Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 29. júní 1979. lslendingar feröast mikiö til útlanda. Flestir fara til aö skoöa sig um og skemmta sér. En ekki allir. Sumir flýja bókstaflega land. Um þessa „flóttamenn” mun Helgarpósturinn fjalla örlftiö I samantektinni hér aö neöan. Um þrenns konar ,,flóttamenn”er aö ræöa. I fyrsta lagi menn sem hafa brotiö gegn Islenskum lögum og yfirvöld eru komin á slóö þeirra. Brot þeirra eru I rannsókn, þegar þeir taka þá ákvöröun aö blöa þess ekki aö snaran heröist um háls þeirra og þeir veröi dæmdir. Þeir flýja. Annar hópurinn, eru þeir menn sem hafa veriö dæmdir vegna misal- varlegra brota hér á landi. Aöur en þeim er stungiö inn, stinga þeir af. Þriöji hópurinn og ekki sá minnsti eru skuldakóngarnir. Hvaö gera islensk yfirvöld til aö hafa hendur I hári þeirra manna sem eiga óafplánaöa dóma hér á landi, en hafa fariö til útlanda. Þeir eru alls 18 menn sem hafa verið dæmdir hér á landi. Eru þessir menn hundeltir af islensk- um yfirvöldum og allt kapp lagt á aö ná til þeirra? Sumir þessara manna hafa skipt um lögheimili og hafa heimilisfestu i útlöndum. Aörir eru á mislöngu „ferðalagi”. Samkvæmt upplýsingum sem Helgarpósturinn hefur aflaö sér frá dómsmálaráöuneytinu, er ekki lagt ofurkapp á aö ná þess- um mönnum heim til aö stinga þeim inn. Vandamáliö er oft pólitlskt. Til aö hægt sé að fá menn framselda þarf oft aö fara eftir diplomatiskum leiöum. A Noröurlöndum eru i gildi samræmd lög um fullnustu refsi- dóma, sem kveönir hafa veriö upp i einhverju hinna Noröurlandanna. Þannig hafa veriö sett hér lög um fullnustu refsidóma, sem kveðnir hafa veriö upp i Danmörku, Finnlandi, Noregi eöa Sviþjóö. Er þvi hægt aö senda islenska dóma til fullnustu á hinum Noröurlöndunum og hefur slikt veriö gert i nokkrum tilvikum og sömuleiöis hafa veriö fullnustaöir hér dómar uppkveönirá öðrum Noröurlöndum Hins vegar hefur Island ekki gert samkomulag við önnur lönd en Noröurlöndin um gagnkvæma fullnustu refsidóma og veröa dómar þvi ekki sendir til annarra landa til fullnustu. Verulegar takmarkanir á framsali Þegar fullnægja þarf dómi yfir manni sem dvelur erlendis utan Noröurlanda er helsta úrræöi aö krefjast þess aö þaö riki sem Eru þeir lausir undan Islenska refsivendinum svo lengi sem þeir láta ekki sjá sig hér á landi? „Já, þaö má segja þaö. Þeir eru I meginatriöum stikkfri, nema auðvitað þeir hafi gert sig seka um stórkostlega glæpi, Morö eöa annað ámóta. Þá er aö sjálfsögöu lagt allt kapp á aö ná til þeirra.” — Má ekki fá hjálp Interpol (alþjóðlegu lögreglunnar) til aö ná þessum mönnum? „Jú, það er hægt. Viö getum fariö fram á þaö aö lögregla i ööru riki handtaki mann fyrir okkur. Vandinn er aftur sá aö fá viökomandi framseldan. Viö fá- um ekki beint neitum viö slikum framsalskröfum, en málarekst- urinn tekur langan tima. Oft svo langan aö þegar og ef hefur veriö gengið frá framsali, þá er ein- staklingurinn kannski floginn á braut frá viðkomandi landi.” — Þetta er sem sé nær vonlaust mál, annars staöar en á Noröurlöndum? „Þetta er afskapiega þungt i vöfum annars staöar, en þar. Ég myndi t.d. ætla aö