Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 3

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 3
>9 ætti því að reyna að komast í lag með að gera þá varanlega. * * * Athugasemd við þessa grein í næsta blaði. — Ritstj. Sa manburður. (Eftir Jón J. Mytis í Ameríku). Það er töluverð nýjung að fá að sjá frá íslandi hvað mikil ak- uryrkju uppskera getur verið af vissum bletti, og fyrst eg er svo heppinn að fá að sjá í Plógi 2. árg. io. nr., að I tn. af byggi hafi fengizt þó langt sé síðan, af ioo ferhyrningsföðmum, sem sé sama sem 9 tn. af dagsláttu eða 1800 pund, þá sýnist mér rétt að lofa mönnum að sjá það samanborið við það, er við fáum hér í Ame- riku af byggi af lt'kum bletti, þó aldrei sé hægt að gera þann sam anburð upp á það nákvæmasta. Hér fáum við af ekrunni 25—35 búshel af byggi, sem er 1500— 2100 pund; nú er ekran V4 stærri en dagslátta, því ekran er 43,560 ferhyrningsfet, en dagsláttan skilst mér sé 32,400 ferh.fet, þá gerir dagsláttan hjá okkur hét utn bil 1125—1575 pund, og vanaverð á byggi hjá okkur er 25—30 cent bushelið, þá gerir ekran hjá okk- ur $ 625—io5°; bygguppskera hjá okkur getur farið upp fyrir þetta er hér er til tekið og líka ofan fyrir, eins er um prísinn, en af þessu má draga J/4 móti dagsl. Nú gerir Plógur ráð fyrir, að megi fá heima 4 tn. af dagsláttu, sem geri 96 kr. sem er sama sem $ 2572, — tuttugu og fimm doilarar sjötíu og tvö cent. — Eptir þessu að sjá eru menn lítilþægari hér í Ameríku en íslendingar heima, ef þeir vilja ekki rækta bygg, svo fram- arlega sem 4tn. fengjust ekki af dag- sláttu, einsogPlógur gerir ráð fyrir í sama blaði. Er bygggrasið mjög gott fóður, einkurn fyrir mjólkur- kýr, og mun lítið gefa eptir góðrii töðu; einnig er bygghálmur brúk- aður til fóðurs fyrir hesta, fé og geldgripi, en góða heytuggu þarf með, ef skepnur eiga að halda holdum. Bygg fer vel með jörð, tæmir hana síður en aðrar korntegundir, mjög gott er að sá höfrum til að slá þá græna fyrir hey, gefst það' opt eins vel og góðar sáðgrasteg- undir. Þorv. Thoroddsen segir í Lýsing Islands, að meðal-uppskera af töðu af dagsláttunni sé 12—14 hestarr og Plógur 2, árg. 5. nr. metur töðuhestinn á 5 kr. þá gerir dag- dagsláttan 60—70 kr. í Ameríku er meðal-uppskera af hveiti 15 bushel af ekrunni, og meðalverð 50 cent búshelið, sem gerir þá $ 75° af ekrunni, en hér þarf að sjálf- sögðu að borga í þreskilaun 8 cent á bushel og 20 cent tvinna á ekru í peningum. Verður þá eptir $ 6l0r hér er ekkert tekið til greina vinna bóndans á ekrunni eða dagslátt- unni, og hér að auki kostar út-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.