Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 3
--helgarposturihn- Föstudagur 5. október 1979 3 foröast ákveöna tegund lyfja. Þaö er af og frá aö fangar á Litla-Hrauni venjist hér á lyf og veröi háöir þeim.” Heimildarmaöur Helgarpósts- ins segir aöra sögu I þessum efn- um. Hann segir aö fangarnir fái róandi lyfin, Valium, Librium, Librum og fl. Þau svefnlyf sem helst séu notuö, eru Mogadon, Mixt Chloral, Dalmadorm og fleiri. Þá fái ákveönir fangar Clorpromazin, Marplan Trilafon, Nozinan.en þetta eru allt geölyf. Aö sögn heimildarmannsins, eru öll geölyfin dempandi, nema Marplan og TrilafMi, sem séu „uppkvikkandi þunglyndislyf”. Sagnir herma aö fangarnir á Litla-Hrauni séu mjög vel að siér um lyf og áhrif þeirra. Vilhjálmur Svan sem eitt sinn var vistaður á Hrauninu lýsir þessu þannig: ,,A Litla-Hrauni fá menn meiri skóla f lyfjum og lyf jatökum, en nokkru sinni I Háskóla. Þessi mál eru raedd þarna frá öllum hliöum og fangarnir segja hver öörum frá á- hrifum lyfjanna. Menn verða þarna prófessorar I pillum og pilluáti, án þess aö hugsa um af- leiðingar.” Dr. Vilhjálmur G. Skúlason lyfjafræöingur sagöi viö blaöa- mann Helgarpóstsins aö flest ró- andi lyf og svefnlyf gætu verið vanabindandi. Misjafnlega þó eftir tegundum. Mesta hættan væri, ef þessi lyf væru tekin I stór- um skömmtum I einu. Ef þau væru hins vegar gefin undir dag- legu eftirliti lækna og þá i smáum skömmtum, þá væri hættan á á- vanamyndun minni. Smáir skammtar af þessum lyfjum gætu veriö gagnlegir viökomandi. Hins vegar væru smáskammtagjafir i lengri tima mjög varhugaverðar og væri ekki æskilegt aö gefa þessi lyf nema i stuttan tima td aö leysa timabundna erfiöleika ein- staklinga. „Geölyf eru annars eðlis og ekki ávanabindandi,” sagöi Vil- hjálmur Skiilason. Nokkuö mun vera um þaö, aö lyf og dóp af ýmsum tegundum komist til fanga utan frá. Viö- mælendur Helgarpóstsins voru sammála um aö alltaf væri eitt- hvaöum þaö, aö gestir fanganna smygluöu inn pillum eða ein- hverjum vimugjöfum. Þaö væri aldrei hægt að koma algjörlega i veg fyrir leka af þessari tegund. Helgi fangelsisstjóri á Hrauninu, taldi þennan leka ekki mikinn en koma upp ööru hverju. Fanga- verðir yröu hins vegar fljótt varir viöþaö, ef fangarheföudóp undir höndum. En skoðum aöeins hina siö- ferðilegu hliö þessa máls. Vil- hjálmur Svan hefur ákveönar skoöanir i þvi efni: „Menn sem lenda á Litla-Hrauni, koma þangaö venjulegast eftir langa pillu — og fylleristúra. Þeir eru sem sagt mjög illa haldnir og telja sig þurfa einhver lyf til aö halda sér gangandi þarna inni. Ég persónu- lega tel ekki eðlilegt aö skammta mönnum lyf i þessu ásigkomu- lagi, nema kannski eitthvaö dauft meöan þeir eru að jafna sig. Ef menn þurfa lyf aö staöaldri, þá er ljóst aö þeir eiga dcki heima i fangelsi, heldur á sjúkrahúsi. Ég teldi eðlilegast aö menn yrðu sendir i skyldumeöferö þar sem fyrir þeim er lýst áhrifum vi'ns og lyfjanotkunar. Þeir yröu þannig fræddir