framsalskrafa frá Islandi til einhvers Suöur- Amerisks rlkis tæki harla langan tima aö fá afgreiðslu hjá yfirvöld- um þar og væri i raun litill möguleiki á þvi að hún næöi nokk- urn tima fram aö ganga.” Svo mörg voru þau orö Jóns Thors. Menn ekki kyrrsettir áður en þeir taka út dóminn Það viröist þvi augljóst vera að þeir aöilar sem stinga af frá uppkveönum dómum á Islandi eru lausir allra mála.svo lengi sem þeir halda sig frá heimaland- inu. Þvi lengra sem menn fara, þvi öruggari eru þeir. Alls staöar annars staðar en á Noröurlöndum geta menn nokkurn veginn lifaö óttalausir viö hinn „langa” arm laganna. Þaö eina sem mögulega þau mál sem enn hefur ekki veriö dæmt i. Hvernig er staöan á þeim vettvangi? Hvaö gerist i þeim málum sem veriö er aö rannsaka og mikilvægt vitni eöa sakborn- ingur hverfur af landi brott? Þá er aftur komiö aö spurningunni um framsal. Blaöiö haföi samband viö Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómara vegna þess- arar hliöar málsins. „Þaö kemur fyrir aö mál strandi hjá okkur vegna þess aö vitni og/eöa sakborningur hverfur úr landi,” sagði Halldór. „Ég hef engar tölur um hve algeng slik dæmi eru en þetta gerist og á þessu er alltaf möguleiki.” „Nokkur mál fyrnast af þessum orsökum, þ.e. ekki tekst aö upplýsa málin eöa ganga frá þeim vegna vitnaleysis eöa ekki næst til sakborninga sem dvelja erlendis. Þaö þarf aö birta ákærendum ákæruskjaliö svo hægt sé aö taka mál og dæma i þeim. Þó má seinka fyrningu ef málinu er haldiö gangandi meö þvi aö þinga I þvi jafnt og þétt. Slikt gerist stundum, en auövitaö eru þvi takmörk sett hve lengi hægt er aö halda sliku áfram,” sagöi Halldór yfirsakadómari. Halldór Þorbjörnsson áréttaöi aö þaö væru ekki mörg mál sem sætu föst af nefndum ástæöum. 1 langflestum tilvikum kæmu menn til Islands á nýjan leik, eöa til þeirra næöist erlendis, svo oftast væri þvi hægt aö ljúka mál- inu meö dómi. — En er þá enginn möguleiki á þvi aö ná til þeirra manna sem þiö eigiö vantalaö viö, ef þeir dvelja eöa eru búsettir utan Evrópurikja. „Þaö er alltaf möguleiki. Þaö má reyna eftir diplómatiskum leiöum aö fá menn framselda. Aftur á móti tel ég slikar tilraunir mjög haldlitlar þegar um er aö ræöa Afrikuriki, riki Suöur- Ameriku og Asiu. Þaö gengi erfiölega er ég hræddur um að fá þessi riki til aö veita islenskum yfirvöldum réttaraöstoö. Þaö væri hægt aö reyna, en meö sum lönd væri þaö vonlaus tilraun,” sagöi Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari. Þarf að birta sak- borningnum ákæruna Þaö er þvi ljóst aö sama vanda- A FLOTTAIINDAN RETTLÆTINU hann dvelur i framselji hann til íslands. Þaö fer siöan eftir regl- um viökomandi rikis hvort viö framsalskröfu er oröiö. Viö nokkur riki eru i gildi gagn- kvæmir samningar um framsal, sem auðvelda meöferö slikra mála, en viöast hvar eru veru- legar takmarkanir á þvi aö riki framselji eigin borgara. Til aö framsalskrafa sé gerö þarf aö vera um allþungan dóm aö ræða og siöustu árin hefur ekki veriö aö mati dómsmálaráöu- neytisins tilefni til þess aö slik krafa væri gerð vegna dóms yfir manni sem dvelur erlendis. Helgarpósturinn