Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 12

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 12
124 hver samvizkusamur kennari að álíta það sem skyldu sína að minnast á það við börnin. Skólinn á að vera skóli fyrir lífið; en það vita allir, að einmitt þetta atriði heflr afar-viðtæka þýðingu fyrir fjölda manna. Kristindómskennarinn kemst ekki hjá því að minnast á drykkjuskapinn. En aðailega er það ofdrykkjari, sem honum gefst tækifæri til að tala um, og hlýtur hann, samkvæmt barnalærdómsbókinni, að kenna börnunum, að hún só „skað- legur og skammarlegur löstur, sem skemmir, saurgar og sví- virðir bæði hkama og sál.“ Það er á valdi kennarans sjálfs, hvort hann vill benda börnunum á byrjunina til ofdrykkj- unnar, sem só hófdrykkjuna; en vilji hann gera það, hlýtur hann annaðhvort einnig að fyrirdæma hófdrykkjuna, eða að öðrum kosti að segja til, hvar takmörkin eru, hvenær drykkju- skapurinn sé löstur og hvenær ekki, hvað só ofdrykkja og hvað hófdrykkja. En slík takmörk er erfltt ef eigi ómögulegt að setja. Sérstaklega kemur þó áfengisnautnin til umræðu í sambandi við náttúrusöguna, þegar um heilbrigði mannlegs líkama er að ræða. Hór verður afstaða kennarans að vera ákveðin. Með tilliti til ofdrykkjunnar er ekki neinn efl mögu- legur. En um áfengisnautn í hófl, sem kallað er, er alt öðru máli að gegna. Skoðun manna alment hefir um langan aldur verið sú, að hófdrykkja sé í sjálfu sér skaðlaus. Pessi skoðun er ríkjandi enn þá meðal almennings, og, meira að segja, meðal ýmsra lækna, sem eigi hafa sjálflr rannsakað það mál. Hins vegar stendur fjöldi af frægustu læknum og vísinda- mönnum vorra tíma, menn, sem hafa rannsakað þetta efni nákvæmlega, og vitnisburður þeiri'a er á þessa leið: „Afengið gerir hraustum líkama aldrei nóitt gagn, heldur þvert á móti æfinlega tjón, í hversu smáum skömtum sem þess er neytt.“ Alt er undir því komið, að hverri skoðuninni kennarinn vill halla sér. Hallist hann að hinni síðari, taki hana trúanlega, þá er það líka skylda hans að innræta börnunum hana. Þau eiga heimt- ing á að fá að vita þetta, ef það er sannfæring kennajans,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.