Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 8

Plógur - 20.03.1900, Blaðsíða 8
24 hrossatað undan útigangshrossum. Þá um sumarið gat ég ekki sleg- ið sléttu þessa, svo var hún lítið sprottin, Svo í fyrrahaust bar eg á hana sumartað undan hrossum, er hýst voru um sláttinn, og hafði það svo mikið, að sléttan varð al- svört þegar búið var að jafna teðslunni um hana. I sum- ar 1899, sló eg sléttu þessa í lok júlímánaðar, var hún þá svo vel sprottin, að ekki komst grasið niður á hana, var það bæði hátt og þéttvaxið, svo ég varð að breiða nokkuð af grasinu kringum sléttuna. Þetta dæmi sýnir, hver forsóm- un er af bændum, að hafa ekki hross sín inni á nóttunni um sum- artímann, áburðarins vegna. A- burður þessi er sannarlegt gulls- ígildi, það er reynslan margbúin að sýna mér. J. S- Vermireitir erualt of sjaldgæf- ir hjá oss. Það eru einungis á örfá- um stöðum á landinu, sem vermireit- ir eru til. I öðrum löndum þykirþað ómaksins vert að sá í vermireit, þar sem hiti er þó miklu meiri en hjá oss. Skyldi það þá ekki svara kostn- aði á okkar vorkalda Islandi, að geta haft hæli fyrir ýmsargarðplöntur, þar sem þær geta farið að þróast og dafna í byrjun maí, eða fyr, og þann- ig lengja vaxtartíma jurtanna. Eg man eftir því kuldavorið 1892, hvað illa spratt í görðum annarstaðar en þar, sem í vermireita hafði verið sáð um vorið. Þar var rófnauppskeran lítið minni, en vanalegt er, en uppsker- an aftur á móti því nær sem engin, þar sem engir voru vermireitir. Bæði hér á landi og í öðrum löndúm, eru menn tyr irlöngu, af reynslunni,búnir að sjányt- semi vermireita. Og eg hygg að eng- inn, sem einu sinni hefir komist upp á að brúka vermireita, muni hætta við að nota þá. Ekki er kostnaðurinn mikill; ein- ungis einfaldur kassi með glerhurð yfir. Hér yrði það of langt mál að skýra frá, hvernig vermireitir eru til- búnir, eða hvernig á að undirbúa í þá, og haga sáðningu. Hver, sem vill eignast vermireit, þarf að snúa sér til búfræðings til þess að fá leíð- beiningar í þessu efni. Númi. Svar: Þér, sem haldið því fram í bréfi yðar til mín, að „Plógur" sé dýrasta blaðið sem gefið er út í Reykja- vík, eruð beðnir að bera saman letur- merðina í blaðinu en ekki pappírsstærð- ina, saman við önnur blöð, að frátöld- um pólitiku blöðunum, sem oft eru hálf af auglýsingum, og fyrir hvern þuml. í dálki af augl. er tekin 1 króna eða jafnvel meira. Eg hygg þér komist að annari niðurstöðu en þeirri, að Plógur sé dýrasta blaðið. Útgef. Norskur bóndi seldi í fyrra á 4 mánuðum hænsna-egg fyrir 30,000 krónur. (Ur Tidsskrift for Fjærkræavl.). „Plóg ur“ kemurút xo sinn- um á ári. Verð árg. 75 aur., borg- ist fyrir októberlok. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Þórólfsson. Prentaður í Glasgow-prentsmiðjunni.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.