haföi sam- band viö Jón Thors deildarstjóra i dómsmálaráðuneytinu og spuröist nánar fyrir um þessi mál. — Nú er talaö um aö ef framsalskrafa er gerö þá þurfi aö vera um allþungan dóm aö ræöa. Hvaö er allþungur dómur? „Það er oft matsatriöi. Hins vegar hefur veriö viö þaö miöaö aö krefjast ekki framsals ef dóm- urinn er vægari en fjögurra mánaöa fangelsi.” — Nú eiga þeir 18 aöilar sem eiga óafplánaöa refsidóma hér heima i langflestum tilvikum fleiri en fjóra mánuöi óafplánaða. Er þvi ekki full ástæöa til aö sækja þessa menn til útlanda og láta þá taka út sina refsingu? „Nokkrir þessara manna eru nú I fangelsum erlendis. Nú, hvaö öörum viövlkur, þá er ef til vill ástæöa til þess. Ég vii ekki fortaka aö til slikra ráöa, sem þú nefndir, veröi gripiö.” — Varðandi dæmda menn, sem búa eöa dvelja utan Noröurlanda. gæti kvaliö þá væri samviskan, en hún vegur nú einu sinni misþungt eftir þvi hver á i hlut. Þá vaknar aftur sú spurning hvort, ekkert sé gert til að hamla gegn þvi aö menn sem hafa veriö dæmdir, en ekki tekiö út refsingu sina, flýi land meö þessum hætti. Geta menn óáreittir og eftiriits- laust ef til vill selt allar sinar eig- ur, keypt farseöil til útlanda og flogiö i burtu. Eru þeir á engan hátt undir eftirliti. Þessi spurning var lögö fyrir Jón Thors I dóms- málaráöuneytinu. „Ef um alvarleg afbrot er aö ræöa sitja menn venjulega i gæsluvaröhaldi. Um annars konar kyrrsetningu er vart að ræöa.” — Ef yfirvöld fréttu af þvi, aö maöur sem biöi dóms, færi út i þaö aö selja allar eigur sinar og sýndi á sér greinilegt fararsnið, hvaö yröi gert. Yröi viökomandi ekki stöövaöur? „Þaö yröi dómara aö ákveöa það, hvort viðkomandi yröi kyrrsettur og þá meö hvaöa hætti þaö yröi gert.” Af þessum oröum Jóns Thors má sjá að eitthvaö þarf mikiö að ganga á, til aö yfirvöld stöövi feröir einstaklinga sem eiga óafplánaöa dóma. Ef þeir eru ekki i gæsluvaröhaldi vegna brota sinna, geta þeir nánast óhindrað fariö hvert þeir vilja. En ekki má skilja þessi skrif svo að islensk yfirvöld sitji meö hendur I skauti og geri bókstaf- lega ekkert til aö ná þessum mönnum heim. Ýmsar tilraunir eru I gangi. I dómsmálaráöuneytinu er hins vegar fylgzt mjög náiö meö ferö- um dæmdra manna og i'hvert skipti, sem dæmdur maður kem- ur til landsins eftir dvöl erlendis og viökomandi á eftir að fullnægja dómi, þá er ráöuneytiö strax komiö á slóö hans. Eirikur Tómasson, aöstoöar- maöur dómsmálaráöherra, og Þorsteinn A. Jónsson I dóms- málaráðuneytinu, kváöu eftirlits- kerfiö mjög virkt og raunar undr- uöust menn hversu skilvirkt þaö væri. Hvaöa leiöir væru farnar til þess aö afla þessara upplýsinga, vildu þeir aö sjálfsögöu ekki upplýsa. En þeir lögöu áherzlu á, eins og Jón Thors, að ráöuneytiö heföi i raun einvöröungu meö fullnustu dóma aö gera. Ráöuneytiö sæi um, aö dómum I opinberum mál- um, sakamálum, væri fullnægt. Þannig heföi þaö t.d. gerzt, aö kaupmaöur úr. Kópavogi, sem dæmdur var fyrir fjársvik, haföi flúiö land. Hann haföi setzt að i Kanada og hafiö þar verzlunar- rekstur. Þessi maöur haföi veriö á skrá dómsmálaráöuneytisins og um leiö og hann haföi veriö kom- inn