Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 1
Forspjall
Haustið 1899 kom út á Akureyri bæ'klingur einn, sem þá
vakti talsverða athygli. Hann var ekki stór í sniðum, né
skrautlega úr garði gerður, og aðeins 66 blaðsíður, enda
verðinu stillt í hóf, kostaði innheftur í kápu 50 aura. En
kverið var allt að einu nýstárlegt og harla girnilegt til fróð-
leiks.
Þetta voru „TiÖindi prestafélagsins í hinu forna Hóla-
stifti“, frásögn af öðrum fundi þess, sem haldinn liafði ver-
ið á Akureyri þá um sumarið, og tvö veigamestu erindin,
sem þar höfðu verið flutt. En í bókarlok kom svo, sem eins
konar ábætir, hið mikla söngljóð síra Matthíasar um Hóla-
stifti, „minnisstef hinnar fornu Hóladýrðar", og gaf það
ekki þessu litla, yfirlætislausa kveri sízta gildið í augum
almennings.
Frá útkomu þessa fyrsta rits íslenzkra prestasamtaka eru
nú liðin sextíu ár. Prestafélag íslands reis á legg 1918 og
hóf skömmu seinna útgáfu tímarits, og hefur haldið því
áfram síðan, eins og kunnugt er, fyrst „Prestafélagsritsins"
(1919—1934), þá „Kirkjublaðs“ (1933—1934) og loks
„Kirkjuritsins" (frá 1935). Og eins hefur Prestafélag Vest-
fjarða, öðru hverju um langt skeið, átt sitt málgagn, „Lind-
ina“.
En elzta prestafélagið í landinu hafðist ekki að í þessum
efnum, nema í þetta eina skipti, á öðru starfsári sínu, eins
og áður segir. Og mun það þó á stundum hafa hvarflað að
sumum félagsmönnum, að úr þessu þyrfti að bæta.
Almennar umræður um málið hefjast samt ekki, það ég
veit, fyrr en sumarið 1949, er síra Ingólfur Þorvaldsson í