Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 13

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 13
109 því. Rétt til inngöngu hefir hver sá raaður, karl eða kona, sern hefir stöðuga atvinnu af kenslu. Inntöku annara manna ber forseti undir atkvæði félagsmanna á næsta ársfundi. Hver félagsmaður greiðir til félagsins 2 kr. á ári hverju eða 25 kr. í eitt skifti. Gjalddagi árstillaga er fyrir ársfund ár hvert. Heimilt skal og smærri kennarafélögum út um land að ganga í félagið, gegn því að hver félagsmaður í því félagi greiði árlega helming tillags síns til hins íslenzka kennarafé- lags, en hinn helmingurinn rennur til hlutaðeigandi féiags í héraði. 4. gr. Félagið heldur ársfund sinn í Reykjavík á ári hverju ná- iægt miðju sumri. Ársfundur sá, sem haldinn er annaðhvort ár — það árið, sem alþingi kemur saman — er um leið að- alfundur. Ársfund skal auglýsa með 3 mánaða fyrirvara í einhverju því blaði, sem út kemur í Reykjavík. Yiku fyrir ársfund skal forseti ítreka þessa auglýsingu, og láta ganga meðal þeirra fólagsmanna, er til nær, skriflegt fundarboð, er skýri frá um- ræðuefni fundarins. Á ársfundi skal stjórnin sjá um, að umræður verði um eitthvert kensiumál eða uppeldismál, og skal auglýsa umræðu- efnið, um leið og fundardagur er auglýstur. 5. gr. Aukafundi getur forseti haldið, þegar honum þykir þurfa, og skyldur er hann að kveðja til aukafundar, ef meiri hluti ' fulltrúa óskar þess. 6. gr. Atkvæðisrétt á fundum hafa þeir einir féiagsmenn, sem þar eru viðstaddir. Þegar ræða er um lagabreyting eða em- bættismannakosning, geta þó félagsmenn, sem búa annarsstaðar

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.