Helgarpósturinn - 22.06.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 22.06.1979, Blaðsíða 9
—hs/QdrpOStUrÍnrL—Fösiiídagur 22. júní 1979 9 og pylsuát í regni Plastlúðrar I heimi þar sem sjálfstæöi þjdöa er býsna fallvalt er þaö skylda þeirra er viö sjálfstæöi búa aö fagna þvi — aö minnsta kosti af og til, jafnvei þótt þeir telji aö s iálfstæöiö m®tt i vera meíra og öruggara. Nú er nýliöinn þjööhátlöar- dagur okkar, 17. júnl, þrít- ugasti og fimmti afmælisdagur lýöveldisins, og ýmsar tilraunir til hátiöahalda hafa veriö geröar um land allt. Trúlega þarf mikla bjart- sýnismenn til aö skipuleggja útisamkomur á íslandi, og sem betur fer viröist vera nóg til af bjartsýnismönnum sem á hverju ári I sögu okkar unga lýöveldis hafa reynt aö skipuleggja stórbrotin hátlöa- höld allar götur siöan lýst var yfir stofnun þessa lýövéldis i stórrigningu á Þingvöllum. Þegar ég segi aö þaö þurfi bjartsýnismenn til aö skipu- leggja þjóöhátiöarfagnaö Islendinga þá á ég siöur en svo við aö íslendingum sé ekki jafn- umhugaö um og öðrum að gleðj- ast yfir sjálfstæöi sinu -+ þeim er meira aö ségja svo annt um þetta sjálfstæöi aö þeir hafa fal- ið annarri þjóö varðveislu þess — það er veðráttan sem gerir útiskemmtanir aö happdrætti meö ólöglega litlum vinningslik- um. Eöa kannski er það bjart- sýni þjóöar sem býr við óblitt veður en lifir I staöfastri trú á sólskin. Sautjánda júnl siöastliöinn vorum viö, sex ára gamall sonur minn og ég, staöráðnir i aö gleöjast með glööum og ösluöum niöur i miöbæ i skemmtanaleit. Viö rústirnar á Bernhöftstorfunni staönæmdust viö og litum yfir hátiöasvæöiö fánum prýtt, þar sem fólk reikaöi um i þolinmóöri leit aö dægrastyttingu,sem ekki virtist vera á hverju strái; nema hvað I sölutjöldum viö Lækjargötu gat fólk verslaösér til skemmtunar. Þessiverslun virtist aö mestu leyti vera rekin á vegum einhverra iþrótta- og heilsu- bótarsamtaka og þarna var á boðstólum ýmiss konar glingur sem hver fátækur sigauni heföi veriö stoltur af aö falbjóöa á sveitamörkuöum afskekktra byggöa þar sem litskrúöugt plast lokkar augaö. Allskonar bllstrur og lúörar og jafnvel stafir sem vældu þegar pjakkaö var með þeim í jörðina seldust eins og heitar lummur og gauragangurinn var þvilikur, aö afgreiöslufólkið var orðið hást af að æpa háar tölur til krókloppinna kúnna, sem fyrir siöustu vasapeningana sina létu þann draum rætast aö geta blásið einhverja lagleysu i plastlúður lýöveldinu til dýröar. Kannski var þessi músik betri en engin, þvi viö feögarnir fórum næstum því meö öllu á mis viö þann homablástur sem tilheyrir stórhátlöisdögum. Þó geröust þau undur og stórmerki aö þegar viö komum frá þvi aö huga aö fuglum á Tjörninni heyröum viö fagurt hornakvak og gengum á hljóöiö. Og viti menn; fyrir utan Iönó sat heil lúörasveit inni I strætis- vagni og blés af hjartans lyst, enda hljómburöur I strætis- vögnum trúlega ekki slöri en á öðrum stööum. I Austurstræti voru leikin dægurlög I pylsuvagninum, plastlúörar þeyttir og blöörur sprungu meö háum hvellum, og viö pósthúsiö stóö þungbúin mannþyrping meö svipuöu yfir- bragöi og gjarna sést á siysstöö- um eöa viö stórbruna. Viö slóg- umst I hópinn og ég lyfti drengn- um upp á axlirnar og spuröi hann siöan hvaö hann sæi: — Jú, það eru trúöar, sagði hann. — Og hvað eru þeir aö gera? spuröi