Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 6

Plógur - 21.02.1900, Blaðsíða 6
14 mulin fiskbein óbrend, berja þau °g höggva svo smátt, að hænsn- in geti gleypt þau. Ennfremur má gefa þeim muldar skeljar, rúðu- gler og brot úr leirílátum. Öll þessi harða fæða er þeim nauð- synleg til þess að fá kalkefnið í eggjaskurnið. Gott er að gefa þeim lina fæðu einusinni á dag, t. a. m. graut eða kartöflur og helzt volgt að vetrinum. Einnig er gott að gefa þeim kjöt við og við. Ekki þarf að gefaþeimmík- ið af því í einu. Þar sem hrossa- kjöt fellur til, ætti að halda því til hænsnanna. Það þarf að láta þau hafa sem margbreyttast að hægt er; það er líka mjög margt, er þau vilju éta. Ef þau fá ekki bein, skeljar eða glerleir að vetrinum, má bú- ast við, að þau éti undan sér egg- in. Bezt er að láta þau sitja snemma á að sumrinu til þess ung- arnir verði orðnir sem stærstir á haustin, þegar kuldinn kemur; eins til þess að frálagið sé meira í þeim, því vanalega verður margt af ungunum hanar, sem bezt er að lóga að haustinu. Svo erbæði kostnaður og vont fyrir hænurnar að hafa marga hana, eptir að þeir eru orðnir stórir. En þegar hæn- an vill sítja á og tnaður vill ekki láta egg undir hana, þá er gott ráð, að taka hænuna og hana með- og loka þau inni einhverstaðar sér, 2—3 daga og mun hún þá hætta að sitja á. Ekki ætti að láta hænur, sem hafa ungað út, fara lausa með ungana hvert sem hún vill, á meðan þeir eru sem við- kvæmastir. Þegar vott er á grasi, eða rigning, geta þeir drepist af því, er gott til að varna því, að búa til lítið hús úr fjölum og þarf það ekki að verayfiralin á lengd, lata það standa úti og lofta und- ir hliðarnar rétt svo, að ungarnir geti gengið út og inn, svo má gefa hænunni þar innundir. Bezt er að hafa sem mest hreinlæti, bæði með að þrífa oft upp hænsnahúsið og hafa hreinar ránnar, er þau sitja a, og efhægt er hvítþvo innan húsveggina úr kalki. Öll notasemi kemur sér vel við hænsni og ef hún er viðhöfð, má gera ráð fyrir, að hænan verpi sjálfsagt annanhvern dag yfir alt sumarið og sumir hafa lag á, að láta þær verpa mikið að vetrin- um líka. Það væri mjög mikil á- nægja fyrir íslenzku konurnar, að geta átt hænsni; þar sem þau eru, þykir konunum vænna um þau, en allar aðrar skepnur sínar. Hænsniu eru heldur ekki arðminni en nokkrar aðrar skepnur. Það sem hér er sagt. er bygt á sjálfs mfns reynslu. -h Aths. útgef. Það skal hér tekið fram, að þessi grein, sem bygð er á eigin reynslu ísl. bónda í Ameríku, er í öllum aðalatriðum samhljóða því, sem reynslan hefur bezt kent oss í hænsna- rækt hjer á landi, og því, sem norsk- ir hænsnaræktarmenn skrifa um hana. En eins og gefur að skilja, er ekki

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.