Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 9
ekki, þá greiðist tapið úr rlkis- kassanum. Rikisfjölrfiiðlarnir tveir eru satt að segja blóðsugur á hinum almenna markaði fjölmiðla. Útvarp og sjónvarp hrifsa til sin peninga sem annars mundu fara til hinna frjálsu fjölmiðla. Sjón- varpið gerir þetta með þvf að undirbjóða auglýsingaverð stór- lega. Oft er áhrifamáttur auglýsinga I dagblaði og sjónvarpi borin saman þannig að minúta í sjón- varpi á að jafngilda einni blaðsiðu i dagblaði. An e£a nær sjónvarps- minútan til fleiri áhorfenda. Það er þvi furðulegt að sjón- varpið skuli selja eina hag i að nota sjónvarp. Blöð og timarit mæta afgangi. Þessar auglýsingatekjur hrökkva að sjálfsögðu ekki til fyrir sjónvarpið. Þvi er lagt á afnotagjald. En meira að segja það er ot' lágt, sé aftur miðað við dagbiað. Dagblað kostar 42 þúsund krónur á ári i áskrift. Afnotagjald af sjónvarpi er innan við 20 þúsund krónur. Sjónvarpsnotandinn borgar helmingi minna, en fær meira fyrir sinn snúð. Sá verður liklega vandfundinn sem getur setið i þrjá tima á dag yfir blaðinu sinu. Þeir sem stitja þrjá tima daglega yfir sjónvarpinu eru hins vegar i meirihluta sjónvarpsnotenda. Hver er að stela? þess að fyrirtæki verja almennt minna fé til auglýsinga en annars staðar i hinum vestræna heimi. Útvarp og sjónvarp geta hins vegar greitt það sem upp er sett fyrir nobkin á erlendu efni. Þetta eru rikisreknir fjölmiðlar sem fá tekjustofna rétta upp i' hendurnar á silfurfati. Og ef tekjurnar duga auglýsingaminútu • á aðeins 140 þúsund krónur meðan siða i' dag- blaði kostar 420 þúsund krónur — og er ekki einu sinni i lit. Sjónvarpið undirbýður dag- blaðið um tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Enda er það svo að flestir þeir sem þurfa að auglýsa eitthvað að ráði telja sér Útvarpið er litlu skárra i undir- boðunum en sjónvarpið. Það na-r til landsmanna allan daginn, en þar kostar minúta af upplestri ekki nema um lOOþúsund krónur. Ofan á allt meinar rikið svo frjálsum fjölmiðlum að hafa tekjur af auglýsingum á vörum sem ríkið einmitt selur, og „Blöð hérlendis nota stolið efni fyrst og fremst vegna þess að þau komast upp með það, og vegna þess að þaö sparar peninga....” hagnast vel á, þ.e. áfengi og tóbak. Það tekjutap nemur tugum ef ekki hundruðum miljóna. Ef Eiður Guðnason hefur.áhuga að islensk blöð og timarit hætti að stela úr Time, þá hefur hann tækifæri til að sjá það i fram- kvæmd. Hann, og aðrir, ættu að beita áhrifum sinum til að stöðva undirboð rikisfjölmiðlanna á auglýsingamarkaðinum. Einnig þarf að hækka afnotagjöldin til jafnaðar við áskrift dagblaða.Þá fara blöðin kannski að hafa efni á þvi að greiða fyrir það sem þau verða að stela núna. mæli smákalla gegn öllu fasista- bullinu um Vietnama. Annað mál er að ég hef frá upp- hafi þularstarfs mins — það er lfðiðá 34 ár— reynt að lesa fréttir vandlega yfir áður en þeim er út- varpað, — flestir þulir vita að það borgar sig. Lengi var þetta einkar ánægjulegur undirbúningur i viðurvist menntaðra fréttamanna undir stjórn Jóns Magnús- sonar, — þar stóð ekki á upp- lýsingum um framburð erl. orða, né leiðbeiningum sem koma þulum vel. Einnig tóku Jón Magnússon og menn hans ævin- lega með vinsemd ábendingum þula, ef þær kynnu að verða til þessað eitthvað mætti betur fara i fréttum útvarpsins. Annars gerðist þess sjaldan þörf, — mál- smekkur fréttastjórans óskeikull og undirmenn hans frábitnir gol- frönsku og gúanói, — Björn Fransson, Bjarni