Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 7

Plógur - 17.03.1901, Blaðsíða 7
23 ar farið er að hugsa um að rækta jarðepJi, er að jarðvegurinn sé þur, ekki leirborinn, því sé hann rakur og leirborinn, er hann kaldur og þéttur, og þrífast þá jarðepli illa í honum (kartaflan verðut lítil, laus og vatnsborin), því lífsskilyrði jarð- eplanna er umfram allt hiti, en til þess útheimtist, að jarðvegurinn sé blandaður þeim jarðtegundum, er ieiða ve) hitann, og hleypa loptinu lið- ugt gegnum sig; einkanlega af þess- um ástæðum er sandjörðin langhent- ugusttil jarðeplaræktar, þ. e. sújörð, þar sem sandurinn hefur yfirhönd- ina yfir öðrutn jarðtegundum, sér- staklega hvítur, smágerður sjávar- sandur, sem orðinn er til mestmegn- is af niðurmuldum skeljum, því ekki er það bundið skilyrðum jarð- eplaræktarinnar, að jörðin sé svo feit (efnarík) heldur hitt, að hún sé 'Og vel löguð til að ftamleiða all- ar efnabreytingar og koma þeim efnum, sem til eru, sem fyrst í það ástand, að jarðeplin geti not- að þau, lifað og myndazt af þeim og það því fremur hér en annar- staðar, sem sumrin eru svo stutt. Hér hagar víða svo til, að einmitt þessi jarðtegund er \ið höndina og heilar sveitir við sjávarsíðuna eru myndaðar af henni t. d. Skipa- skagi og Álptanesmýrar neðan til, og víðar, og einmitt þessi héruð eru í fyrsta flokki, hvað jarðepla- ræktina snertir, enda hefur Skipa- skagi stundað mjög mikið jarðepla- rækt nú á síðari árum, og skarað fram úr öðrum héruðum, er eg til þekki í því efni. Þar sem sandjörðin hefur yfirhöndina, en sandurinn er orðinn til af niður muldum steintegur.dum, blandaður mold og leir, getur þessi jarðveg- ur verið allgóður til jarðeplarækt- unar, sé ekki vatnsagi mjög mik- ill í jörðinni, sérdeilis þarsemheit- ar laugar eru í kring, er hita upp- jarðveginn, en betra er að ræsa þessa jörð, aður hún er tekin til ræktunar og bera í hana vel rotinn áburð. Til eru þau héruð, þar sem reynslan hefur margsýnt, að jarð- eplaræktin er ómöguleg, eða hefur enga verulega þýðingu, og þó það^ komi fyrir, að dalítil eptirtekja fáist, er hún borgi kostnað við, sáningu, útsæði, aburð, og hirðingu að girðingarkostnaði fráskildum, sem er þó tilfinnanlegasti kostnað- urinn við jarðeplaræktina. Þetta er í þeim héruðum, sem jarðvegur- inn er grýttur eða þá myridaður af þéttum og rökum leir, kaldri og súrri smámoldarjörð, oghefur í sér ýms skaðleg efnasambönd. (Niðurl.). Bendingar. (Eptir eigin reynslu nokkurra bænda). 8. (Frh.). Mjög óhollt er að gefa hestum tóma „há“ (upp slegna töðu) því af henni verða þeir brjóstveikir. 9. Hesthúsum ættu menn ætíð að halda þurrum með því að

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.