Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 140
144
T í Ð I N D I
unnar og heyra, hefur verið hverjum söfnuði tilhlökkunar-
og fagnaðareíni. Enginn annar íslenzkur embættismaður,
stendur í jafn órofa tengslum við stórbrotna sögu sem hann.
Og það er sem hún stigi að nokkru fram og verði lífi gædd-
ari í hvert sinn, sem biskup fer í yfirreið.
Orð var á því gert, að þetta myndi í fyrsta sinn, sem
biskupsfrú væri með manni sínum á visitazíuferð norður
hér. Verður koma biskups mönnum enn minnisstæðari og
hugljúfari af þeim ástæðum.
Gjöf til Víðihólskirkju.
Hjónin Guðrún Jónasdóttir og Guðmundur Jónsson, út-
gerðarmaður á Rafnkelsstöðum, sendu Víðihólskirkju á
Hólsfjöllum að gjöf kr. 10.000.00. Gjöfin var til minningar
um sjötíu ára giftingarafmæli foreldra Guðrúnar, Jónasar
Fr. Kristjánssonar og Jakobínu Ástríðar Gunnarsdóttur, er
bjuggu í Fagradal á Fjöllum.
Óskað var eftir, að gjöf þessari yrði varið til fegrunar og
skreytingar á kirkjunni.
Skirnarfontur i Garðskirkju.
I haust var afhentur mjög vandaður og dýr skírnarfontur
í Garðskirkju í Kelduhverfi. Var hann gjöf frá Helga Hjart-
arsyni, Eyvindarstöðum, sem nú er látinn, gefinn til minn-
ingar um foreldra hans, Hjört Helgason og Maríu Björns-
dóttur, er bjuggu á Fyvindarstöðum.
P. Þ.
JÓNS ARASONAR FIÁTÍÐ AÐ MUNKAÞVERÁ.
Sunnudaginn 23. ágúst sl. var minnismerki það, sem lista-
maðurinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal hefur gert
um Jón biskiup Arason, afhjúpað við hátíðlega athöfn að
Munkaþverá. í tilefni af því fór fram hátíðarguðsþjónusta
í lnnni fornu klausturkirkju og hófst hún með skrúðgöngu
klerka til kirkju. Munu alls hafa veri viðstaddir 14 prestar.