um þessa hluti og þeim náö upp likamlega og andlega áö- ur en þeirfara á Hrauniö. Þaö tel ég eðlilegustu leiöina og myndi leysa margan vandann.” Margir sjúklingar meðal fanga Eitt er það mál, sem lítiö hefur veriö minnst á i þessari umfjöll- un. Vitaö eraö margir þeir gæslu- fangar sem dvelja á Litla-Hrauni eru sjúkir menn. Sumir voru meira aö segja dæmdir ósakhæfir og ætluö vistá „viöeigandi hæli”. Slikt „viðeigandi hæli” eða sjúkrastofnun fyrir menn sem hafa brotiö af sér, en reynast svo ósakhæfir, fyrirfinnst ekki hér á landi. En sjáum hvernig þetta atriöi horfir viö Brynleifi H. Stein- gnmssynifangelsislækni: „Hér á Litla-Hrauni er talsvert um veika Brynleifur H. Steingrimsson fangelsislæknir um gangrýni á lyfjagjafir til fanga: „Hægara um aö tala en i aö komast.” einstaklinga, sem hafa reynst ó- sakhæfir og eru þvi i raun ekki aö taka út dóm hérna. Þessir menn eiga ekkiheima i fangelsi, heldur á geðspitala. Kleppsspitalinn hefur neitað aö taka viö þessum mönnum og þeir blandast hér venjulegum föngum. Af þessum sökum verður myndin hér á Litla-Hraunidálitið undarleg, þvi þessir menn þurfa á vissum lyfj- um aö halda. Þvi má varast að blanda saman lyfjagjöfum til þessara sjúku manna og hinna sem heilir eru á geðinu. Þaö eru einir 7 — 8 einstaklingar sem ættu ekki aö vera hér á Hrauninu, heldur á sjúkrahúsi.” Jón Bjarman fangelsisprestur tekur i sama streng og segir: „Sjúkir menn eiga ekki heima i fangelsum. Þeir eiga að dveljast á s júkrahúsum. Hins vegar hefur heilbrigöiskerfiö ekki ver iö of f úst til aö taka viö þessum mönnum. Fangelsi eru til afplánunar á dómum. Sjúkrahús eru þau ekki.” Helgarpósturinn haföi tal af Jóni Thors deildarstjóra I dóms- málaráöuneytinu og spuröi hvernig mál þeirra manna, sem teldust ósakhæfir eöa sjúkir aö ööruleyti, en væru vistaöir i f ang- elsi, horflíu við ráðuneytinu. „Þetta mál er gamalt og sifellt er veriö aö leita lausnar á þvi,” sagöi Jón Thors. „í gegnum árin hafa verið rituö mörg bréf til heil- brigöisyfirvalda og á þaö bent aö eðlilegast væri aö þessir menn væru undir eftirliti heilbrigðis- þjónustunnar. Heilbrigðisyfirvöld hafa tekiö dræmt i þetta og bent á aðstööuleysi . 1 stuttu máli má segja, aö máliö standi þannig, aö dómsmálaráöuneytiö býöur aö- stoðviögæslu á þessum mönnum, ef heilbrigðisyfirvöld taka þá inn á sinar stofnanir. Heilbrigöis- ráðuneytiö snýr þessu viö og býöur fram aöstoö á heilsufars- lega sviöinu, ef dómsmálayfir^ völd hafi yfirumsjón.” Jón sagöi, aö dómsmálaráðu- neytiö heföi oröiö aö gri'pa til þeirra ráöa þrisvar eöa fjórum sinnum, að leita á náöir ná- grannalanda til aö fá þar vistaöa ósakhæfa aöila sem hefðu gerst sekir um glæpi. „Passa illa á báðum stöðum” Georg Tryggvason aöstoöar- maöur heilbrigöisráðherra haföi þetta aö segja um málefni sjúkra sakamanna og ósakhæfra: „Þetta er gamall pakki sem dómsmálaráöuneytið og heil- brigöisráöuneytiö hefur kastaö á milli sin um margra ára skeið. Engin