Einarsson, Axel Thorsteinsson, Hendrik Ottóson, Thorolf Smith, Högni Torfason, Emil Björnsson og Stefán Jóns- son. Þvi miður er það orðið æ tlð- ara á siðari árum að maður neyð- ist til aö lagfæra málið á fréttum Útvarpsins, þar sem mörgum fréttamanninum virðist núorðið einkar ósýnt að tjá hugsanir sinar á mannamáli. Að sjálfsögöu dett- ur þulum ekki i hug að breyta e fni eða meiningu frétta, heldur eru allar leiðréttingar gerðar i anda Útvarpslaganna 5,april 1971. Þar segir svo i I. kafla, 3. grein: „Rikisútvarpð skal stuðla að al- mennri menningarþróun þjóðar- innarog efla islenzka tungu.” Ekki eru allir fréttamenn Út- varpsins mjög hrifnir af athuga- semdum og orðalagsbreytingum þula, né heldur „krassi í frétt- irnar minar”. Sumir hafa tamið sér fas og orðbragð götustráka: — kvudn djöfulin ert þú að skita i4 fréttirnar minar — ég vil ekki hafa þetta helvitis krass i hand- ritin min — haltu k jafti — éttu skít — o.s.frv. — Maður forðast i lengstu lög að eiga orðastað við þessa tegund, en fráleitt að nokkur fari að hatast við hana vegna skapbresta og geðvonsku. Hákarl segir frá „styrjöld” sem átt hafi upphaf i kjarasamning- um, er fréttamenn voru settir flokki ofar þulum fyrir nokkrum árum. Þuiir útvarpsins höfðu þá eins og ævinlega talið að þeir og fréttamenn ættu heima i sama flokki, — svo hefur verið frá setn- ingu launalaganna áriö 1945. Fréttamenn i kjaramálanefnd vorualveg á sama máli, en gengu að loknum samningumfylktu liði upp i ráðuneyti undir forystu Kára Jónassonar fréttamanns og fengu sighækkaða um einn flokk. Siðan þögðu þeir um afrekið, og það leið heilt ár áður en þulir komust að þessu drengskapar- bragði fyrir tilviljun. Eftir nokkurra vikna þóf var þetta leið- rétt og þulir haáikaðir I sama flokk og fréttamenn, en þá voru hinir siðarnefndu orðnir minni karlar en fyrr, — og þurfti enga „styrjöld” til. Hákarl segir frá „fjaðrafoki” sem varð þegar starfsmenn Veðurstofu Islands fóru að lesa veðurfregnir i' stað þula, og er frásögnin i stil „fréttamanna”. Siðurinn var innleiddur fyrir mörgum árum i sparnaðar og hagræðingarskyni fyrir Veður- stofu og Útvarp, starfsmönnum beggja stofnanna til ánægju og hægðarauka. Töluvert þvargvarð aftur á móti i fyrravor, þegar glæsilegur stjórnmálaleiðtogi á framboðslista Framsóknar- flokksins, Markús A. Einarsson lét til sina taka I útvarpsráði og kvartaði undan „masi” morgun- þula um veðrið I höfuðborginni og naut stuðnings veðurstofiistjóra máli sinu til framdráttar. Þessi útvarpsráðsmaður Framsóknar og fallkandidat lét ekki þar við sitja, en sakaði mig opinberlega um aö hafa snúið út úr og rang- fært veðurfregnir i morgunút- varpi. Útvarpsráð lét samt málið kyrrt liggja og taldi ástæðulaust aðræðaþaðvið morgunþuli. Við P.P. hættum aö sjálfsdáðun að minnast á veðnði morgunútvarpi, enda tel ég að veðurstofustjóri einneigi að fjalla um veðrið opin- berlega i' Sjónvarpinu, — hann er á sinn hátt manna skemmtileg- astur á skjánum. Það er ekki rétt hjá Hákarli að morgunþulum hafi fallið mjög illa breytingin við vetrardagskrár — upphaf siðastl iðið, þegar Morgunpóstur reið i hlað. Morgunþul (ég var einn þá stund- ina,— P.P. i frii) féll mjög illa að- ferðin sem útvarpsráð og út- varpsstjörnbeittivið breytinguna. Þá voruliðin 15árfrá þvi mér var falið að sjá um dagskrá frá kl. 7 til 8 á hverjum virkum morgni. Ekki leið á löngu að næsta klukkustundbættist viðog svo hin þriðja, fram að veðurfregnum kl. 10.10. Með árunum reyndist þetta einum manni