Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 10

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 10
122 fyrir þrifiiiu. Þótt skóli þessi geti auðvitað ekki veitt svo fullkomna kennaramentun, sem æskilegt væri að vér ættum kost á, þá veitir hann þó kennaraefnum margar bendingar, sem þeim geta síðar að góðu haldi komið. Þá er að minnast á síðasta atriðið, féiagsieysið og um- sjónarleysið með kenslunni, og mun einmitt þetta víða vera aðal-þrepskjöldurinn, þótt sjálfsagt meg'i fmna ýmsar heiðar- legar undantekningar frá því. Það er enginn efl, að sundrung'in og samtakaieysið drepur mest niður þessu máli, eins og flest- um öðrum málum hjá oss. En þetta ætti þó sízt að vera til fyrirstöðu, því að vitanlega heflr það engan kostnað i för með sér að lagíæra það. Finst mér þess full þörf, að sem flestir þeirra, er hlut eiga að máli, leggist á eit.t með að koma því í sem bezt horf. Væri meðal annars mjög heppilegt að taka það til meðferðar og ræða það í heyranda hljóði á safnaðar- fundum. Heillavænlegast mundi það þó að minni hyggju verða, að kennararnir sjálfir gætu alment átt fundi með sér til að ræða ýms kenslumál; en um það atriði fjöiyrði ég eigi að þessu sinni. Á hitt vildi ég þar á móti minnast, að skaðlaust væri, þótt kennararnir hefðu nokkuð meiri áhrif á kensiufyrir- komulagið heldur en þeir nú hafa alment. Svo er fyi'ir mælt, að umferðakennarar eigi að haga störfum sínum eftir sam- komulagi við nefnd þá, er ræður þá, hvort heldur það er hreppsnefnd eða sóknarnefnd, og álít ég því heppilegast, að ráðning þeirra fari fram að þeim sjálfum viðstöddum. En nú munu kennarar venjulega vera ráðnir af hreppsnefndum á haustniðurjöfnunarfundura, því að állvíða mun vera ákveðin nokkur borgun tii þeirra af sveitarsjóðum; en á þessum fund- um mæta kennararnir ekki, og getur því ekki verið um neitt samkomulag um tilhögun á kenslu að ræða. Margt fleira mætti rita um þetta mál, en ég læt hér staðar numið að sinni. En með því að þetta er þýðingar- mikið mál, sem alt of víða mun helzt til lítill gaumur geflnn, vildi óg óska, að fleiri létu álit sitt í Ijósi um það, því „betur sjá augu en auga“. Og til þess að gefa mönnum enn frekara

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.