lausn hefur fundist á þessu máli ennþá. Þaö er ljóst aö marg- ir sakamanna þurfa á læknis- fræðilegri meöhöndlun aö halda og ættu aö vera undir stööugu eftirliti lækna. Hingað til hafa heilbrigöisyfirvöld einfaldlega ekki getaö tekiö viö þessum mönnum vegna aöstööuleysis. Forstööumaður Kleppsspítalans telur illmögulegt aö taka viö þessum mönnum. Þeir hafa i mörgum tilvikum veriö dæmdir vegna likamsárása og geöveila þeirra brýst oft út i árásarhneigð og gætu þeir þvi oröiö öörum sjúklingum og starfsfólki Klepps- Viihjálmur Svan sem var á Litla- Hrauni i 15 mánuöi fyrir nokkr- um árum. Starfar nú hjá SAA og segir fangeisismál á fslaiidi kjaftæöi '. spítalans hættulegir ef sérstök gæsla væri ekki viöhöfö.” „Það er ljóst að þessir menn passa illa á báöum þessum stöö- um, þ.e. i fangelsi og t.a.m. á Kleppi, eins og ástandiö er þar 1 dag. Ein lausn á þessu máli hefur verið rædd nokkuö nú upp á siö- kastið. Likur eru á þvi, aö nokk- urt rými losni á Kleppsspitala innan tiöar. Þá væri möguleiki, aö taka þessamenn þangaö inn og Helgi Gunnarsson fangelsisstjóri segir lyfjanotkun ekki meiri á Hrauninu en gengur og gerist úti i þjóðfélaginu. heilbrigöisyfirvöld sæju um and- lega og likamlega þjónustu en dómsmálaráöuneytiö um gæsluhliöina.” ,,Eins og á góðu sveita- heimili” Af framangreindu liggur þaö fyrir, aö á Litla-Hrauni eru sam- an menn i mjög misjöfnu ástandi. Sálarástandfanganna er misgott, auk þess sem þeir hafa gerst mis- jafnlega brotlegir viö lögin. Eng- in deildarskipting er fyrir hendi á staönum. Þar er öllum blandaö saman. Þar eru geösjúkir menn, þar eru dópistar, þar eru stór- glæpamennog þar eru hnuplarar. Samkvæmt upplýsingum sem Helgarpósturinn hefur aflaö sér mun ætlunin aö deildarskipta fangelsinu i næstu framtíö og munu byggingaframkvæmdir vera á döfinni i þvi skyni. Er fangelsiö á Litla-Hrauni og fangelsismál almennt á tslandi eins og Vilhjálmur Svan lýsir þeim?: „Fangelsi á íslandi eru kjaftæði. Þar ægir öllu saman. Stórglæpamanninum morðingj- anum og þeim sem hnuplaöi niöursuöudósinni. Þessir menn eiga ekki saman. Og þær umræð- ur sem eiga sér stað innan múr- anna, eru ekki beint til þess aö beina niöursuðudósamanninum inn á réttar brautir. Þú ferö kannski inn á Litla-Hraun sem hnuplari, en kemur út sem þjófur iaugum almennings — og þá um leið litur þú sömu augum á sjálf- an þig.” Eöa eru fangelsi eins og f an g el siss tj ó r inn lýsir Litla-Hrauni? : „Þetta er eins og á góðu sveitaheimili.” eftir Guðmund Árna Stefánsson enn bætum vid þjónustima Meó nýrri áætlunarleió milli Noregs, Svíþjóóar og 5 staóa á íslandi stuólar Eimskip markvisst aó betri tengingu vió Noróurlöndin um leió og vióskiptavinirnir njótaenn fullkomnari flutningaþjónustu. Siglingaleióin REYKJAVÍK ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Aflió ykkur nánari upplýsinga hjá okkur í síma 27100 eða hjá umboósmönnum okkar úti á landi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.