Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 5

Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 5
53 Niðurlagning Óíafsdalsskólans. Margir hugsandi menn af öllum stettumlítaá það svo sem sorglegt tákn tímans, að elzti og bezti bún- aðarskóli landsins sé dæmdur til ðauða einmitt þá, þegar koma frá þjóðinni ákveðnastar og skýrast ar raddir, sem nokkru sinni hafa komið, um nauðsyn á aukinni al- Þýðufræðslu ogverklegri þekkingu. Að vi'su eru margir á þeirri skoðun, að það sé ekki aðalatriðið, að búnaðarskólarnir séu margir, ^eldur hitt, að þeir séu góðir, og *eUa því eins affarasælt, að hafa 2 skóla vel úr garði gerða, eins °g 4, sem lifa við sultarfæðu. En þótt margir séu á því að fekka búnaðarskólunum eða þá að breyta fyrirkomulagi þeirra í reRlulega bændaskóla, þá þykir Þfð þó óbúmannlega að farið, að ^tafsdalsskólmn sé með öllu lagð- Ur niður. Að líkindum missir skólastjóri "Eoi'fi Bjarnason (eigandi Ólafsdals) °R vesturamtið, svo sem 30—40 f’fi'5- kr. sama sem í sjóinn. Eng- ln fikindi til, að nokkur privat- Ulaður geti fyrst um sinn keypt eða leigt þú, jörð. Enginn privat- 1Uaður hefur gagn af skólahúsinu °§ jafnvel fleiri húsakynnum þar. t“að er byrði, sem enginn getur b°rið. Og eru því miklar líkur bl þess, að þótt skólajörðin með bllu Elheyrandi yrði boðin upp, þá niundi ekkert viðunanlegt boð i'ást. Ekki nándar; nærri. Eg hef sagt, að Ólafsdalsskól- inn sé beztur af búnaðarskólunum, og þetta er fyrir löngu viðurkennt af þeim, sem vit hafa á. Og þjóð- in hefur viðurkennt það með því, að senda á skólann ekki einungis nóga nemendur árlega, heldur opt- ast miklu fleiri en skólinn hefur getað tekið á móti. Og einmitt nú í vor, þegar ákveðið er, að skólinn leggist niður, sækja helm- ingi fleiri um inntöku en gátu fengið, og þeir, sem sækja skól- ann, eru úr öllum héruðum lands- ins, ganga fram hjá hinum skól- unum. Enda hefur verið fátt um nemendur þetta ar í sumar af hin- um skóiunum, og einn skólinn fékk engan nýsvein í vor. Eg veit ekki, hvað betur sann- ar, hvernig almenningsálit er á skólunum, en einmitt þetta. Og hvert álit skólarnir hafa, er optast komið undir því, hver veitir þeim forstöðu. En nú vita það allir, að maður sá, er veitt hefur Ólafsdalsskólan- um forstöðu þau 21 ár, sem hann hefur staðið, er einn með mikil- hæfustu mönnum þjóðarinnar,- og eg vil halda því fram, að fáir hafi unnið þjóðinni meira gagn á síð- asta fjórðung 19. aldar en einmitt hann. Hann er einhver hinn helzti og fremsti frömuður búnaðarframfara vorra, og starfsemi hans í þeirri grein er svo mikil, að það yrði of langt mál í einni blaðagrein, að minnast þess, en vel þess vert, að það sé gert á öðrum stað.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.