Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 7

Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 7
PLOGUR. 87 komið þ^nnig líkamanum að notum; mikið af fæðunni gengur frá mannin- um ómelt, eins og flestir munu skilja. Þannig má og segja um jurtirnar. Þær hafa ekki not af öllum áburði. Það er ekki aðalatriðið, að hann sé mikill fyrirferðar, heldur hitt, að hann sé kröptugur og auðleystur. En krapt- efnin og þau, sem eru auðleystust í áburðinum, eru venjulega farin úr honum að mestu leyti, áður en hann kemst niður í moldina. — Þetta er þess vert, að taka til íhugunar. — 7. Er betra að vinna mjög snemras á túnum á vorin? (P. B.). Svar: Já. — Undir eins og vetr- arklaki er leystur af túninu, er tími til að byrja á ávinnslu. Því fyr, sem ávinnslan getur farið tram, því betri Jjot hefur túnið at áburðinum. 8. Mjólka ekki kýr betur, ef taðan •er söltuð? (P. B.). Svar: Jú. — Heyið er lystugra -og meltist betur. Kýrin þarf meira að drekka, og þykjast menn hafa reynt það, að kýrin mjólki þá betur. En vatnið verður að vera hreint, nýtt, og þó ekki mjög kalt, nema kýrnar séu vanar við kalt vatn. g. Er ekki verra að láta fé liggja lengi úti fram eptir haustinu, eptir að jörð er orðin freðin eða snjór fallinn til muna? (P. B.). Svar: Féð hefur betra af húsa- vistinni en útilegunni- Kuldinn að Oöttunni háir því. Það er líka mjög hætt við því, að ofmikill kuldi, þegar skepnurnar liggja á klaka, bæti ekki Eeilsufar skepnanna. Einkum þykir það bezta ráð til þess að forðast bráða- sótt, að hýsa fé snemma. — Lestra- og fyrirlestrafélög. Á hinum síðustu árum hefur menntun alþýðu mjög mikið auk- ist, og má vafalaust töluvert þakka lestrafélögunum um þá framför, þótt þau fullnægi ekki þeim kröf- um, sem slík bókasöfn ættu að gera og geta gert, ef að þeim væri haganlega fyrir komið. í flestum héruðum landsins munu nú vera komin lestrafélög, auð- vitað mjög mismunandi að stærð og gæðum. En augnamið allra þeirra er eitt og hið sama nfl. að veita héraðsbúum kost á skemmti- legum og fróðlegum bókum fyrir lítið verð. En frá því fyrirkomu- lagi, sem mörg þeirra hafa nú, þarf ýmsu að breyta til batnaðar. Fyrst og fremst er það áríð- andi, að lestrafélög komist á fót það allra fyrsta í þeim sveitum, sem þau ekki eru í. Og að þeim verði svo haganlega fyrirkomið, að sem flestir geti haft not af þeim. Heppilegast álít eg, að bækurnar séu geymdar í einum eða tveimur stöðum eptir því hvað lestrarfélagið nær yfir stórt svæði. Og að áreiðanlegum mönn- um sé falið á hendur að hafa út- lán og eptirlit á bókunum. Skulu þeir menn hafa nakvæma skrá yfir bækurnar og eins yfir útlán þeirra — hvenær þær fara og koma. — Og væri réttast að hafa

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.