Kennarablaðið - 01.04.1900, Síða 9

Kennarablaðið - 01.04.1900, Síða 9
105 velja sem leikfang handa börnum. Þau hafa lítið gaman af því, nema ef til vill fyrsta daginn, og ekkert gagn af því. Hið eina, sem þau geta gert við það, er að rífa það í sundur. En barnið á ekki að leika sér einungis til þess að full- nægja starfsemisþrá sinni, heldur og til að iæra. Engin náms- grein, hvorki verkleg né bókleg, eflir jafnmikið andlegan og lík amlegan þroska barnsins sem leikarnir. Af þeim getur það lært alt, sem smábörnum er mögulegt að iæra. Og fyrir líkama þess hafa þeir þá stórvægilegu þýðingu, að þeir veita honum holla og margbreytta hreifingu, sem gerir hann bæði sterkan og liðugan. Af öllu þessu má sjá, að loikar barnanna eru hið bezta uppeldismeðal, sem unt er að beita gagnvart ungum börnum. En til þess að hinir eldri geti fært sér þetta meðal í'éttilega í nyt, hljóta þeir að hafa vakandi auga með barninu og leikum þess. Þetta er oft hið mesta vandaverk, því annars vegar verða menn að gæta þess að beina starfi þess í rétta átt, og hins vegar að fara svo variega, að barnið verði sem allra minst vart við annarleg yfirráð. Sé gripið fram fyrir hendur þess með valdi, þá er öll ánægjan búin og nytsemi leiksins spilt. Barnið á að vera kongurinn, hinir eldri aðeins i'áðgjafar þess. Þá hafa leikarnir ennfremur þá þýðingu, að þeir kenna mönnum að þekkja barnið, einstaklingseðli þess og hæfileika. I leikntim kemur lyndiseinkunn og gáfnafar barnsins allra skýr- ast í ljós, og þar sést það einnig, hvað það helzt muni verða náttúrað fyrir; mun öllum þeim, sem nokkuð hafa fengist við uppeldi barna, vera fylliiega Ijóst, hve afaráríðandi það er, að geta sem fyrst fengið upplýsingar um bæði þessi atriði. Til þeirra, sem yfir börnum eiga að sjá, beinum vér því þessuin áminningum: Leyfið börnunum að leika sér! Reynið að nota leik þeirra sem mest í þjðnustu uppeldisins Til frekari skýringar skal það tekið fram, að síðara atriðið nær til allra þeirra, sem umsjón hafa með börnum. En um fyrra atiúðið er öðru máli að gegna. Það nær einkum til sveitamannanna; því til sveita mun það miklu algengara en

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.