til landsins haföi ráöuneytið gert ráöstafanir til þess, aö hafa uppi á manninum. Rétt i þann mund, sem til mannsins náöist, gaf hann sig hins vegar sjálfur fram i dómsmálaráðuneytinu. Sagöist hann þá vera kominn beinlinis til Islands til þess aö sitja af sér þann dóm, sem hann haföi fengiö. Hann vildi fá friö. Skráin um „eftirlýsta menn" litil að vöxtum. Skrá dómsmálaráöuneytisins um eftirlýsta menn er ekki mikil aö vöxtum. A henni eru, eins og fyrr sagði, aöeins 18 menn. Þar af eru 8 menn, sem dæmdir hafa verið i ávana- og fikniefnamál- um, tveir fyrir ölvun viö akstur og þjófnaöi, einn fyrir fjársvik og afgangurinn fyrir annars konar brot, öll minni háttar. Það, sem vekur athygli á skrá ráöuneytisins er, að þar eru aðeins tveir svokallaöir „skulda- kóngar”. Þeir eru ekki á listanum vegna þess, heldur af öörum ástæöum. Annar var þátttakandi I fjársvikamáli, sem varöaöi viö hegningarlögin. Hinn hafði ekki afplánaö itrekaöa dóma vegna ölvunar við akstur. Þessir 18 menn, allt karlmenn raunar, eiga óafplánaöa samtals 113mánuöi (9árog 5mánuöi) eöa rúma sex mánuöi á mann aö meöaltali. Taliö er, aö niu af þessum mönnum dvelji i Danmörku, 3 i Sviþjóö, 1 i Noregi, 11 Kanada, 3 i Bandarikjunum (þar af tveir Bandarikjamenn) og óvist er um dvalarstaö eins, samkvæmt upplýsingum dómsmálaráöu- neytisins. Helgarpósturinn hefur hins vegar fregnaö, aö þessi maöur dvelji nú I besta yfirlæti I Sidney i Astraliu, þar sem hann starfar á ferðaskrifstofu. Af þessum 18 sitja tveir i fangelsi I viökomandi landi. Vitaö er nákvæmlega um dvalarstaö hjá 4 þessara 18 manna og senni- legt taliö aö afla megi vitneskju um þrjá aöra án mikillar fyrirhafnar. En litum örlitiö á óupplýst eöa máliö er viö aö etja á þessum vettvangi og þegar menn hafa veriö dæmdir. Ekki er unnt aö dæma menn nema þeim sé birt ákæran áöur og þá er þaö þrautin sú aö finna þá og birta þeim á lög- formlegan hátt ákæruskjaliö. Siöan er unnt aö dæma i málinu þótt sakborningar séu erlendis. En þrátt fyrir þaö er aðeins hálf sagan sögö. Þá er vandinn aö visu úr höndum sakadómaraemb- ættisins, það hefur lokið slnu verkefni. En höfuöverkurinn er þá kominn til ^ómsmálaráöu- neytisins sem sér um aö fullnægja dómnum. Eins og hér hefur áöur komiöfram gengur erfiðlega meö þá hlið máisins. Helgarpósturinn haföi einnig samband viö Hallvarö Einvarös- son vegna þessa máls. Tók Hallvarður mjög I sama streng og yfirsakadómari. Vegna ýmissa tæknilegra erfiðleika væru menn sem rannsóknarlögreglan ætti eitthvaö vantalaö, ekki sóttir um langan veg, nema málið væri þvi alvarlegra. Hins vegar tók Hallvaröur þaö fram aö rannsóknarlögreglan færi oftast fram á þaö viö dóms- málaráöuneytiö, sem hefur milli- göngu i þessum málum, aö þaö reyndi aö fá þá menn framselda sem rannsóknarlögreglan vildi hafa hendur I hári. Þaö væri siöan þess aö meta hvort á þvi væri tæknilegur og/eða fjárhagslegur grundvöllur. En hvar eru skuldakóngarnir svokölluöu? Mennirnir, sem viö heyrum af og til um, aö stungiö hafi af frá skuldasúpum? Um þá er engar upplýsingar aö fá I dómskerfinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.