Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.06.1979, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Qupperneq 15
—helgarposturinn-Föstudagur 29. juní 1979. 15 Laugr«ás: NÝJASTI GRILLSTAÐUR BORGARINNAR Ný matstofa hefur opnað i Heykjaivik. Ber hún nafnið Laugáús og er til húsa að Laugar- ásvegi 1. Eigendur þessa nýja staðar eru, Ragnar Guðmundsson og Gunnlaugur Hreiðarsson, báðir reyndir i bransanum og hafa unn- ið við starfsemi sem þessa i 15 ár. Helgarpósturinn haföi ta^ af Ragnari og spurði út i starfsem- ina. Hann sagöi þetta vera litið veitingahús ,eða grillstað eins og það væri oft kallaö. Þeir hefðu. á boðstólum alla algengustu réttina og einnig væri i hádeginu „réttur dagsins”. Laugaás legði áherslu á fljóta og góða þjónustu, og s sendi matinn heim ef þess væri 5. óskað. f „Þá er rétt að láta þess getið,” hélt Ragnar áfram, ,,að við mun- | um opna mjög snemma á morgn- f ana þannig að árrisulir sund- 1 laugagestir og aðrir geti fengið sér i gogginn áður en þeir fara til vinnu. Fyrir þetta fólk verðum við með sérstaka létta rétti, eins og morgunbrauð, minútubrauð og fleira.” Þá sagði Ragnar að þeir Laugaásmenn myndu sérhæfa sig i svoköllum „gratineruðum” rétt- um, en það eru ostaréttir sem eru snögghitaðir i þar til gerðum ofni. Væru réttirnir svo heitir þegar þeir kæmu úr þessum ofn- um að borð veitingahússins væru flisalögð til að þola hitann. „Þetta hefur gengið allt stór- vel. Nóg aö gera og gestir okkar hafa verið ánægðir. Og við bjóð- um bara öllu góðu fólki að sækja okkur heim og kynnast matnum og þjónustunni af eigin raun,” sagði eigandi Laugaáss, nýjasta veitingahúss borgarinnar____GAS Frá Lauga-ási, nýjasta grillstaðnum i bænum. LlF OG FJÖR Á HÓTEL LOFTLEIÐUM „Við þurfum ekki að kvarta. Það er alltaf fullt á þessum tima árs”, sagði Hilmar Jónsson, veitingastjóri á Hótel Loftleiðum, i samtali við Helgarpóstinn. A Loftleiðum er aðstaða fyrir að halda alltað tiu fundi i einu, og þar eru tveir veitingasalir — blómasalurinn og kaffiterian. Að :sögn Hilmars eru matar- gestirnir i Blómasalnum um 70% útlendingar af hótelinu, en afgangurinn er tslendingar. í hádeginu er boöið uppá kalt borð, og þar er að jafnaöi á boð- stólum sýnishorn af islenskum mat — skyri, slátri, harðfiski og þessháttar — fyrir útlendingana að smakka. Hilmar sagði að matargestunum fjölgaði jafnt Boröað i Blómasalnum a Hótel Loftieiðum og þétt, en á Loftleiöum vinna 8 matreiðslumenn og 10 matreiðslunemar. A veturna er oft á tiðum boöið uppá erlenda skemmtikrafta i Blómasalnum, en sú starfsemi liggur niðri að mestu á sumrin. Þá voru i vetur haldin' geysi- vinsæl Sælkerakvöld i Blóma- salnum og þau verða væntan- lega áfram næsta vetur. Hilmar sagði að verði væri nokkuð stillt i hóf, og hægt væri að fá þriréttaða máltið fyrir um 3.400 krónur. Hinsvegar væri hægt að fá dýrari máltiðir, og allt uppi mjög dýrar, ef menn vildu. Kaffiteriuna þekkja tslendingar mun betur, og hún heldur alltaf vinsældum sinum. Kaffiterian er opin frá klukkan fimm á morgnana til átta á kvöldin, til hagræðingar fyrir útlendinga og aðra, sem þurfa að fara af landinu, eða útá land, snemma morguns. — GA Vaktþjónustan i fuilum gangi. vByrgja ekki brunn- in fyrr en börnin eru dottin ofanF’ Nýstárlegt fyrirtæki, Vakt- þjónustan s.f., hóf nýlega starf- semi sina i iönaöarhverfinu við - Smiðjuveg og Skemmuveg i Kópavogi. Að sögn framkvæmda- stjórans. Jóhanns Ó. Guðmunds- sonar er starfssviðið öryggis- varsla á svæðinu með tílliti til eldhættu, vatnsskemmda. inn- brota