ofviða, einkum þegar haldið var áfram morgun- útvarpi allt fram til kl. 12 á hádegi. Fór svo að P.P. var ráð- inn tíl þessara starfa, og höfum við síðan skipt verkum bróður- lega á milli okkar. En það var 4 dögum áður en siðasta vetrar- dagskrá gekk I gildi að Guðmund- ur Jónsson framkvæmdastjóri sagði mér frá fyrrnefndri ný- skipan i' morgunútvarpi. Mér þóttí útvarpsráð og útvarpsstjórn misbjóða gömlum starfsmanni með fáheyrðum dónaskap, eink- um þegar ljóst varð að öllum sem dagskrárbreytingin varðaði hafði löngu fyrr verið skýrt frá til- vonandi morgunpósti, — öllum nema manninum sem hafði haft morgunútvarp að aðalstarfi í 15 ár. Ég sendi þvi útvarpsstjóra og menntamálaráðherra bænar- skjal, og óskaði þess auðmjúk- legast að verða leystur undan svo þungbærri kvöð að þurfa á gamalsaldri gerast hallærisþulur i útvarpsdagskrám Páls H. Jóns- sonar og Sigmars B. Haukssonar. Ég var bænheyrður. Það sem Hákarl skrifar um Pétur Pétursson i fyrrnefndri grein er venjulegt frétta- manna-þvaður, og nenni ég ekki að fara út i' þá sálma, — Pétri er betur treystandi en öðrum mönn- um að hirta óuppdreginn stráka- lýð sem sullar saman óhróðri um fólk undir dulnefni. En hver er þá þessi blóðþyrsta skepna undirdjúpanna, og hvaðan hefur Hákarl fræði sin um starfs- menn Útvarpsins? Gunnar Eyþórsson fréttamaður hefði ekki þurft aðsignera mynd- ina af Pétri Péturssyni sem prýddi titt nefnda grein. Listrænt handbragð teiknarans dylst eng- um sem til þekkir, og G.E. hefur áður dregiö upp skemmtilegar myndir af samstarfsmönnum sin- um, — þærskreyta veggi hvildar- stofu fréttamanna útvarpsins. Þær eru þó gerðar áður en lista- maðurinn náöi fullum þroska og hugkvæmdist hin óhemju smekk- lega fyndni að láta módeliö kasta af sér vatni á hurðir og ganga. Svona smellin klmni hefur ekki þekkst siðan ádögum Butralda og verkið lofar meistarann. Sömu sögu eraðsegja af ritsnilldinni, — still höfundar er einkar kúnnug- legur, og það þótt hákarlarnir séu tveir. Ogeinmittáþessum júnidögum berst váleg frétt um landið: einn mesti stflsnillingur Fréttastofu Útvarpsins ætlar að hætta þjón- ustu sinni við hlustendur á næstunni, en stjórna i þess stað framkvæmdum islenskra banka- manna. En maður verður vist að hafa það, — allt leikur i höndum slikra manna, stjórn penna og véla og sambanda, — við megum sannarlega þakka fyrir að hafa þó fengið að njóta útvarpsmennsku Vilhelms G. Kristinssonar siðast- liðin 8 ár. Vonandi á útvarps- og sjónvarpsstjárnan einhverja smá stund aflögu næsta vetur fyrir Rikisútvarpið.ogíæri þa vei á aö hann léti til sin heyra á Beinni linu, i Kastljósi eða einhverjum ámóta þáttum sem öðrum stil- snillingi, Kára Jónassyni frétta- manni lætur svo vel að stjórna. Ve.gna verðleika sinna heftir Kári Jónfsson nú verið kjör- linn formaður Blaðamanna- félags Islandsi tvfgangoghlaðast á hann trúnaðarstörf. Gaman væri að heyra gömlu samstarfs- mennina VGK og KJ spjalla saman I útvarpi eða sjónvarpi einhverntima þegar þeim vinnst timi til. Hver veit nema Kári Jónasson noti þá tækifærið og rifji upp að gamni sínu Siðareglur Blaðamannafélags Islands sem honum og hinum stilsnillingnum eru áreiðanlega efstar I huga i hvert sinn er þeir drepa niður penna eða stinga blaði I ritvél. En hvort slikur boðskapur hefði sið- bætandi áhrif á blaðamennsku Hákarls verður að teljast mjög hæpið, — enda höfundar greina hans tveir litlir karlar. Þökk fyrir birtínguna Jón Múli Arnason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.