Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 8

Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 8
88 PLOGUR. þá föstu reglu, að enginn megi hafa nokkra bók lengur en 2— 3 vikur til þess að koma í veg fyr- jr það, að bækurnar liggi mjög lengi hjá hverjum. En að lata hverja bók ganga bæ frá bæ eins og sumstaðar er siður, álít eg rniður heppilegt, því á því mundu bækurnar fara hálf illa eða í öllu falli ver en á því, að hver fái þá bók, sem hann biður um. Sumstaðar hefur það verið sið- ur, að menn hafa haldið út sveita- blaði, annaðhvort í sambandi við lestrafélögin eða þá þeim óvið- komandi. Og hefur það verið mjög góður siður, því sveitablöð ættu að vera til í hverri sveit. Ættu þau bæði að vera fræðandi og skemmtandi. Og þar að auki æfast þeir, sem í þau rita á það, að láta hugsanir sínar í ljósi með pennanum. Mundu blöðin flytja greinar um öil almenn mál sveit- arinnar og þjóðarinnar í það heila, og svo sögur og kvæði til skemmt- unar. Og væri blaðið þannig úr garði gert mundi það verða kær- kominn gestur á hvert sveita- heimili. (Niðurl.). y. f. j§Jj§r~ Búmenn og búfræðingar eru beðnir að láta Plóg sitja fyrir því, sem þeir skrifa um búnað. Sérstaklega óskar Plógur þess, að honum séu sendar spurningar til úrlausnar og skýrslur um afurðir af búfénaði þaðan, sem skepnur gera mjög gott gagn og getur skoðast sem fyrirmynd, sem aðr- ir geti reynt að nálgast. Frumatriði jarðræktarfræðinnar eptir Sigurð Þórólfsson fæst tií sölu hjá öllum bóksölum út um land. Tveir fyrirlestrar til sölu hja ritstjóra Plógs: Jean Jac. Rousseau og Kraptur hins lifandi orðs og Iýðfræðslan eptir Sígurð Þórólfsson. Þeir kosta hver um sig að eins 20 aura. Hver bóndi hefur að minnsta kosti gagn fyrir að iesa síðari fyr- irlesturinn. Þeir, sem skulda fyrir Plóg eru áminntir um, að greiða skuidir sínar sem allra fyrst til undirritaðs, er hefur alla innheimtu blaðsins á hendi. Það væri hart, ef Plógur þyrftf að hætta fyrir óskilvísi kaup- endanna. Rvfk 26. okt. 1905. Hannes Þorsteinsson. PLÓGUR kostar að eins 1 krónu árg., 12 tölu- blöð. Flytur góðar og gagnlegar greinar búnaði viðvíkjandi o. m. fl->- er bændutn er nauðsynlegt að athuga. Plógur er stuttorður og gagnorður, heldur allt afþví sniði og þeirri stefnu, sem hann byrjaði með. Kaupið því PLÓGI Það borgar sig vel. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Signrðnr Þórólfsson. Prentað í prentsmiðju Þjóðólfs.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.