Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 7

Plógur - 06.11.1900, Blaðsíða 7
63 um fjölhæfismanni, þá nær hún of skamt, tekur ekki allar hliðar hag- spekinnar. Eg ætla í næsta kafla að sýna með •dæmum úr daglega lífinu, að hagspek- in er ekki þýðinga.rlaus fyrir bú- manninn. (Frh.). Áburðarhirðing. „Hver ráð eru ti) þess, að efia áhuga manna á góðri nieðferð á á- burði? Þessi spurning var lógð fyrir mig einu sinni. Eg verð að jntaþað hreinskilnislega, að mér varð ekki fljótt til svars. Það er nú kunnugt, að nú í 30—40 ár hefir það verið brýnt fyrir mönnum, að áburðar- hirðingin væri eitt af þeim helztu ¦atriðum. sem góður búskapur byggist á, að skilyrði fyrir grasræktinni sé nógur og góður áburður. En hvaða ¦ávöxt hafa allar slíkar bendingar bor- ig? Mjög litla ávexti. Það er hreint ¦og beint sorglegt að hugsa til þess, að „þrátt fyrir alla þekkingu, sem bændur nú haía á ýmsum greinum meira og minna, og mikla viðleitni til að gera umbætur í búskaparlegu tilliti, þá skuli þó hirðing á áburði vera svo léleg, nálega alstaðar um, land alt, að það er hrein og bein skömm fyrir þjóðina í heild sinni. — Þetta máské þykja nú stór orð, en því miður eru þau sönn. En* það merkilegasta er, að ná- lega allir bændur kannast við þörfina á nógum og góðum áburði, viður- kenna að illa sé farið með hann. En sannfæringin er ekki orðin svo sterk í þessu, að til framkvæmda leiði. Enginn vafi er á því, að hirð- ing á áburði fer þó heldur fram en aftur. En það gengur svo hægum fet- um, að enginn líkindi eru ti] þess að vér eftir t. a. m, 100 ár verðum komn- ir eins langt í áburðarhirðingu og ná- granna þjóðirnar eru nú komnar. Vér þolum ekki svona hægfara fram- þróun. Þessu og fleyru þarf að kippa í lag á fáum áratugum, eða helzt á 1 áratug. Eg held að eina ráðið til þess, að fá bændur alment til að hirða betur áburðinn en nú gerist, sé að veita verðlaun af opinberu fé hverjum þeim bónda, sem eftir dómi óvilhollra manna, hirtu áburð sinn líkt og nú tíðgast í Danmörk. Væri smérlíkistollinum vel varið til sllkra verðlauna, sem fyrst í stað yrðu að vera til rnuna. Eg býst við að fá það svar úr einhverju horni, að það sé óþarfi ann- að eins og þetta, að borga bændum fyrir það að hirða vel áburðinn, sem þeir hafa sjálfir mesta hagnaðinn af. En þessu má svara með þvíað benda mönnum á, að nágrannaþjóðirnar hafa komið búnaði sínum á það stig, sem hann nú er á, mestmegnis með verð- launum til þeirra, sem skarað hafa fram úr í einhverri grein landbún- aðarins. Nú eru Norömenn farn- ir að verölauna fjósakonur og fjósa- menn og dygg vinnuhjú. l'eim þykir slikt borga sig. Það er heiðurinn, sem menn gangast meira fyrir en hagsmununum. Það heldur hver músin verst i sinni holu. Eftirtektaverður greinarstúfur er i

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.