Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 2

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 2
114 honum er ósjálfrátt. Það er því ein af hinum helgustu skyld- um kennarans að láta ekkert á slíkum tilfinningum bera. En þótt nemendurnir væru nú allir jafnír að hæfilegieik- um og dagfari, mundi kenslustarfið samt ekki verða öllumjafn ánægjulegt. Kennararnir eru sjálfir misjafnlega lagaðir til starfa síus; þeir lrafa ekki aliir jafnrnikla gleði af því að fást við kenslu, þeim tekst misjafnlega að hæna nemendurna að sér o. s. frv. Þar við bætist, að kennararnir eiga við mjög misjöfn þægindi að búa bæði í skólunum og á heimilunum, þar sem kenslan fer fram. Af öllu þessu leiðir, að árangurinn af starfinu, „veitíðar- aflinn“, hefir vafalaust verið mjög misjafn. En ekki er alt undir aflanum komið. Það gerir stórmik- inn mun, hvernig „nýtingin" verður. fað er ekki gott að segja fyrirfram, hvernig nýtingin muni verða; en að öllum líkindum verður hún svipuð og vant er. það eru ekki mjög mikil áraskifti að því. Og hvernig er hún svo vön að vera? í stuttu máli þannig, að það, sem aflast á vetrinum, eyðilegst að rnestu leyti á sumrin. Það sem börnin nema að vetrinum, týnist mestalt að sumrinu. Þetta er einn stórgallinn á kenslufyrirkomulaginu hjá oss, það sker, sem allar verulegar framfarir nemendanna stranda á. Mikill hluti af hinum stutta námstíma fer til upplestrar, og verður því ómögulegt að bæta nema tiltöluiega mjög litlu við á hverju ári, og auk þess hefir upplesturinn i sjálfu sér afarlítið mentunargildi. fegar kenslan byrjar að haustinu, eru börnin orðin algerlega óvön námi, og allir vita, hve miklu örðugra það er áð byrja á nýju starfi, heldur en að halda því áfram, sem einu sinni hefir verið byrjað og aldrei hætt við, og á þetta eígi sízt við, þegar um bóknám er að ræða. Yaninn gefur listina. Þetta fyrirkomulag er einnig óheppilegt með tilliti til kenn- aranna. Um suinartímann, helmirig ársins eða meira, verða þeir að stunda vinnu, sem oítast er kenslustarfinu gagnólík. Jpeii’ þurfa að' fá sér eitthvað að gera, til þess að geta haft of-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.