Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 18
22
T í Ð I N D I
aðar. Hef ég engar fundargerðir fundið fyrir árið 1905 og
1906. Hefur fundur sennilega fallið niður a. m. k. 1906,
enda var þá óvenjuhart vor.
Verður hér aðeins minnzt á fáein atriði enn frá þessum
fyrstu fundum.
A fundi á Akureyri 1901 flutti sr. Matthías snjallt erindi,
hvernig ætti að „sætta kirkju vora og hina verzlegu menn-
ingu.“
Á sama fundi var birt boð frá ísl. guðfræðikandidat í
Danmörku að ferðast um landið á vegum Indre-Missonar-
innar dönsku og prédika, ef fundurinn vildi samþykkja.
Á sama fundi er einnig þessi bókun: „Forseti bar fram þá
beiðni frá cand. theol. Sigurbirni Á. Gíslasyni á Jótlandi,
að fundurinn vildi skora á „Bestyrelsen for den danske
Indre-Mission“ að styrkja hann til að ferðast um og prédika
svo sem eitt ár á íslandi.“
Eftir alllangar umræður var þessi tillaga samþykkt:
„Fundurinn er fyrir sitt leyti því mótfallinn, að „innri-
missionin“ fari að senda prédikara hingað og getur því eigi
sinnt þessari beiðni.“
Á sama fundi var samþykkt áskorun til Alþingis „að bæta
svo eftirlaunakjör sr. Péturs Guðmundssonar emeritprests
frá Grímsey, að hann þurfi ekki að líða nauð í elli sinni“.
Hér vil ég geta þess, að eitt sinn gaf félagið sjóð sinn all-
an þurfandi bróður.
Hér fer og vel á að tilfæra orð sr. Hjörleifs Einarssonar,
er bæði lýsa honum og þeim anda, er virðist hafa ríkt á
fundum þessum. Hann segir: „Vér getum óhræddir aðhyllzt
hverjar einar nýjungar, sem sprottnar eru af kærleiksrót.
Þær geta eigi annað en lífgað og fjörgað vort kirkjufélag.“
Ég dreg hér fram þessi atriði án athugasemda og skýringa.
Hver og einn getur dregið af þeim þær ályktanir, sem hann
vill um skoðanir félagsins, störf þess og stefnu.
Ég rek nú ekki miklu meira sögu einstakra funda. Á þeim
var rætt um kirkju- og kristindómsmál, t. d. flutti sr. Bjarni