Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 17.08.1979, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Qupperneq 24
—JielgarpösturinrL- Föstudagur 17. ágúst 1979 • A fyrsta kvöldi Reykjavfkur- vikunnar hélt popphljómsveitin Brunaliðiö tónleika á Klambra- túni. Þó dálitill fjöldi fólks sótti skemmtunina, aðallega þó yngri kynslóðin, sem dillaði sér við músikina. En þarna mátt lika sjá æskulýðsfrömuðinn Hinrik Bjarnason hjá LSD og Markús örn Antonsson, borgarfulltrúa, sem sæti á ,i framkvæmdanefnd þessarar merku viku. Þeir hlýddu á Brunaliðið alvarlegir á svip eins og myndastyttur og engu likara en að verið væri að spila þjóðsönginn. Skammt frá stóð Sjöfn—Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, formaður fram- kvæmdanefndarinnar, i hóflegri fjarlægð frá mannfjöldanum, og dillaði sér léttilega. Eiginmaður- inn hélt þó uppi virðingu fjöld- skyldunnar. Hann haggaðist ekki... § Um verslunarmannahelgina efnu nemendur I bókmenntum við Háskóla Islands til ráðstefnu, þar sem umræðuefnið var ekki endilega bókmenntir sem slfkar, heldur fremur kennsla i grein- inni. Voru þar gagnrýndir ýmsir fræðimenn islenskirá þessu sviði. Ráðstefnumenn lýstu sjálfum sér sem „helgimyndabrjótum” og skildi fólk það þannig fyrst, að þarna hefðu menn dundað sér við aö rifa niður „helgimyndir” islenskra bókmenntafræða i lik- ingu við Sigurð NordaL Svo var hins vegar ekki. Ein helgimyndin var Njörður P. Njarðvik. Hann var afgreiddur pent og úrskurð- aður gamaldags... O Fjárhagsvandræði dagblaös- ins Timans eru geysileg og eru skuldir sagðar mun meiri en opinberlega hefur verið haldið fram af Timamönnum eða hátt á annað hundrað milljónir. Staðan er nú svo slæm, þrátt fyrir fjár- söfnun sem staðið hefur yfir að undanförnu, að i fyrradag var fjórum starfsmönnum blaðsins sagt uppá einu bretti. Er þar um að ræða einn blaðamann, eina út- litsteiknarann á blaðinu, einn starfsmann auglýsingadeildar og einn hjá afgreiöslu. Aður mun konu þeirri sem sér um kaffiveit- ingar fyrir starfsfólk hafa verið sagt upp störfum. Þá hefur verið ákveðið að leggja niður daglegar erlendar fréttir og viðskiptum við Reuterfréttastofuna slitið. Eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur fregnað nær skuld blaðsins fyrir erlendu fréttaþjónustuna allt að þrjú ár aftur i timann. Þá mun i bigerð að leigja i fjáröflunarskyni stóran hluta hinna rúmgóðu rit- stjórnarskrifstofa Timans i Siðu- múlaogþjappa blaðamönnum og öðrum starfsmönnum saman. Eru Timamenn sagðir ihuga al- varlega frekari uppsagnir og jafnframt að minnka blaðið niður i átta siður hvunndags og 12 siður um helgar. Fjárhagsvandinn steðjar reyndar að fleiri blööum en Timanum, og mun Þjóðviljinn einnig hafa ihugað minnkun á blaðinu vegna sparnaðar... ® 1 Bolungarvík segja menn að sé meiri almenn velmegun en i öörum bæjarfélögum á landinu. Viö erum ekki dómbærir á það. Það vakti hinsvegar athygli okk- ar þegar viö fréttum að pósturinn á staðnum hjólar ekki milli hús- anna með bréfin, eins og póstar gera viðast hvar, heldur ekur á glansandi rauöum Mercedes Benz, árgerð 1979, með vökva- stýri, aflhemlum og ööru sem fylgir slikum lúxuskerrum. Er engin furða þótt fólki á Bolungar- vik þyki talsvert til sin koma þeg- ar þaö sér póstinn stiga inni vagn- inn, aka 20 metra spotta, ganga tigulega með bréfin i hús, stiga aftur i dýrðina og aka að næsta húsi... Eftir þvi sem Helgarpósturinn hefur fregnað eru nú nokkrar lik- ur á þvi að eitt helsta stórstirnið i poppinu um þessar mundir, Meatloaf komi hingað i mars á næsta ári og haldi hljómleika ásamt hljómsveit sinni. Hann mun hafa lýst áhuga sínum á að koma hér við á'leiðyfir hafið enda hefur hann hvergi i veröldinni orðið vinsælli miðað við fólks- fjölda. Plata hans Bat out of Hell seldistica. 