hún víða hafa fest jafndjúpar rætur sem hér á landi. Og víst er um það, að vér höfum orðið á eftir öðrum í að útrýma henni. Leikar barnanna eru nú hvervetna í mentuðum löndum álitnir ekki að eins leyfilegir, heldur beinlínis nauðsynlegir. Barnið hefir löngun, ómótstæðilega þrá til sjálfstæðrar starf- semi, og þessari þrá fær það fullnægt, fái það að leika sér frjálst og óhindrað. Ekki þó svo að skilja, að hinir eldri megi láta sér þessa starfsemi þess algerlega óviðkomandi. feir eiga þvert á móti að styðja að henni. Þeir eiga að útvega barninu leikföng og leiðbeina því. Með tilliti til leikfanganna er einkum það að athuga, að þau verða að vera þannig valin, að þau geíi barninu sem mest verkefni. Ónýtt glingur, sem ekki er til annars en að láta það standa hreifingarlaust á sama staðnum, ætti aldrei að

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.