Plógur - 01.10.1901, Blaðsíða 6
62
taka alvarlega í taumana, ef nokk-
uðá að verðagert til verulegra bóta.
Bændur og búalýður ættu að láta
meira til sín taka um þetta efni,
koma með ákveðnari kröfur. Það
mundi eflaust greiða fyrir nýtileg-
um framkvæmdum í þessa átt.
_________ H.
Rófnarækt til fóðurs.
Það mundi án efa hafa talsverða
þýðingu fyrir jarðrækt vora, ef það
gæti náð almennri útbreiðslu að
rækta rófur til fóðurs. Hingað til
hefur þetta verið lítið reynt hér á
landi, mest, ef til vill, af því, að
almenningur hefur ekki vitað neitt
um að til væru rófnategundir, sem
hentugar væru til fóðurs, og sem
hér mundu geta þrifist sem nokk-
urnveginn arðvissar. En það er eng-
um efa bundið, að ýmsar af þeim
fóðurrófnategundum, sem almennt
eru ræktaðar í nágrannalöndum
vorum, geta með góðri hirðingu
þrifist hér í öllum árum. Landrými
til þess konar ræktunar er alstað-
ar til sveita nóg, þó það auðvitað
sé misjafntaðgæðum. Ymsirkunna
ef til vill, að ímynda sér, að rófna-
rækt til fóðurs geti ekki borgað
sig, í samanburði við grasræktina
— að meiri eptirtekja verði af jafn-
stórum bletti með grasrækt en rófna-
rækt — þetta getur átt sér stað þeg-
ar um vel ræktað tún eraðræða,
en rófnaræktin á heldur ekki að
rýma grasræktinni brott, eða draga
úr henni, þvert á móti — hún á að
verða sem nokkurskonar arðsanit
aukatriði, grasræktinni til stuðnings-
og ef vér einhverntíma tækjum upp
aðra aðferð við grasræktun, verður
rófnaræktin sem nauðsynlegur milli'
liður, og verður minnst á það nán-
ar síðar.
Að það borgar sig að fóðra með
rófum er fyrir löngu sannað með
reynslu erlendis og þær fáu tilraun-
ir, sem gerðar hafa verið með það
hér benda á hið sama.
Víða upp til sveita er míkið af
óræktar móum umhverfis túnin eða
í grend við þau, — sem eru injögf
vel fallnir til rófnaræktunar, þessir
landskikar liggja nú arðlausir og
ónotaðir, og það verður ekki með
réttu sagt, að búnaður vor sé að
taka framförum, ef vér látum slíka
bletti, rétt í kringum túnin, liggja
ónotaða framvegis, þegar vér vitumi
að hægt er að hafa þá undir arð-
samri ræktun, sem kostar minna í
fyrstu og gefur fljótar arð en ef
þeim ér breytt í tún.
Hitt og J»etta.
Helzta ráðið til þess að gera kýr
hámjólkar, er að mjólka þær opt á dag.
Danskur dýralæknir að nafni, Hege-
lund, hefur gert ýtarlegar tilraunir með
þetta og tekist ágætlega. Bezt geng-
ur það með ungar lágmjólkar kýr, auð-
vitað verður fóður og hirðing að vera
í góðu Iagi. Hr. Hegelund hefur um
nokkur ár gert ýmsar tilraunir og at-
huganir um mjaltir á kúm, og hefur