Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 24
__helgárpósturinrL. Föstudag ur 5. október 1979 0 Rikjandi hefur verið mikill spenningur um það hverjir séu umsækjendurnir átta um leikhússtjórastöðuna i Iðnó. Umsóknirnar eru raunar átta en umsækjendur tiu þvi að i tveimur tilfellum sækja tveir menn um sameiginlega. Umsækjendurnir eru: Sigmundur örn Arngrims- son og Jón Viðar Jónsson, sem sækja sameiginlega, Arni Ibsen Þorgeirsson, Hallmar Sigurðs- son, Stefán Baldursson og Þor- steinn Gunnarsson, sem sækja sameiginlega, Pétur Einarsson,- Oddur Björnsson, Eyvindur Eriendsson og Einar Bragi. Meðal leikhússfólks eru umsóknir þeirra Hallmars Sigurðssonar, sem er nýbakaður leiklistarfræð- ingur frá Sviþjóð, Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarsonar,Péturs Einarssonar og Eyvinds Erlendssonar taldar koma helst til álita... # Hinn islenski Þursaflokkur hefur sem kunnugt er gert við- reist um Evrópu að undanförnu og má segja að honum hafi tekist það sem margar islenskar popp- hljómsveitir hefur dreymt um, þ.e. að gera það gott í Utlandinu. Vist er að ekki á islensk rokktón- list betri og þjóðlegri fulltrúa. NU hefur Helgarpósturinn fregnað, þótt ekki sé það staðfest, að fækkað hafi hjá Þursunum i meginlandsreisunni. Sagt er að Lárus Grimsson, hljómborðs* og flautuleikari (sem tók nýlega sæti Karls Sighvatssonar) hafi sagt sig Ur hljómsveitinni i Hollandi og . hyggi á skólan ám ytra... ®Það er ljóst að Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki flutst úr erli skólameistaraembættisins á Isafirði á friðarstól hjá Alþýðú- blaðinu. Hann þykir reka svo grimma stjórnarandstöðu sem ritstjóri blaðsins að þegar eru fram komnar kvartanir innan flokksins út af stefnu þess. Þaö kváðu enn vera einhver pláss eftir á togaraflotanum... #Meiri háttar „umbótamál” á dagskrá rikisfjölmiðlanna var nýveriö samþykkt á útvarpsráðs- fundi. Einum ráösmanna, Jóni Múla Arnasyni, þótti sem þessir fjölmiðlar stæðu sig ekki alveg nógu vel i gagnkvæmri kynningu á dagskrám þeirra. Geröi hann þaö aö tillögu sinni að dagskrá sjónvarpsins yröi lesin fjórum sinnum á dag I hljóðvarpi i stað tvisvar og væri þá engu sleppt úr prentaðri dagskrá. Að sama skapi yrði kvölddagskrá hljóð- varpsins lesin óstytt i sjónvarpi að loknum fréttum, en hingaö til hefur verið stiklað á helstu aöriðum hennar. Þetta þjóðþrifa- mái var samþykkt einróma i ráöinu og hlýtur þetta að gera dagskrá beggja rikisfjölmiðlanna miklu fjörlegriog skemmtilegri... #Tvennir bræöur hafa mjög sett svip sinn á svokallaöa alþýöutón- list á Akureyri. Eru þaö þeir Pálmi (ex-Póló) og Steingrimur Stefánssynirog hinir landskunnu Finnur og’ Ingimar Eydal. Hinir siðamefndu bræður hafa þegar tryggt sér sess á danshUsum bæjarins næsta vetur. Finnur mun aftur taka við hljómsveitar- stjórastarfi i Sjallanum og Ingimar mun leika ásamt félögum fyrir dansi á KEA á laugardagskvöldum að minnsta kosti, auk þess að sjá um „dinnermúsik”, þar á staðnum. Hvað hina bræðurna varðar, þá mun Pálmi vera allt að þvi fast- ráðinn sem hljómsveitarstjóri i H—100 og Steingrimur mun einnig halda áfram með hljóm- sveit sina eftir þvi sem tækifæri gefast til... punflal RUNTAL OFNAR ERU HEIMIUSPRÝÐI. VÖNDUÐ FRAM- LEIÐSLA ER YÐAR HAGUR VARMAAFKÖST SAMKVÆMT íst. 69 Runtal ofnar hf. Síðumúla 27 Reykjavík. Sími 84244 Ofnasmiðja Norðurlands Kaldbaksgötu 5, sími 21860/ pósthólf 155 Akureyri Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Vatnsnesvegi 12 Kef lavík. Sími 92-2822 Varisi eftirl í kingar RUNTAL ER ORGINAL Bag For ® Af þvi að við vorum að hrella Valsara dálitið um daginn megum viö til meö að halda þvi áfram. Það hefur nefnilega flogið fyrir að Nemes, hinn ungverski þjálfari þeirra Valsmanna, sé á leiðinni á knattspyrnuskóla i Þýskalandi. Það er svo sem ekki i frásögu færandi, að maðurinn reyni að fylgjast með þvi sem er að gerast i