Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 30
34
T í Ð I N D I
bræðra, styrki þá og örvi í starfi. Finna þetta ekki hvað sízt
ungir prestar, sem eru að hefja prestsþjónustu.
En hafi félagið unnið nokkuð á út á við, hygg ég, að það
sé einkum í tveim greinum.
Það hefur unnið að því að skipa Hólastað kirkjulegri sess
en var um skeið og verið þar í samstarfi með öðrum aðilum
svo sem þjóðminjavörðum fyrrverandi og núverandi og fé-
lagssamtökum innan Skagafjarðar, svo sem Hólanefnd. En
í henni á meðal annars sæti skólastjórinn á Hólum, sem
jafnan hefur borið mjög hita og þunga Hólahátíða og greitt
fyrir prestum í fundarhöldum þeirra á staðnum.
En svo hygg ég, að ekki sé ofmælt, þótt sagt sé, að félagið
hafi átt sinn þátt í þeirri hugmynd, síðan ósk og loks kröfu,
að Hólabiskupsstóll verði endurreistur annað hvort í fornri
mynd sinni eða jafnvel stækkaður um Austfirðingafjórð-
ung. Endurreisn Hólastóls er nú beinlínis stefnuskráratriði
Prestafélag hins forna Hólastiftis og um það grein í lög-
um félagsins.
Eftirmáli:
Annað erindi um Prestafélag Hólastiftis var samið af
undirrituðum og flutt við hátíðarhöldin í Hóladómkirkju
10. ágúst 1958. Það nefndist „Endurminningar og vonir“
og er prentað í nóvemberhefti Kirkjuritsins sama ár. Höfð-
um við síra Helgi heit. samvinnu um þetta og ætluðumst
til, að erindin bættu hvort annað upp, og gæfi bæði all-
skýra mynd af sögu félagsins.
Sigurður Stefánsson.
Myndirnar á bls. 19, 21, 23 og 25 eru af húnvetnsku og
skagfirzku prestunum, sem sátu stofnfund Prestafélags Hóla-
stiftis á Sauðárkróki 1898. Myndirnar á bls. 27, 29, 31 og 33
af Eyfirðingunum og Þingeyingunum, sem bættust í hópinn
á framhaldsstofnfundinum á Akureyri 1899.