Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 24
—helgarposturinrL- Föstudaqur 29. iúní 1979. ® A sýnodus sem nýlega er lok- iö á Isafiröi ræddu prestar mjög sin á milli hver væri llklegastur sem eftirmaöur Sigurbjarnar Einarssonar i embætti biskups, en biskupinn hefur sem kunnugt er látiö aö þvi liggja aö hann sé farinn aö hugsa sér til hreyfings. Þykir prestum eölilega miklu máli skipta aö vel takist til um arftakann, ekki slst í ljósi þess aö mál manna er aö i tiö Sigurbjörns hefur kirkjan þótt sækja í sig veöriö, a.m.k. nú hin seinni ár. Á þessum tuttugasta sýnódus heyröust fyrst og fremst þrjú nöfn nefnd sem líklegir arftakar bisk- ups. Tvö þeirra eru nöfn kunnra og reyndra kennimanna, — ólafs Skúlasonar, dómprófasts og Péturs Sigurgeirssonar, vigslu- biskups. Þaö þriöja er hins vegar nýtt og litt þekkt. Þaö er séra Sig- mar Torfason á Skeggjastööum. Hefur þaö fengiö mikinn hljóm- grunn i hópi yngri manna i prestastéttinni aö tefla honum fram f biskupsembættiö... 9 Ráöherrar flokkanna eru misjafnlega þægilegir viö blaöa- menn. Magnús H. Magnússon, félagsmálaráöherra mun al- mennt talinn einkar skilnings- góöur á blaöamannsstarfinu og nauösyn upplýsingar, — svo mjög reyndar aö sumum pólitikusum finnst þaö ganga heldur langt. Þannig var þaö um daginn, aö Magnús mun hafa veriö aö ræöa um mikilvæg mál viö ólaf Jóhannesson, forsætisráöherra I beina símanum sinum. Þá hringir aöalsiminn og er sagt aö annaö siödegisblaöanna sé á linunni og I óskieftir samtali. Magnús brá viö skjótt og sagöi viö forsætisráö-' herra aö hann þyrfti aö tala viö blaöamann: ,,Ég tala bara viö þig seinna” sagöi ráöherra viö ráöherra... ^ Þaö hefur vakiö athygli aö fyrir skömmu breyttist tónninn I forystugreinum dagblaösins Vlsis um skeiö og varö öllu mildari. Astæöan mun sú aö báöir rit- stjórar blaösins voru I frli og leiöaraskrifin munu hafa veriö I höndum Kjartans Stefánssonar, blaöamanns... “ Sjónvarpsstarfsmenn ætla nú aö láta duga mótmælabréf sitt til útvarpsstjóra varöandi vinnu- brögö I útvarpsráöi um val I stööu forstööumanns Lista- og skemmtideildarinnar, og ekki hyggja á frekari aögeröir, — aö sinni a.m.k. Svo viröist sem ein- hverjar vöflur séu á útvarps- stjóraaö staöfesta niöurstööu út- varpsráös um Hinrik Bjarnason og gæti dregist fram yfir mánaöarmót. Þá eru sjónvarps- starfsmenn hins vegar komnir I fri. Slíkur dráttur viröist baga- legur fyrir alla aöila, þvl þar meö veröur hinn nýi LSD-stjóri aö setja sig sjálfur inn I starfiö vegna þess aö Jón Þórarinsson mun staöráöinn I aö hætta um mánaöarmótin júli-ágúst... “ Heyrst hefur aö hinn snjalli knattspyrnumaöur Asgeir Sigur- vinsson.sem leikiö hefur sem at- vinnumaöur meö belglska liöinu Standard Liege siöastliöin 5 ár hyggist snúa heim aö tveimur árum liönum, en þá er samningur hans viö Standard útrunninn. Asgeir hefur veriö mjög eftir- sóttur leikmaður og hafa evrópsku stórfélögin boðiö háar fjárfúlgur I hann, en Standard ekki viljaö selja. Þá er einnig ljóst aö mikilsvirtur leikmaöur eins og Asgeir þiggur einhver laun fyrir þennan starfa sinn. Hefur veriö talaö um aö mánaöarlaun hans teljist ekki I hundruðþúsunda heldur milljón- um. Asgeir er nú aö setja upp iþróttaverslun I Belgiu og selur þar meöal annars Iþróttavörur frá islenskum fyrirtækjum þar á meöal Henson — vörur. Ástæöan fyrir þvl aö Ásgeir hyggur á heimkomu fljótlega eru ekki fullljósar. Hann er aöeins 25 ára gamall og á enn eftir fjölmörg ár sem toppknattspyrnumaöur. Er þaö hald ýmissa aö hann vilji meö heimkomu sinni, ná á nýjan leik áhugamannsréttindum, en þaö tekur eitt ár. Er hann þá laus allra mála hjá Standard og getur tekiö hvaöa tilboöi sem er erlend- is frá, án þess aö fyrra félag hans taki stóran skammt tilboösins. Bandarlsku knattspyrnufélögin kaupa grimmt leikmenn og borga vel. Hefur þaö veriö nefndur sem mjög llklegur möguleiki aö As- geir Sigurvinsson liti opnum aug- um til bandarlska dollara- markaösins og vilji til Amerlku eftir aö hafa náö I áhugamanna- réttindin hér heima... 