Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 5

Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 5
PLOGUR. 85 an hátt, kauplaust. Það er ó- beinlínis embættisskylda þeirra, «nda viðurkenna þeir það margir. Það er sagt, að prestarnir eigi að ganga á undan sóknarbörnum sínum með góðu eptirdæmi. En þ)að geta þeir því að eins, að J)eir sýni svo mikinn náungans- kærleik og ósíngirni, að þeir verji tíma og kröptum, til þess að auka •og efla andlegt líf hjá söfnuði sínum. Andlegt líf segi eg, eins og þeir ekki eigi að efla það hjá sóknarbörnum sínum á hverjum belgum degi í kirkjunni. Jú, það oiga þeir að gera og það gera þeir margir vel. En þegar um andlega vakningu hjá alþýðu er að fæða, þá er það fleira, sem getur þroskað og glætt sálarlífið en ræður út af guðspjöllunum. Máske það væri ekki óheppi- legt, að vekja hjá alþýðu kristi- íega og siðferðislega lífsskoðun á öðrum stað en í kirkjunum, og nieð annari aðferð, en kirkjan befur vanalega gert. Og þeir rnenn, sem til þess eru bezt falln- >r, eru menntaðir kristnir leikmenn, en alls ekki sjálfir prestarnir. Hvað góður sem presturinn er, °g hve mikla löngun sem hann hefur og góða krapta til þess, að vekja hjá trúardaufum mönnum kristilega lífsskoðun, þá tekst hon- það aldrei eins vel og mennt- nðum alþýðumantii, sem sjalfur hefur brennandi áhuga á því, að kenna mönnum hollar lífsskoðanir. Þetta munu prestarnir sjálfir bezt kannast við. Og tel eg ó- þarfa að eyða orðum að því, í hverju það liggur. Spurningar og svör. 1. Víða þar sem úthey er þurkað á túnum, verður sina eptir, sem ekki er tekin vel upp úr rótinni. — Skemmir þetta ekki túnin? (P. B.). Svar: Jú, sinan er ávalt mesti skaðræðisgripur. Hún fúnar ekki en situr sem skán í rótinni, og er því til hindrunar, að áburðurinn komist vel ofan í rótina, einkum sé mikið af henni. Er því árlðandi, að raka sin- una vel burtu, eins og hvern annan I óþverra úr rótinni. — 2, Skemmir það ekki einnig túnin að láta hesta og kýr bíta á túnunum á haustin? (P. B.). Svar: Jú. Margopt er búið að tala og skrifa um þetta, og þó sjást nálega á hverjum bæ öli hross heim- ilisins dag og nótt á túnunum eptir að kemur fram í september. Hvað kýrnar snertir má fullyrða það, að þær skemma ekki túnin neitt til muna, að minnsta kosti ekki meira en sem svarar þeim hagnaði, sem bóndinn hefur af því, að beita þeim á túnin, eptir að úthagar fara að fölna A engum tíma ársins ættu hestar að bíta tún. Og það er sorg- legur trassaskapur af góðum búmönn- um, að þeir skuli með ánægju horfa á hross sín og annara í þessum litla,

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.