og þvf sem verða vill. Aðdragandinn að þessu var sá að Jöhann vann sem vaktmaöur hjá fyrirtæki og blöskraði hvernig staðið var að öryggismálum. Hann kom þvi að máli við nokkra aðila sem hafa fyrirtæki við Smiðjuveginn, og að lokum náðist samkomulag að hann og sam- starfsmenn hans tækju að ser þessa vaktþjónustu i öllu hverfinu. Vaktmaðurinn, eða mennirnir, þvi þeir geta verið fleiri en einn á hverri vakt, fara á milli fyrir- tækjanna og skoða þau, og halda á meðan nákvæma skýrslu yfir allar ferðir sinar, og það sem fyrir augu ber. Að sögn Jóhanns er þessi rúntur byggður upp á sérstöku kerfi, þannig að útilokað er fyrir veröandi innbrotsþjófa að læra á hann. Að sögn Jóhanns byggist starf- semin á góðri samvinnu við lögregluyfirvöld og trygginga- félögin. Fyrirtækið er sniöið eftir erlendri fyrirmynd, en uppfært við islenskar aðstæður. „Helsta vandamálið sem verður að yfirstiga”, sagði Jóhann, „er að Islendingar viróast alls ekki vilja byrgja brunninnn fyrr en aö minnsta kosti tvö eða þrjú börn eru dottin ofani”. Hjá vaktþjónustunni vinna fimm manns, en fyrirtækið sinnir öryggisvörslunni frá klukkan sjö á kvöldin, til sjö á morgnana, auk allra helga og fridaga. Að sögn Jóhanns er töluverð hagræðing i þessari þjónustu fyrir fyrirtækin sem hana nota, bæði vegna aukins öryggis, og einnig hag- stæðari iðgjalda hjá trygginga- félögum. Jóhann sagði að i undirbúningi væri að taka fleiri iönaðarhverfi inn i myndina, og einnig byðu þeir uppá þjónustu fyrir einstök stór- fyrirtæki. —GA Hljómsveit Stefáns P. ásamt leikurunum Júliusi Brjánssyni og Randveri Þorlákssyni, og Baldri Brjánssyni töframanni munu leggja land undir fót ibyrjun júli og skemmta landsmönnum. Að sögn Stefáns P. hljómsveitarstjóra eru þeir með skemmtipró- gramm fyrir alla aldurshópa, frá vöggubörnum til eitt hundraö ára. Tveggja tima skemmtun verður, þar sem Randver og Július flytja frumsamin gamanmál. Baldur verður meö ný töfrabrögö, t.d. mun hann láta töfrastaf svifa I lausu lofti i kringum sig. Þá mun hann einnig framkvæma þann fræga uppskurð, sem hann sýndi i sjónvarpinu. Inn i skemmtunina er siðan fléttað tóniistaratriðum. A eftir er siöan haldinn dansleikur. Meö i förinni verður stærsta „ljósashow” á Islandi, sem Hallvarður Sigurðsson, rótari hljómsveitarinnar smiðaði sjálfur. Fyrsta skemmtunin verður haldin helgina 6.-7. júli. Meiningin er að þaö verði hlööuball i ekta hlöðu rétt fyrir utan Selfoss. — GB Stefán P. og félagar æfa sig fyrir iandsreisuna. Hljómsveit Stefáns P. og fleiri um landið: Ekta hlöðuball? 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir frá kl. 16.00 SIMI 86220 Askiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30 Hljómsveitm Glæsir og diskótek í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld Spariklæðnaður Vtó kynnum fæói og klæói ur íslenskum landbúnaðarafurðum íslenskir urvalsréttir, íslenskur tískufatnaður, íslenskur list- iðnaður og islenskur DANSLEIKUR Fjölmargir heitir og kaldir lambakjötsrettir - kynningarverð Framreiddir kl. 20.00-21.00 Aðrir kynningaraðilar: Stéttarsamband bænda Jens Guðjönsson gullsmiður Glit Rammagerðin Osta- og smjörsalan Slaturfélag Suðurlands KARON samtökin svna tiskufatnað fra Alafossi og Iðnaðardeild Sambandsins Hljomsveit Birgis Gunniaugssonar Dansað til kl. 01 Borðapantanir í stma 20221 e. kl. 16.00. Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum borðum e. kl. 20.30 Súlnasalur Indlrei HP-mynd: Friöþjófur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.