Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 8
i6 í máldógum Wilchins biskups eru ýmsar sannanir fyrir því, að akur- yrkja hafi hér verið á 14. öld. Þar segir á einum stað um kirkju í Gaul- verjabæ: »Kirkjan á akurlendiundir Sældingskornsá og þara eftir vild«. Peir Gaulverjar (skipshöfn) eiga naust, fjós og komgarð að gjöra o. s. frv.«. Um kirkjunaíTeigsegirsvo: »Marju- kirkjan ! Teig á sáld og korn«---------- Um Breiðabólstað fyrir austan seg- ir: »Þangað skal gjalda vætt mjöls úr Hofi, og vætt mjöls úr Þykkvabæ«. Um Vatnsfj.kirkja segir: »Kirkj- an á sáðland á Reykjanesi, sem vill og þaranytjar. — Um Gufudalskirkju: »Kirkjan á Akurgerði undir hrauni á Skálanesi«. Um Miklaholtskirkju : »Kirkjan á naustuppgjörð 1 Skógarnesi og Ak- urland. (Frh.). Nýtt meOal við þeiin algenga sjúkdómi á kúm. að hildirnar ekki nást á réttuin vima eftir burðinn, hef- ur franskur dýralæknir Roux í Gren- able fundið upp. Efnasamsetning þess er erm þá ókunn. Þýskur dýra- læknir, að nafni S/einineyi segisthafa um nokkur undanfarin ár reynt þetta meðal, og hafi sér gefist það vel í hverju tilfelli, og aldrei haft eins gott meðal við nefndum sjúkdómi. Ymsir merkir, franskirog þýzkir dýralæknar hafa og Iokíð lofsorði .1 þetta meðal. Meðalið heitir: „Poudre uterine de RouX" og fylgja þv( notkunnarreglur. („Nord. Mejeritdn."). Að kemda or bursta kýr er daglega alsiða í öðrum löndum. Hér á landi mun fáum þykja fyrir því haf- andi. En það er öldungis vist, að slfk hirðusemi við kýr borgar fyrir- höfnina, eins og sérhvað það, er miðar til þess, að láta þeim liða sem bezt. Kýrnar verða hraustariog heilsubetri, með því hörundsandardrátturinn verð- ur jafnari og meiri en ella. Öll óhrein- indi hjá skepnunum veikja þær, hvort heldur er í svitaholunum í hör- undinu eða ( hárinu. Þetta halda hirðuleysingjarnir smámuni og skella við því skolleyrunum; en enginn not- invirkur fjósamaður telur það á sig. Búalög. Verð á ýmsum matvælum að fornu mati: 1 vætt af þurkuðum sölum kostar 10 álnir. 1 vætt af þrfhristum fjallagrösum 10 álnir. 1 vætt af ætirótum 10 álnir. 1 vætt af mjöli og mjölvægum mat 40 álnir. 1 fjórðungur af berjum & álnir. 20 æðaregg 1 alin. 30 svart- fuglar 5 álnir. 1 vætt af góðum fiski 20 álnir. 1 hundrað (120) af meðal- stórum þorskhausum, með kúlum og tálknum 6 álnir. 60 heilir steinbítar og óskcmdir 20 álnir. 1 vætt af feit- um og þurkuðum rafabeltum 40 áln ir. 1 vætt riklings 30 álnir. Hitt og þetta. Sá. sem „baðar í rósum" sefur oft frá sér a!la hamingju. Tíminn er peningar, og þó er oft miklum peningum eytt til þess að eyða tímanum. Kndurminningarnar eru eins og sól- argeislarnir, sem lýsir því skærara, sem meira myrkur umkringir oss. Pógur kemur út 10 sinnum á ári, kostar 75 aura árg. Afgreiðsla blaðs- ins er ( nr. 35 í Vesturgötu. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.