Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 5
5 ■—-he/garposturinn- Föstudagur 29. jonr 1979 AA RRFYTA nn r/fta ” aiHU Dlmt 1 IH UU 1H ■■■ Undanfarnar vikur hefur heldur betur reynt á bæði þolin- mæöi og þrautseigju skrifara þessara llna. Hann , hefur nefni- lega verið niður f kjallara að „tffeyta og bæta” eins og þar segir, ogi þeim sviptingum hefur ýmislegt boriö viö og þær spann- að störf sem útlærðir múrarar, dúklagningamenn og smiðir að ógleymdum blessuðum málur- unum eru sérstaklega menntaðir til. Að vera helgarsmiður — var orðalag sem ég heyrði fyrst vestur i Bandarikjunum, þar sem islenskur viðmælandi minn gerði litillega grein fyrir þeirri fri- stundaiðju margra húseigenda að ditta að hýbylum sinum. En uppá siðkastið hefur maður gert gott beturen að „smiöa” um helgar — hver dagurinn hefur liðið af öðrum án þess aö séð verði fyrir endann á þvi sem gera þarf og nú er orðið knýjandi nauðsyn úr þvi hafist var handa á annað borð. Samræmis verður að gæta og fátt er eins leiðinlegt og verk, sem skilið er eftir hálfklárað — þar sem fá handtökskipta öllu máli — já skilja raunar milli þess sem kallamá þokkaleg „helgarsmiðs- vinnubrögCi'og klastur! Ekkert sjálfsagðara Raunar er það engin goðgá þótt maður ver ji sumarleyfinu til þess arna þegar haft er i huga, að fáar þjóðir munu standa okkur á sporði tslendingum i þvi að gera það sjálfir sem gera þarf og skiptir engu hvort menn eru að múra, mála, betrekkja, smiða — já og þykir ekki tiltökumál þótt öll fjölskyldan hjálpist að við aö ^Þjóðfélagsfræðingur I S-Kali- lorniu segir að aldrei hafi þeir verið fleiri amerisku eiginmenn- irnir sem haldi framhjá konum sinum. Dr. Lewis Yablonsky segir aö minnst helmingur allra banda- riskra karlmanna stundi kynlif utan hjónabands. Hann bætir þvi við, að hinn helmingurinn geri það ekki vegna þess að þá skortir tækifærin, eru veikir, eru að skilja við konuna eða að þeir eru hræddir um að upp komist. Yablonsky segir að afstaða manna hafi mjög breyst til þess- ara mála. Flestir karlmenn kunna ekki við að nota orð eins og „svikja”, „ótryggð”, „framhjá- hald” eða „kynlif utan hjóna- bands”. Finnst þeim þessi orð leggja siðferðilegan dóm á það sem þeir eru að gera. Yablonsky segir að þessir giftu menn vilji miklu frekar kalla þetta „að slæðast”. ®Ungt fólk getur verið elliærara en gamalt fólk. Rannsóknir sem Paul Coleman, prófessor I lif- færafræði við háskólann I Roch- ester, hefur haft með höndum, hafa sýnt fram á að heili eldra fólks er þróaðri en heili fólks á miðjum aldri. Coleman rannsakaði hóp af eldra fólki til að ganga úr skugga um að elliórar væru eölileg þróun hjá fólki þegar það eldist. Rannsóknirnar leiddu hins veg- ar I ljós, að fremur en að hrörna með aldrinum, væri heili gamals fólks oft á tiöum þróaðri en heili ungs fólks. heldur var til austurs eða vesturs, og raunar litla aðstoð að fá i hvora áttina sem farið var. byggja heil hús! Kannski er raf- virki i hópi ættingja, kannski er bróðir eiginkonunnar múrara- meistari, fööurbróðir eigin- mannsins trésmiöameistari o.s.frv. Þangað má sækja góð ráð og árangurinn er oftar en ekki furöulega góður. Og lir þvi maður er nú einu sinni Skaftfdlingur þá kom vitanlega ekki annað til grein a en að reyn a s ig við þetta — Skaftfelliiigar hafalöngum þurft að búa að sinu og bjargast enda um ófær vatnsföll aö fara. hvort Uppgötvun óþekktra hæfileika Satt að segja lá við að ritara þessa lina féllust hendur þrátt fyrir stór orð i fyrra mánuöi, þegar hann stóð frammi