ég, strax oröinn forvitinn þvi trúöar eru meö skemmti- legri mönnum. — Þeir eru að hella yfir sig vatni, sagöi drengurinn. Þetta þótti mér merkilegt, þvi þaö siöasta sem mér haföi til hugar komiö þennan rigningar- dag var aö hella yfir mig vatni. Þetta hlýtur þó aö hafa veriö satt, þvi ööru hverju sá ég vatnsgusur á leiöinni upp 1 loftiö til móts við þaö vatn sem var á leiöinni niöur. Ég er þó þvi miður hræddur um aö margir hafi fariö á mis viö þessa góðu skemmtun, þvi hana sáu ekki aðrir en börnin i fremstu röð, foreldrarnir aö baki þeirra og siðan börnin i þriöju röö seni sátu á öxlum for- eldra sinna. Fleiri skemmtiatriöi sáum viö ekki í miöbænum þennan dag, en auðvitaö höfum viö sann- spurt aö viö höfum misst af ýmsum óborganlegum atriöum svosem kassabilaakstri, viöa- vangshlaupi o.fl. En maöur getur vist ekki ginið yfir öllu. Þarna voru nokkrir útlendingar á kreiki, auöþekktir frá Islendingum á þvi aö þeir voru undir það búnir að lenda í rigningu,* plastlúöra höföu þeir enga en aftur á móti góðar, skósiðar regnkápur. Bæjarferö okkar feöganna lauk vitaskuld á heföbundinn hátt meö pylsuáti og leituöum viö afdreps undir Otvegsbank- anum. Svo héldum viö heim og fórum i þurrt. En þrátt fyrir allt þetta haföi skemmtanafikn okkar ekki veriö svalaö, svo viö fórum aftur á stúfana, ’itum viö á Kjarvalsstööum og skoöuðum siöan bilasýningu i Laugardals- höliinni. Slöan heim aftur aö ræða atburöi dagsins: — Var 17. júnl llka svona þegar þú varst lltill? spuröi hann. — Svonahvernig? svaraöi ég. — Bara svona, sagöi hann. — Ég ipan þaö ekki alveg, sagöi ég. — Þaö er eins og mig minni þaö hafi veriö meira sól- skin. Og pylsurnar betri. Og svo var sungiö á Arnarþóli og jafn- vel sýnd leikrit. — Jahá, sagöi hann. — Er ógurlega langt siöan þú varst litill? — Ekkert ógurlega, ég er jafngamall lýöveldinu. — Hvaða lýöveldi? — Islenska lýðveldinu. — Jæja, sagöi hann. Ertu jafngamall íslandi? Eigum við ekki að koma aö spila ólsen- ólsen? Svo spiluöum viö ólsenólsen og hvildum lúin bein þakklátir þeim bjartsýnismönnum sem ótrauðir skipuleggja útihátiðir i þessu regnvota lýðveldi. Aö ári veröur örugglega sólskin. Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Páll Heiöar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Siguröar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid í dag skrifar Þráinn Bertelsson VERÐUR „BJORINNFLUTNINGUR” BANNAOUR EOA LEYFÐUR ÖLLUM? Af þessum sökum mun. fjár- I málaráöherrum a.m.k.tveggja siöustu rikisstjórna hafa verið kynntar hugmyndir að breytingu I á framangreindri reglugerö, sem ganga i annaö hvort þá átt aö svipta farmenn þeim rétti aö flytja bjór inn i landið eða þá hitt aö leyfa öörum þegnum landsins aö njóta hins sama. Nú stendur fyrir dyrum ein- hvern tima á næstunni að taka umrædda reglugerö til endur- skoðunar af ýmsum sökum og aö sögn Björns Hafsteinssonar, deildarstjóra i tolladeild fjár- m ála ráðune yt isi ns munu hugmyndir aö breytingu á þeim ivilnunum, sem farmenn og flug- fólk nýtur, veröa kynntar Tómasi Arnasyni fjármálaráðherra. Viö spuröum Björn hvort þess væri að vænta, aö breyting yröi gerö á þessu reglugeröarákvæði um bjórinn: „Þaö er ekki mitt að 'taka ákvöröun um þaö. Ég býst viö aö þaö sé pólitísk ákvöröun,” sagöi Björn. Björn kvaöst vera þeirrar skoöunar, aö það væri visst