þjálfunarmálum, en hitt er athyglisverðara hver verður kennariNemes þarna úti. Þaö er nefnilega enginn annar en Jörgen Hildebrandt, þjálfari Akurnesinga... # Þaö gengur á ýmsu i embættis- veitingum Steingrims dóms- málaráðherra Hermannssonar. Hann mun þannig einnig hafa oröið fyrir smááfalli, þegar hann veitti RUnari Guöjónssyni, sýslu- manni Strandasýslu, sýslu- mannsembættið i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á dögunum, þótt sú veiting hafi ekki orðið eins umdeild út á við og önnur embættisveiting sem Steingrimur stóö aö fyrr i sumar. Heimíldir segja nefnilega, að Steingrimur hafi veriö búinn að lofa RUnari embættinu áöur en fyrir lá hverjir sæktuum embættiö og hafi þar að baki legiö m.a. persónulegar ástæður RUnars. Hins vegar hafi Steingrimur þá ekki reiknað með að Elias Eliasson, bæjarfógeti á Siglufirði, sem sótt hefur titt um embætti nú undanfarið, mundi verða meöal umsækjenda, en Elias hefur mun meiri embættis- reynslu en RUnar, hefur setið Siglufjörð i um 15 ár og þykir vammlaus embættismaður. Steingrimur hafi þess vegna komist i heilmikinn bobba en ákveðið eftir töluvert hugarstrið að standa við loforð sitt gagnvart RUnari... #Það hafa verið tiðar fréttir af því að undanförnu að Karvel Pálmason stefni i forsetastólinn hjá Alþýðusambandi Islands. Vestfirðingar eru meinlega fyndnir.einsogallirvita og nU ku eftirfarandi saga ganga þar vestra. Maður kom aö máli við eiginkonu Karvels og spurði hana hvort þetta væri rétt að hann ætlaði sér að veröa forseti Alþýðusambandsins. „Ja,” svaraði konan, „það er ekki það að hann langi ekki. En þaö þarf vist að kjósa hann...” #NU munu menn ekki lengur tala um Arnarflug. BæjarslUðrið er búiðaðskirafélagiöupp og kallar það nú Arnaldsflug.. #Leikfélag Reykjavikur sýndi á sinum tima Jesú Krist Súper- stjörnuvið ágætar undirtektir. Þá keypti leikhúsið hljómflutnings- tæki til að sjá til þess að hljóm- burður á rokktónlistinni I Austur- bæjarbiói yrði sem bestur. Munu tækin þá hafa kostað um 8 mill- jónir króna. Siöan hefur hins vegar verið fátt um tækiræri fýrir leikhUsiðaö nota þessi tæki en nU hefur kvisast út að ráða eigi þar bót á. Leikfélagið mun hafa snúiö sér til þeirra Gunnars Þórðar - sonar og Ólafs Hauks Slmonarsonarog farið þessá leit að þeir semji söngleik fyrir leik- húsið. Munu þeir félagar vera að bræða þetta með sér... #Vietnamarnir hafa yfirleitt fengið ágætar móttökur hér á landi og skipulag Rauða krossins hefur allt verið með miklum ágætum. Engu að siður er ljóst að ýmsir eru ákaflega tortryggnir út afkomu þeirra. Til dæmis geröist það að þegar þeir fluttu i nýju vistarverurnar við Kaplaskjóls- veg, að þá voru pjönkur þeirra fluttar i pappakössum og þegar þeir höfðu verið tæmdir, voru þeir settir út fyrir dyrnar hjá sorp- tunnunum, eins og flestir gera nú iflutningum. Hinsvegarstóðekki á þvi að það væri þegar I stað kvartað undan pappakössunum úr nálægu húsi.- liklega aðeins út af þvi að þarna attu Vietnamarnir i hlut... #Það er reyndar margt sem Vietnamarnir þurfa aö venjast og tileinka sér i hinum nýju heim- kynnum sinum. Þar á meðal er nýtt timatal. Til gamans má geta þess að nú þegar fólkið flytur til Reykjavikur og hjá okkur er október mánuður árið 1979 er hjá þessum nýju löndum okkar Ar geitarinnar samkvæmt kinverska timatalinu... # Um þessa helgi fær islenskt popptónlistarlif góða kynningu i gósenlandi poppsins, Ameriku. Stærsta músikritið ameriska, Billboard birtir nú allitarlega grein um stöðu islensks popps og plötuútgáfu eftir Halldór Inga Andrésson, poppskrifara Morgunblaðsins. Þykir þetta tals- verð upphefð þvi Billboard er tal- iö áreiðanlegasta heimild um þessi efni vestra, enda gróiö rit, stofnaö 1894. Ráðgert er að Bill- board birti pistla frá Halldóri Inga um islenskt popp a.m.k. árs- fjórðungslega i framtiðinni...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.