Plógur - 01.10.1901, Blaðsíða 4

Plógur - 01.10.1901, Blaðsíða 4
6o tilfinnanlegt er það ekki, móts við vinnu þá, sem fyrir það fæst. Þar sem eg þekkti til í Norgi var algengt, að þeir grannar verk- þiggjanda, sem næst bjuggu létu að morgni vinnudagsins færa hon- um heim mjólk og Iéðu einnig mat- arílát og önnur borðáhöld. Eg hefnokkrum sinnum að gamni mínu verið við slíka vinnu þar, og gekk allt mæta vel, kappsamlega unnið og gott samkomulag. I eitt skipti var eg með, þar sem 30 menn unnu að girðingu og það Var allálitlegt dagsv. að kveldi. Væri ekki reynandi að taka þetta til fyrirmyndar hér ? Menn munu svara, að strjálbyggðin geri það ómögulegt, en eg hygg að því megi víðast við koma. Mér dett- ur í hug ýms kotahverfi hér á Suð- urlandi þar sem allt er ógirt, hver beitir annars tún og gerir öðrum tjón, nnmdi ekki heppilegra að reyna að vera í samvinnu, girða af túnin sín og slétta þau, túnin yrðu þá fyrst og fremst margfallt arðmeiri, og svo væru menn laus- ir við nábúakrit og önnur óþæg- indi, sem alloptast fylgir þröngbýl- inu. Það væri ekki ófróðlegt að fá að heyra álit lesenda Plógs í ýmsum héruðum landsins um þetta. Eg hygg að slíkri samvinnu mætti víða við koma, og að hún mundi geta borið heilladrjúga ávexti fyr- ir landbúnað vorn. J. J. Ólafsdalsplögurinn nýi. I blaðinu „ísafold" skýrði eg í sumar frá reynslu minni og áliti um hinn nýja plóg, sem skólastjóri Torfi Bjarnason hefir smíðað, Ef vera kynni að einhverjir af lesend- um „Plógs“ annaðhvort ekki hafi lesið þessa skýrslu mína eða þá gleymt henni skal eg hér stuttlega minnast á plóg þennan. Plógur þessi er léttari í drætti en allir aðrir plógar, sem reyndir hafa verið hér á landi, og vinnur verk sitt mjög vel á allskonar jörð, og fyrir þúf- ur er hann betur lagaður en nokk- ur útlendur plógur, sem eg þekki. Aður en eg reyndi þennan plóg var eg á þeirri skoðun að tæplega mundi unnt að sameina í einni plógmynd öll þau skilyrði, er heimta verður af plógnum á ýmiskonar jörð, og vér mundum þessvegna þurfa, þar sem mikið væri plægt, að hafa fleiri en einn plóg. En hr. Torfi Bjarnason hefur hér nað svo langt, að þessi nýi plógur hans getur unnið verk sittvandlega und- ir öllum þeim kringumstæðum, sem hjá oss geta komið til greina við plægingar fyrst um sinn. Nú í vet- ur verður smíðað í Olafsdal mikið af þessum plógum, og gerðar ýms- ar smábreytingar á plógnum, þann- ig, að þessir, sem smíðaðir verða, verða að ýmsu leyti ennþá betri en sá, sem eg reyndi. Eg vil þess vegna ráðleggja öllum, sem kaupa vilja plóg, að kaupa einmitt þenn-

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.