fyrir kjallaraherbergi, þar sem gólfið snarhallaði út að einum veggnum -(fyrirmæli voru um að fétta það af og setja siðan korkflisar) og halda að þvi loknu áfram með aö klæða allskonarhorn og skot með „fur'upanel”auk ýmislegs annars sem gera þurfti. Hvernig réttir maöur gólf eiginlega af? Jú, fyrst liggur náttúrulega fyrir að komasteftir hversu mikill hallinn er og þá fer maður vitanlega til Zimsen og kaupir sér réttskeið með innbyggðu hallamáli -(allt er innbyggt nútildags) — og rifjar siöan upp vorið sem verið var i steypivinnumargt fyrir löngu.Og þannig koll af kolli. Ágætir menn inn I Vogum selja blandaöan sand og sement — bara að auka við hæfilegu vatni og hræra i! En vitanlega þarf fyrst að undirbúa gólfið — þ.e. þann hluta þess sem ekki þarf að ,rétta af’ og þá er komið að öðrum kapitula — nefnilega þeim verkefnum, sem hvimleiðust eru. \f leiðinlegum verkum og skemmtilegum Að þvi frátöldu að ná upp gömlu gólfllmi sem bæði er afspyrnu leiðinlegt og ótrúlega erfitt (maður veröur eiginlega að vera á hnjánum og brjóta þetta and- styggilega gamla lim upp með einhverju oddhvössu verkfæri), þá verður það að játast að undir- búningur undir málningu þar með talið’ sparslið’ og upplausn eld- gamalla málningarlaga af hurðum og dyraumbúnaði telst I flokki leiðinlegra verka. Þá skal það ennfremur játað, að þegar nú loksins er komið'að þvi að mála og maður gerir sér vonir um að betra takinú við,þáeru þær vonir litt byggðar á raunsæi. Bannsett málningin vill nefnilega slettast á gólfið! hún vill lenda þar sem hún á ekki að lenda og út fyrir hárfint dregnar linur, þar sem litaskipt- unum er ætlaður staöur, og siöan er það pennslaþvotturinn, sem ekki þarf aö lýsa fyrir neinum, sem komist hefur i kynni við terpentinuna. En öll þessi ieiðinlegu störf gleymastsamtfljótlega, þegarað þvi kemur að leggja t.d. kork- flisarnar (þótt erfitt sé og maður gangi hálfboginn I tvo daga á eftir) og sér að flis fellur við flis og árangurinn er bara harla góður. Og þó verður ánægjan enn meiri, þegar loksins er hægt að byrja að smiöa og manni lukkast að mæla rétta lengd og breidd og fella saman,að þvi ógleymdu að slá saman stokkunum til að hylja rörlagnakerfið og gömlu raf- magnstöfluna. Allt i einu rifjast upp ýmislegt það sem maöur hafði séð i gamla daga til hand- bragðs smiða, og tilsögnin i smiðatimanum hjá honum Gauta blessuðum i kjallara Miðbæjar- skólans kemur udd :úr 35 ára undirdjúpum meðvitundarinnar Umbun? Og nú, þegar maður lokskis sér fyrir endann á verkefaunum 1 kjallaranum og fariö að styttast I sumarleyfinu, þá vaknar sú spurning, hvað maður hafi haft upp úr þessu? Sigg á hendur? Jú, Einstaka högg á fingur? JU, ekki er þvi' að neita. Peningaspamað? Tvimælalaust — þrátt fyrir ýmsa „fjárfestingu” i heflum, sögum og hallamælum o.s.frv. — það á eftir að koma sér vel að eiga þetta, þegar byrjaö verður á háa- loftinu! Viöurkenningu? Ójá, hún kom um daginn, þegar betri helmingurinn taldi tfmabært eftir æfinguna niður i kjallara, að lappa nú ofurlltiðupp á eldhúsiö! High Performance Produced from the Latest Load Cell System PLASTPOKAR __ iHMwflMPRk PLASTPOKAR 82655 1’lfllSl.OðB lir 82655 PLASTPOKAVERKSMIOJA ODDS SIGURÐSSONAR GRENSÁSVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST * PLASTPRENTUN * MERKIMIÐAR OG VÉLAR Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Páll Heiðar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid t dag skrifar Páll Heiöar Jónsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.