Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 6

Plógur - 01.11.1905, Blaðsíða 6
86 PLOGUR. eina, ræktaða bletti, sem fylgir hverju ábýli. — 3. Skemmir það ekki tún, að slá há á þeim? (P. B). Svar: Nei. — Það skemmir meira túnin, að láta skepnurnar slá hána. Að vtsu er það ekki ráðlegt, að slá há mjög seint, tæplega seinna en 17 vikur af sumri. 4. Er ekki betra að gefa fé salt á vetrum, einkum ef heyið er dauft, sem gefið er? (P. B.), Svar: Jú. Saltið bætir melting- una og eykur lyst skepnunnar. Bezt væri, að salta altaf hey, þegar það er bojið saman, einkum töðu, og er á- litið nóg, að hafa 1 skeffu af salti í kýrfóðrið. Saltað hey brennur naum- ast eptir því, sem gamlir bændur segja, sem hafa reynt þetta. 5. Er ekki verra að gefa hestum bleytt korn en hafra? (P. B.). — Svar: Þegar fæðan er þur, þá eru munnvatnskirtlarnir neyddir til að gefa nógan vöka frá sér til þess að bleyta fæðuna. Og þegar um þetta mál er að ræða, bleytt eða óbleytt korn, er nauðsynlegt að vökvinn frá munuvatnskirtlunum sé sem mestur, því munnvatnið (meltingarefni þess) stuðlar að gagnlegum efnabreytingum 1 fæðunni, og léttir það undir starfi annara meltingarfæra skepnunnar. Skepnan, eða réttara sagt hesturinn, hefur þannig betri not af korninuí það meltist betur. Vatnið, sem korn- ið er bleytt í, getur alls ekki komið í stað meltingarvökvans frá munn- vatnskirtlunum. Meltingarvökvi mag- ans eða þarmvökvinn geta ekki tek- ið að sér þau störf, sem munnvatns- kirtlarnir hafa á hendi. — Afleiðing- in af því, að gefa hestunum bleytt korn, í staðinn fyrir óbleytt, er sú, að meira fer til ónytis af því, það- getur ekki eins vel samlagast líkam- anum og ella. 6. Er ekki betra að moka úr öll- um áburði, sem borinn er á tún, undir eins á haustin? (P, B.). Svar: Jú. — En þó má geta þess, að þar sem halli er mikill, er vara samt að dreifa úr áburði á haustin, ef hætt er við, að leysingarvatn geti skolað burtu miklu af áburðinum Er þá bezt, þegar svo stendur á, að bera þar ekki á að haustinu, en bera þar á, um eða eptir sumarmál f þíðu, þegar vetrarklakinn er leyst- ur af. Annars held eg, að það sé lítill frjófgunarkraptur, sem túnin fá úr þeim áburði, sem allt sumarið er úti og mætir skúr og skini, og allt þvag er sigið burt úr, siðan er borin frern- ur strjált á að haustinu, og ekki dreifður um völlinn; að vorinu er þetta áburðarhrat svo mulið, og opt fer svo, að fullur þriðji hluti þess gengur ekki niður í jörðina, en er rakað af. — Það, sem jurtunum er ætlað til næringar er aðallega það, sem þ*r hafa lítil not af, hratið, það, sem þret ekki rnelta, 'eða réttara sagt það, sem jcrðin hefur engin tök á að leys* upp handa jurtunum, „Það er ekki allt matur sem í mag- ann fer", segir máltækið. Það er að skilja, fæðan getur ekki öll melzt og

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.