Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 58
6 2
T í Ð I N D I
félags Hólastiftis, — og prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis
varð hann 1941, — og hafði hann þau störf með höndum
ásamt prestsstarfinu þangað til hann sökum sjúkleika lét
af embætti 1954.
Vér nemum staðar við kistu hans og lítum yfir farinn
veg. Það, sem hann var Lögmannshlíðar- og Akureyrarsöfn-
uðum, er mér sérstaklega falið að minnast á og þakka.
I meir en aldarfjórðung var hann sálusorgari yðar. — Sú
staðreynd opnar fyrir oss heim af minningum, sem er rík-
ari af tilfinningum og trú, en liægt er að tjá í nokkrum
orðum.
Hann var prestur af hjartans sannfæringu og köllun. —
Á meðan hún var ekki fyrir hendi, lá leiðin til annarra
starfa, — og vissulega hefði séra Friðrik orðið vegna hæfi-
leika sinna mtkilhæfur maður á sviði atvinnu- og viðskipta-
lífs, — og á sviði stjórnmálanna hefði hann einnig getað
unnið mikið verk fyrir þjóð vora, ef hann hefði gefið kost
á sér til þeirra hluta.
En hann fékk köllun til þess að gjörast prestur, — og
hann hlýddi kallinu og var hverjum manni starfsglaðari.
Hann naut sín í starfinu og átti frábæra hæfileika til þess
að leysa störf sín vel af hendi. Þau voru mörg, margþætt,
vandasöm og ábyrgðarmikil. Prestsverkin fórust honum
ágætlega úr hendi. Ræður hans voru fagrar, fróðlegar, mild-
ar og hlýjar og altarisþjónustan lotningarfull og listræn.
Hann var mikill söngmaður og tók á sínum tíma virkan
þátt í sönglífi bæjarins. Fræðslumálin lét hann mjög til sín
taka. Átti hann sæti í fræðsluráði, og var kennari eða próf-
dómari við skólana í bænum. Manna fróðastur var hann í
kirkjulegri löggjöf að fornu og nýju.
Yms nefndastörf voru honum falin innan kirkju og utan,
sem hann leysti af hendi af hinni alkunnu skyldurækni. —
Ritstörf voru honum hugleikin. Löngum sat hann við skrif-