Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 4

Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 4
12 verður vart við? Það er ekki gott að segja, en ef kaffið er eitur fyr- ir taug&veika og hjartveika, hvað er þá lfklegra en að það gjöri menn taugaveika og hjartveika? Og það er víst, að kaffið er eitt af því, sem gjörir menn taugaveika og hjart- veika. En hver veit þetta? Lækn- arnir eiga að vita það bezt; já. þeir hljóta að vita það. Þó drekka þeir sjálfir kaffi. — Ef það er skaðlegt, hvf gera þeir það þá, og hví koma þeir ekki fram til að vara aðra við og verja heilsu manna — peim er og verður bezt trúað til þessa, en þó þvf aðeins, að þeim beri saman, því hér er ekki nema tim tvent að gera: annaðhvort er kaffið skaðlegt og má ekki brúk- ast, nema þá sem minst, ellegar það er ósaknæmt oe má drekkast eins og hver vill.— Þetta vil eg endilega hafa fram, og eg treysti »Plóg« til að skora á læknana, að koma fram og segja almenningi, hvort eða hvernig hann á að fara með kaffið. — En það skal þeim, læknunum hér sagt, að kaffi- nautn er nú rnjög mikil, og fer víða 1 vöxt. — En þótt svo ólfklega skyldi ské, að kaffinautnin yrði talin ósaknæm eða alveg meinlaus fyrir heilbrigði manna, sem varla kemur fyrir, — þá er og verður kaffinautnin harla skað- leg í efnalegu tilliti. — Kaffið kostar peninga, og það væri sök sér, ef það væri nauðsynleg vara; en sé kaffið skaðlegt eða meira skaðlegt en gagn- legt, eða þá meinlítið og gagnslltið, þá er peningunum fyrir það kast að út til óþarfa, eða til lítils og einskis gagns, og þar sem mikiö kaffi er brúkað, eru þetta miklir peningar og þeim illa varið. — Þessa peninga gætu þeir sparað sér, sem auk kaffis- ins geta aflað heimili sfnu nógs mat arforða, eða varið þeim til einhvers þarflegs eða til aukinnar vellíðunar heimilisins, en hinir, sem oftast eða vanalega brestur einhverntíma ársins eitt og annað af mat og öðrum lífs- nauðsynjum, fyrir það meðal annars, að þeir hafa keypt kaffi, þeir gætu varið peningunum til að fá sér þess- ar nauðsynjar, og það er eg viss um að margur húsbóndi og mörg hús- móðir hefði nóg fyrir sig og sína af mat og öðrum sönnum nauðsynjum, ef kaffipeningunum hefði verið bætt við matbjargarpeningana. — En það er varla mögulegt, að menn alment geti bæði haft nóg kaffi og nógan mat að staðaldri, svo að annaðhvort verður að bresta kaffi eða mat. En hvort brestur fyr? Stund- um vantar hvorttveggja, sem eðliffigt er, en alvfða er þó til einhver kaffi- lús, þó ekki sé, eða varla, matbjörgtil næsta máls. Nauðsynjavöruna brest- ur fyrr og freniur en hina skaðlegu eða að m.k. óþörfti, og aumingja fólk- ið á kaffi, en eklci mat. Þetta væri nú gott og blessað, ef vesalings tólkið gæti drukkið kaffi við matarleysinu og hungrinu, en slíkt mundi ekki lengi duga; mundi þá bezt koma fram, hví- líkt kaffið er; menn mundu ekki þola það, og deyja, og þá mundimönnum skiljast, að það er maturinn, sem fyrir öllu er, og hjálpar lfka til, að þola betur eitur kaffisins. Það er sorglegt, að vita til þess, að hvert einasta heimili h. u. b., hversu fátækt sem er, skuli eyða svo tugum króna skiftir fyrir kaffi, og mörg svo miklum peningum, að þriðjungi og alt að helmingi nem- ur af verði aðdtegintia sannatiegra nauðsynja, og svo brestur stundum matbjörg lyrir jafnmikið eða meira en þessa kaffipeninga. Það er víst margur nú, sem ver árlega góðu stór- gripsverði fyrir kaffi, en vantar aptur árl. gott gripsverð fyrir þær nauðsynj- ar, sem ekki verður án lifað. Við þetta minka ekki skuldirnar, og það

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.