13 þúsund eintökum eða fyrir hátt i 100 millj. krónur. Hlýtur það að teljast met fyrir er- lenda plötu að vera til á um 4. hverju heimili. Ný plata frá þess- um snillingi er væntanleg hingað i lok þessa mánaðar. Hvort kapp- inn sjálfur kemur svo á næsta ári mun velta talsvert á velvilja stjórnvalda... # Steingrímur Hermannsson, dómsmálaráöherra er í nokkrum vanda um þessar mundir vegna veitingar stöðu bæjarfógetai Kópavogi en meðal umsækjenda eru margir mætir og traustir framsóknarmenn. Liklegast er þó taliö að Eiias Eiiasson, bæjarfó- geti á Siglufirði hreppi hnossið þótt ekki sé hann i framsóknar- hópnum og vegi þar þungt aö ýmsar stöður eru að opnast i Noröurlandskjördæmi vestra, og þarf að halda vel á spööum þegar Ólafur formaöur hverfur þaðan úr framboði. Þannig mun bæjar- fógetinn á Sauðárkróki vera að láta af embætti fyrir aldurs sakir og fái Elias Kópavog losnar staöa hans á Siglufirði... # Þegar upp koma millirikjamál af þvi tagi sem Jan Mayen-deilan er þá er það jafnan reyndin að góð náin samvinna tekst milli I blaðamanna hérlendis og erlendis um fréttir frá báðum hliðum. Þannig hefur þetta verið undan- farið milli islenskra og norskra blaðamanna út af Jan Mayen. Þessi samvinna er reyndar undir- rót „lekans” mikla á dögunum, þegar tillögur utanrikisráðherra birtust að hluta i norska Aften- postinumá dögunum. Blaöamað- ur þaðan hringdi i kollega sinn á einu dagblaðanna hér kvöldið eft- irað BenediktGröndalhafðireifað hugmyndir sinar i Jan Mayen- málinu og þeir fóru að spjalla um það hvað i tillögum Benedikts fælist. Blaðamaðurinn islenski lýsti persónulegu mati sinu á þvi, en vissi svo ekki fyrr en Aften- posten hafði birt frétt um tillög- una og að hann hafði hitt nagl- ann á höfuðið eftir viðbrögðum innlendra ráðamanna að dæma. Aftenpostsmenn vissu heldur ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar linurnar hitnuöu hjá þeim daginn sem fréttin birtist, og höföu sam- band við heimildamanninn i Reykjavik til að spyrja hvort hann heföi virkilega ekki verið með fréttina sjálfur. Nei hann hafði ekki treyst sér til aö birta persónulega ágiskun og missti þannig af ,,scoop”-inu... #Aldrei stendur á dagblööunum aö segja skilmerkilega frá þvi, þeg- ar kviknar eldur I húsi. Hitt vill gjarna gleymast að eldsvoðum fylgja oft sorgarsögur. Þannig var þaö t.d., þegar bruninn varö að Þingholtsstræti 23 á dögunum. Þar brann og eyöilagöist gjör- samlega heil ibúð, sem ung kona hafði fest kaup á. Hún og fleiri höfðu unniö ötullega að þvi að gera ibúðina upp og daginn eftir að bruninn varð ætlaöi hún að flytja inn. Allt fuöraöi þetta upp. Endurbygging mun kosta hátt i 40 milljónir. Bæturnar nema aðeins broti af því... # Það fer miklum sögum af mið- stýringunni á Siglufirði um þess- ar mundir og hvernig allar ákvarðanir sem teknar eru fyrir rikisfyrirtæki séu sóttar til Reykavikur. Þannig er að til stendur að mála verksmiðjuhús- næði Sildarverksmiðja rikisins á Siglufirði, og segja heimamenn að fyrir skömmu hafi komið tveir menn frá Reykjavik i þeim er- indagjörðum