Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 1

Plógur - 18.08.1901, Blaðsíða 1
PLÓGUR LANDBÚNAÐARBLAÐ „B6ndi er búst61pi.' „Bú er landsstólpi." III. árg. Reykjavík 18. ágúst 1901. M 7. Að rétta við landbúnaðinn. XI. Samkeppnin milli landbúnaðar og sjavarútvegs o. fl. Eins og flestum mun Ijóst er landbúnaðurinn og sjávarútvegur- inn aðal bjargræðisvegur lands- manna. Allirhljóta því að leggj- ast á eitt að hlynna að þeim báð- Um. En jafnframt verður að hafa það hugfast, að þeir skaði hvor- ugur annan, að framför annars sé ekki á hins kostnað. Samkeppn- in miili þessara atvinnuvega er orð- inn býsna mikil, og það er full á- stæða til að veita slíku, alvarlegt athygli. Eg skal taka það fram, að eg ann framförum þilskipaútveg- arins, svo framarlega sem framfar- ir hans eru ekki landbúnaðinum til skaða. En það er einmitt það, sem nú er að verða. — En þetta þarf ekki að vera, og á ekki að vera, og mun eg rökfæra það síð- ar. Hér er um 2 þýðingarmikla at- vinnuvegi að ræða, og verður því að líta á þá báða hlutdrægnis- laust. — En eitt er vfst, eins og 2 og 2 eru 4, að landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið landsins að- al atvinnuvegur. Hann verður að vera það, ella er úti um okk- ur, sem þjóð. — Þjóðerni vort stendur og fellur með honum, og sönn siðmenning getur ekki átt sér stað nema í skjóli hans; að því skal færð rök síðar. Hr. Jón Olafsson fyrv ritstjóri, sagði það hátt og snjallt 2. ágúst í sumar, á þjóðhátíð Reykvíkinga í ræðu sinni fyrir minni Reykja- vfkur, að það væri ósatt að bbndi vœri bústblpi og bú landstblpi, eins og sagt væri. Það gæti verið, að það hefði verið svo þegar Jónas Hallgrímsson hefði svo að orði komizt (fyrir miðja 19. öld). Nú væri það sjávaraflinn, sem væri að- al atvinnuvegur landsmanna. Sann- anir fyrir þessu voru þaer einar, að^ útíiuttar vörur af sjó væru þrefalt meiri en af landbúnaðinum, og væri þvf landbúnaðurinn þrefalt minni atvinnuvegur. Það er nú hérumbil rétt sem. Jón segir, um mismun á útfluttum land og sjávarafurðum. En það sætir furðu að jafn skýr maður og Jón Olafsson er, skuli koma með aðra eins lokleysu og þetta. Það er ekki nóg að líta á það hvað selt er af afurðum landsins

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.