9 Við vorum heldur fljótir á okkur I siöasta Helgarpósti aö lofa þvl aö framhaldssögunni um útvarpsþáttinn 1 vikulokin væri lokiö. Nú er nefnilega Jón Björg- vinsson, sem veriö hefur stjórn- andi þáttarins, hættur. Mun Edda Andrésdóttir veröa stjórnandi I hans staö á móti Kristjáni Guö- mundssyni, og auk þeirra er þá I liöinu Guöjón Friöriksson. Spurn- ingin núna er þvl: hver veröur fjóröa hjóliö undir þessum eftir- sótta vagni? Veröur þaö annaö- hvort þeirra Arna Johnsen eöa Magdalenu Schram, sem voru I þeim upphaflegu tveimur liöum sem útvarpsráö sameinaöi meö alkunnum hætti? Eða veröur þaö einhver þeirra kandfdata sem nefndir voru varöandi útvlkkun á I vikulokin áöur en sameiningar- málin komust á dagskrá, — eins og t.d. einhver blaöamannanna Guöjóns Arngrimssonar, 6unn- ars Salvarssonar, Ingólfs Mar- ! geirssonar eða ólafs Hauksson- j ar? Eöa Ásta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir? Eöa Hjálmar Arnason (A tlunda timanum)? Landslýöur blöur spenntur eftir valinu, sem útvarpsráö hefur nú afsalað sér I hendur Eddu Andrésdóttur... • Fyrir stuttu var rætt á rikis- stjórnarfundi um tvær utanlands- ferðir. Taliö var nauðsynlegt, aö önnur yröi farin, en ráöherra vildi ekki fara hana, — eöa þoröi ekki. Hin feröin var talin meö öllu ónauösynleg, en ráöherra vildi endilega fara hana. Nauösynlega feröin, sem ráðherra vildi ekki fara, var feröin til Moskvu. Svavar Gests- son, oliumálaráöherra þvertók jfyrir aö fara til aö krefja Rússa lum endurskoöun á o&ukaupa- samningnum. Hin feröin, sem alls ekki mátti fara, en ráöherra var óður og uppvægur I aö fara, var ferö sem Steingrfmur Hermannsson, land- búnaöarráöherra, vildi fara þegar I staö til þess aö hóta þvl við varaforseta Bandarikjanna, að annaö hvort keyptu Banda- rikjamenn þósund tonn af Óðals- osti af Islendingum, eöa herinn jyröi sendur heim. #Samráöherrum Steingrims mun hafa þótt þetta heldur ein- kennilegt og reyndu aö leiöa mál- iö hjá sér. Endirinn varö sá, aö hann fékk ekki umboð rikis- stjórnarinnar til aö semja um Óöalsost og herinn viö Mondale, varaforseta Bandarikjanna... ® Frumvarpiö um áfengislaga- beytinguna, sem nokkrir ungir þingmenn lögðu fram á þingi sl. vetur, náöi ekki fram aö eanea en mun væntanlega sjá dagsins ljós aö nýju. Þingmennirnir ungu þrýstu ekki mjög á framgang frumvarpsins úr nefnd, þar sem þeim þótti stuðningur við frum- varpiö á þingi tvísýnn en meðan þeir voru aö kanna fylgiö, gengu þeirm.a. á fund Jóns Sólnesþöfö- uöu til frjálsræöiskenndar hans og báöu hann aö veita sér liö. „Alveg sjálfsagt strákar mlnir,” svaraöi Sólnes. „Nema hvaö nér finnst alveg vanta 6. greinina I frumvarpiö — um frjáls hóru- hús.” ® Útvarpsráö samþykkti ný- lega kaup á fjögurra þátta sjón- varpsmynd frá Bandarikjunum, sem tekin veröur til sýninga eftir aö sjónvarpiö er komiö úr sumar- frli. Þetta er þátturinn The Money Changers, sem gerö er eftir sögu Arthur Haley, hins sama og samdi Airport og sögu- fræg kvikmynd var gerð eftir... “ Einhver urgur er meöal sér- fræöinga I læknastétt og sumir hverjir hafa I hyggju ab segja sig úr sjúkrasamlaginu. Eftir þvi sem viö höfum haft spurnir af, hafa t.d. nokkrir beinasér- fræöingar I Domus Medica látiö þau boö ganga aö frá og meö mánaöamótum kosti lyseðillinn frá þeim kr. 5000 og ein sprauta kr. 10.000...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.