Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 6
6 aldmgarðsrækt eður akuryrkju". Mintu þessa vesælinga á það, að þó þeir vilji ei vinna slíkt fyrir sjálfa sig, til að hafa þar af ærlegt uppeldi, þá samt verða þeir fegnir að vinna slikt hjá öðrum með ósæmd, fyrir málsverðþeg- ar þeir svelta. Seigðu þeim, að vor frelsari sarolíki sér við aldingarðs- rnann, sem bauðst til að bera mykju að ávaxtalausu tré því til frjófgunar, svo það yrði ekki upphöggvið, vegna þess að það gjörði jörðina gagnslausa þar sem það stóð, (Lúk. 13, 6—9. Láttu þá vita, að einn velforstandig- ur fornmaðursamlíkir þeim við mykju, þegar hann segir svo: latur maðurer líku: saurugum steini, allir menn hafa skömm hans að viðundri. Latur mað- ur er líkur mykjuskán á taðhaug, taki nokkur hann upp, sá verður að hrista höndina. Syr. 22, 1—2, og enn segir hann svo; kap. 7, 16: Hata þú ekki þá iðn, sem erfið er, ellegar yrkju jarð- arinnar, sem stiptuð er af þeim hærsta, item kap, 10, 30: Betri er sá sem vinn- ur og hefir allsnægtir, en hinn sem gengur um, heldur af sér, og er brauð- þurfi ; og Salomon kongur segir Orðs- kviðab. 13, 4: Sálhinslata girnist og fær ekki, en sál hins kostgæfna mun fitna; þeir, sem ekki vilja taka á ó- hreinu, hugsi til þess er Salómon seg- ir: Þar sem enginn uxi er, þar er jatan hrein; svo fá þeir líka hreinar tennur og sult. Am. 4, 6. Hirðing á áburði er mjög ábótavant hér hjá oss, og vil ég því benda á örfá atriði, sem menn ekki ættu að gleyma. Ef þvagið og haugvökvinn er ekki þerraður upp með, mold salla, eða afrakstri, þá sígur það burt. En í þvaginu er mikið af frjóefn- um; en einkum þó í haugvökvan- um, hann er það bezta úr áburð- inum. Sömuleiðis tapast reikui efni þegar áburðurinn rotnar. — Þar á meðal ammoniak, eitt dýr- mætasta efnið, sem er í áburðin- um, ef ekki er blandað sam- an við mykjuna þeim hlutum, sem binda þessi efni. Nóg er alstaðar til af túnmold, veggjamold, mómold og torf- jörð, sem má þurka eða geyma einhvernstaðar undir þaki til vetr- arins og blanda áburðinn með.---- Er þá tvent unnið með þessu, sem sé, að áburðurinn er varinn öllu því efnaláti, sem breytingum þeim, sem hann tekur við rotnun- ina eru samfara, og svo beinlinis aukinn að efnum, því í allskon- ar mold, torfi, moðsalla er oft eins mikið af jurtanærandi efnum og er í illa hirtum áburði, en í torleystari sai;nböndum ogþurfa þau einungis að leysast upp og rotna til þess að verða bezti áburður. J G. Ef kýr beiðast ekki þykir oft ráðlegt að hafa heyja skifti við þær. Sumir gefa kúm viku til hálfsmánaðartíma 1 pund af súr- deigi í mál í stað ábætis. Aðrir fá naut að og láta það vera um tíma í fjósinu. Ólafur Stefánsson stiptamtmað- ur segir í ritgjörð um „not af naut-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.