einum að velja lit á verksmiðjuna... # Og úr þvi verið er að tala um fiskimjölsverksmiðjuna á Siglu- firði þá má nefna að staðið hafa yfir miklar endurbætur á verk- smiðjunni og verið þar að snur- fusa allt og kippa i liðinn áður en loðnuveiöarnar hefjast um mán- aðamótin. Þessari vinnu átti að vera lokið i siðasta mánuði en ennþá mun vera svo langt i land með að verkinu ljúki að heima- menn telja það borna von að verksmiðjan geti byrjað að taka á móti strax og loðnuveiðarnar hefjast. Samt segja Siglfirðingar að þetta sé smámál miðað við nýju fiskimjölsverksmiðjuna á Skagaströnd. Hún er fullbúin, en það á enn eftir að leggja til henn- ar rafmagnið. Jslendingar eru alltaf jafn fyrirhyggjusamir... ' # Sendiherrastaðan i Kaup- mannahöfn hefur verið talsvert til umræðu undanfarið og hefur vakið athygli að Gyifi Þ. Gislason hafnaði henni. Nú er haft fyrir satt að Einar Agústsson, fyrrum utanrikisráðherra hafi lýst veru- legum áhuga á að fara til Hafn- % Nú, þegar Albert Guðmunds- son hefur lýst áhuga sinum á for- setaembættinu, eru kunnugir farnir að spá i hirð hans. Það þyk- ir ljóst, að kosningastjórar hans verða Pétur Sveinbjarnarson og Ragnar Kjartansson hjá Hafskip, þar sem Albert er stjórnarfor- maður. Forsetaritari verður væntanlega Lúðvig Hjálmtýsson, i Ferðamálaráði, Gústaf Pálsson i Tollvörúgeymslunni verður væntanlega bilstjóri hans og allt- muligmaður. Kristin Magnús- dóttir móttökustjóri að Bessa- stööum en sagt er að Jakob V Hafstein verði af hirðstöðu að þessVsinni... # A Selfossi stendur yfir um þessar mundir undirskriftasöfn- un i þeim tilgangi að knýja á um að gengið verði til kosninga um það hvort opna skuli áfengisút- sölu i kaupstaðnum. Undirtektir hafa verið þokkalegar, en þriðj- ung bæjarbúa þarf til að kosning- in fari fram. Ein helsta röksemd- in fyrir opnuninni ku vera sú að hún færi bæjarfélaginu ómælda tekjuaukningu, ekki bara vegna prósentu af sölu áfengisins, held- ur einnig, og ekki siður, vegna þess að hingað til hefur það verið auðsótt mál hjá húsmæðrum staðarins að fá kallana meö sér til Reykjavikur i Hagkaup á föstu- dögum. Það hefur þótt góð afsök- un til að bregða sér i Rikið. Kefi- vikingar fundu fyrir þessu um leið og rikið var opnað þar. Þá hætti fólk að hlaupa i bæinn eftir búsilagi, og þá fyrst fór sjálfstæðurverslunarrekstur i Keflavik að plumma sig.. # Helgarpósturinn hefur það fyrir satt, að Benedikt Gröndal .- utanrikisráðherrra, hafi ritað bók um störf Alþingis. Byggir Benedikt þar á 20 ára þingmanns- reynsiu sinni. Marga fýsir að sjá þessa bók á prenti, en á þvi verð- ur einhver bið", þvi enn hefur ut- anrikisráðherra ekki fengið út- gefanda að bókinni. Hann mun hafa leitað til eins eða tveggja út- gefenda... # Laxastiginn fini og dýri i Laxá i Þingeyjarsýslu hefur verið vatnslaus og þar meö laxlaus i sumar eftir þvi sem Helgarpóst- urinn hefur heyrt. Fara þar mikil verðmæti I súginn en laxastiginn mun hafa kostað allt að hundrað milljónum. Nú er eina lausnin á þessum vanda sögð vera að stifla á nýjan leik til þess að fá vatn... ar... SINDRA A STAL HF. Fyrirliggjandi í birgðastöð Bitajárn Allar algengar stærðir U.N.P. H.E.B. I.P.E. LJ H I Borgartúni 31 sími 27222 SINDRA A STÁL HF. Fyrirliggjandi í birgðastöð svartar og galvaníseraðar pípur OQQoooo O °OOo sverleikar: svart, 3/8 — 5" galv., 3/8 _ 4" Borgartúni 31 sími 27222

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.