Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 02.01.1900, Blaðsíða 8
8 umgengni sinni við þær og aðhlynn- ingum, sem við manneskjur væri, og hafa það hugfast, . að þær hafa til- finningar eins og vér mennirnir. —- Þaðerlikaoss mönnunum sjálfum til sem mestra nota, að fara vel með þær. Það er þýðingarmikið, starf, að vera góður skepnuhirðir, og ánægju- legt, ef það er unnið af dygð og kærleika til skepnanna, og von um blessun drottins. Spurningar og svör. Er húsmönnum ekki heimilt, ef þeir hafa heimilaskifti, að flytja með sér tað undan fénaði sínum, er þeir kaupa fóður fyrir?. Svar: Hvorki má flytja hey eða á- burð af jörðum, nema svo sé umsamið. Þó hefir ábúandinn naumast tilkall til þess áburðar, sem ekki er safnað í hans eigin húsum eða jarðarinnar. Stendur það alveg á sama hvort heyið cr keypt af jörðinni, eða af öðrum jörðum; taðið á að fallatil jarðarinnar, þar sem því er eytt eigi að síður. Er húsmenn og vinnumenn skyldir að greiða sýslusjóðs og sýsluvega gjöld? Svar '. Þessu gjaldi er jafnað af amtmönnum mður á sýslurnar eftir lausa- fjárstíund, og af sýslumönnum ntður á hreppana. Og svo af hreppsnefndum á hvern einstakan gjaldskyldann mann til sveita, hlutfallslega eftir upphæð auka útsvarsins. Hreppsnefndir blanda þessu gjaldi oft saman við aukaútsvarið. Nú eru það flestir af lögfróðum mönnum, sem telja það ekki rétt að leggja auka- útsvar á vinnumenn, (sum staðar mun það þó gert enn). Ber þeim því ekki að gjalda sýslusjóðs- og vegagjald. En lausamenn, sem annars gjalda til sveit- ar, verða að gjalda það. Hltt og þetta. Farsældar löngunin er sjúkdótnur, sem að eins læknast með forsjálfni og atorku — með líkaml. og andl. vinnu (S. J. Backel). Menn fæðast til að lifa, 'ifa til að læra og þekkja, þekkja til að velja, hafna, og njóta, — og hafna svo stundum óvart þvi bezta. — En slíkt er sjálfshegnandi vangæzla og fáfræðis- yndir. (»Stjarnan«.). Veturinn 1731 var svo góður, að varla stirnaði á polli allan veturinn. Fuglar verptu eggjum í miðgóu, og jörð var skrúðgræn á sumarmálum, og annar næsti vetur, þar á eftir, var svo mildur, að kúm var víða beitt út, og lömb komu óvíða á gjöf allan vetur- inn. 170J voru 38,760. nautgripir á land- inu 278,992 sauðkindur, 26,730 hross. 1804 20,325 nautgripir, 218,818 sauð- kindur 26,524 hross. 1843 23,753 nautgr. 606,536 sauð- kindur og 33,798 hross. 1889 18,526 nautgr. 28,524 hross og 577,136 sauðkindur og það ár, var hér um bil »/3 fl. fólk á landinu, en i7°3- ___________ 7 ára harðindin, 1751—57 dóu rúm 8000 manns úr hungri og harðrétti, 1752 fellu um 50,000 sauðfjár og 4000 hross af tóðurskorti. 1764—84 gekk fjárkláðinn í fyrra skifti. SOlSF* Nýir kaupendurað Il.árg. »Plógs«, fá I. árgang hans, 1 kaupbætur, meðan upplagið endist. Þessu kostaboði ættu menn að sinna sem fyrst. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgovv-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.