Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 59
T í Ð I N D I
63
borðið og þar færði hann embættisbækur sínar. En það
vann hann af þeirri snilld og fyrirmynd, sem bækur embætt-
isins munu alla tíð bera vott um.
Félagsstörfin voru fleiri en hægt er að nefna. Auk þátt-
töku í félögum bæjarins var hann um skeið umdæmisstjóri
Rótaryfélaganna á íslandi og ferðaðist til Ameríku og
Evrópu í þeim erindagjörðum. Allsherjar-kirkjuþing sótti
hann 1925 og var það haldið í Stockhólmi.
Þótt séra Friðrik væri störfum hlaðinn,- var hann ávallt
fús og reiðubúinn til þess að liðsinna þeim, sem til bans
leituðu. Hann var óvenjumikill þrekmaður og unni sér
ekki hvíldar. E. t. v. hefur heilsa hans bilað fyrr en ella af
þeim sökurn.
Eitt mesta stórvirkið, sem unnið var á starfsárum séra
Friðriks í þessum söfnuði, er bygging Akureyrarkirkju. —
Saga þess máls og þáttur vígslubiskupshjónanna var rakin á
15 ára afmæli kirkjunnar. Þau sáu stóran draum rætast, er
hið veglega musteri reis af grunni til vegsauka og blessun-
ar fyrir Akureyrarbæ. Þar var þeirra þáttur stór. Forusta
séra Friðriks í málefnum safnaðarins var örugg, — og með
stofnun Kvenfélags Akureyrarkirkju vann frú Ásdís fagurt
verk til heilla fyrir kirkjuna.
Þegar séra Friðrik varð sextugur, var þeim hjónum hald-
ið heiðurssamsæti og kom þá glöggt í ljós, sem oft endra-
nær, hinn mikli hlýhugur, sem hinn virðidegi kirkjuhöfð-
ingi átti meðal safnaðar og bæjarbúa.
Hann hafði verið sæmdur heiðursmerkjum hinnar ís-
lenzku fálkaorðu og St. Ólafsorðunnar, — og í vetur var
hann sæmdur stórriddarakrossi með stjörnu fyrir dyggilega
unnin embættisstörf í hinum stóra verkahring, en það er
æðsta heiðursmerki, sem ísland getnr veitt.
Eg færi séra Friðrik einlægar þakkir fyrir öll hans störf
í þessi 27 ár, — Akureyrar- og Lögmannshlíðarsóknir þahka
honum, sóknarnefndir og vér sóknarprestar, safnaðarfnll-
trúar, kirkjukórar og organistar, kirkjuverðir, meðhjálpar-