ósamræmi i þessu efni og ráöherra yrbi kynnt það, þegar til endurskobunar á reglugerðinni kæmi. Fjármálaráöherra hefur það þannig i hendi sér aö leyfa að hluta bjómeyslu á tslandi meö þvi að leyfa almenningi, öllum feröamönnum, aö flytja með sér ákveðið tiltekiö magn af bjór inní landið! Taka af farmönnum og flugfólki þessi sérréttindi eöa láta óbreytt ástand gilda. — HH ENDURSKOÐUN A REGLUGERÐ í BÍGERÐ í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Svo getur fariö aö innan skamms veröi numiö á brott úr reglugerö ákvæði, sem heimila farmönnum og flugáhöfnum aö flytja meö sér bjór inn I landið. Tómas Árnason fjármálaráö- herra lýsti þeirri skoðun sinni i viötali við Helgarpóstinn, að hann teidi þessi sérréttindi óeðlileg. „Mér finnst þetta satt aö segja óeðlilegt, aö þeir sem hafa þaö aö atvinnu aö fara á milli landa fái sérstaka aöstööu umfram aöra i sambandi viö þetta,” sagöi Tómas. Hann vildi ekki frekar tjá sig ! um málið, þar sem hann hefur ekki fengið það til athugunar enn. Þannig er heldur ekki loku fyrir þaö skotið, aö reglugerðinni verði breytt á þann veg, að allir, sem koma heim frá útlöndum fái að njóta sama réttar og farmenn og flugfólk. Farmenn og flugfólk fær að flytja meö sér inn I „bjórlaust” landiö tiltekiö magn af bjór sam- kvæmt „.reglugerð um toll- frjálsan farangur feröamanna og farmanna viö komu frá útlönd- ! um” (nr. 95/1978). 1 Þar segir, að flugáhafnir megi hafa meö sér 12 bjórflöskur, en skipverjar á erlendum skipum og islenzkum skipum, sem eru 20 dagaeöaskemurí férðmega hafa með sér 24 flöskur. Skipverjar á islenskum skipum, sem eru lengur i féröum en 20 daga mega hafa meö sér 48 flöskur. Þessi regla er áratuga gömul og yfirleitt túlkuð af þeim, sem hagsmuna eiga aö gæta, sem launauppbót eöa eins konar friöindi, sem byggist upp á hefð. Ekki eru þó allir á eitt sáttir i þessu efni. Þeim, sem um fjalla ogfleirum þykir hér vera um augljósa mismunun aö ræöa. Almenningi I landinu sé bannað það, sem fáum útvöldum sé heimilaö. Og það i landi, þar sem bjór er bannaður. Valgerður Þóra M. Benediktsson: Nokkur lokaorð til Særúnar Stefánsdóttur 1 grein S.S. I Helgarpóstinum 15. júní sl. (um Grundarmálið) er þess gætt aö takast ekki á viö hinn raunverulega vanda og allt sniögengiö sem raunverulega þarf útskýringa viö. Ég trúöi ekki minum eigin augum þegar ég las þvælu S.S. I fyrstu atrennu á Elliheimiliö Grund I Helgarpóstinum. Hins- vegar varð ég ánægö þegar ég fór aö vinna á Grund og vonandi hafa augu min sýnt þaö. Samkvæmt Orðabók Arna , Böövarssonar þýðir elliær: 1 genginn I barndóm. Eftir þeirri sömu orðabók er merking orös- ins vanheill: sjúkur, ekki heill heilsu. Þvi miöur hef ég ekki læknaoröabók við hendina. Dylgjum um að ég lýsti ýktri mynd af Grund vísa ég algjör- lega á bug. Af hverju nefnirS.S.ekki nöfn meðsystra sinna I hanska- og óréttlætismálinu? Austurháaloftiö er neyöarráö- stöfun sakir sjúkrarúmaskorts borgarinnar. Þjóbin má sækja Grund heim og þar er frjálslegur heimsókn- artími. Veit S.S. hvaö þaö er aö ann- ast örvasa gamalmenni I heimahúsum? S.S. fylgist meö timanna rás og upplausn stór- fjölskyldunnar. I ádeiluskrifum þarf að kynna sér málin niöur I botn og skipu- leggja skrif sin. Valgeröur Þóra M. Benediktsson 17. júni 1979.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.