Helgarpósturinn - 12.10.1979, Side 3
—Jie/garposturinru Föstudagur 12. október 1979
3
hafi deilt um viöbygginguna. Seg-
ir hún i framhaldi af þvi, aö nauö-
synlegt sé aö hefjast handa um
lagfæringar á húsinu, áöur en
vetur gangi i garö.
Kerfið á fullu
8. Borgarráö samþykkir á fundi
sinum 4. september viöbygging-
una margumtöluöu og vitnar
jafnframt i samþykkt húsfriöun-
arnefndar. Telur sig þó ekki geta
fallist á aö friöunarkvööinni veröi
aflétt af húsinu.
9. Byggingarnefnd fjallar laus-
lega um máliö 6. september, en
formaöur ráösins, neitar þremur
nefndarmönnum um að taka
málið til afgreiöslu.
En á hverju hefur raunverulega
staðiö? Hvers vegna hefur gengið
jafn stirölega og raun ber vitni aö
koma þessu, að þvi er viröist, ein-
falda máli i höfn? Það er ljöst að
mál þetta flækist nokkuö strax i
upphafi, þegar húsfriðunarnefnd
lendir i andstööu viö borgar-
minjavörö og umhverfismálaráö.
Nanna Hermannsson borgar-
minjavörður sagði við Helgar-
póstinn, að hún teldi að húsfriöun-
arnefnd hafi ekki skiliö fyllilega,
þegar þeir lögöu blessun sina yfir
viðbygginguna, hvaö B-friöun
húsa raunverulega þvddi. „Þetta
var vinnuslys,” sagði Nanna.
^Wjá
M,öto'(S6'ng'n "L'Tog netndum.
hinum ÍH,SU r I,mtnerfism®'ata*1'..
) í«W*^njf ui**1- b0t6atta(a
'íti
—-
10. Hinn 12. september sendir
Nanna Hermannsson minjasafns-
vörður bréf til umhverfismála-
ráðs, þar ;em hún skýrir frá þvi,
aö henni hafi ekki tekist að kom-
ast aö samkomulagi viö Þuriöi
Bergmann um aö fyrirhuguö við-
bygging yröi minnkuö.
11. Umhverfismálaráö synjar
teikningu hússins, meö öllumat-
kvæöum gegnu einu. Það geröist
12. september.
12. Byggingarnefnd synjar Þuriði
Bergmann Jónsdóttur um aö
breyta og stækka Þingholtsstræti
13 meö viðbyggingu samkvæmt
þeim teikningum sem hún hefur
lagt fram. Voru fjórir nefndar-
menn sammála þvi aö leyfa ekki
viðbygginguna, en þrir með þvi
aö hún yrði leyfö. Fundurinn
haldinn 13. september.
13. Borgarstjórn orðin vettvang-
ur málsins. Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir leggur til að þessu máli
veröi enn á ný visaö til bygging-
arnefndar. Þaö samþykkt i borg-
arstjórn. Gerðist þetta 20. sept-
ember.
14. Byggingarnefnd tekur málið
enn einu sinni fyrir á fundi sinum
27. september. Þar fellur erindi
Þuriöar á jöfnum atkvæöum 3 - 3
(1 sat hjá).
15. Borgarstjórn á nýjan leik 3.
október. Þá er þaö samþykkt aö
borgarstjórn fyrir sitt leyti heim-
ilar Þuriöi Bergmann aö byggja
viðbyggingu við hús sitt Þing-
holtsstræti 13 samkvæmt þeim
teikningum sem hún hefur lagt
fram. Samþykkt meö 10 atkvæö-
um gegn fjórum. (Alþýöubanda-
lagsmenn á móti).
Borgarkerfið stíflast
endanlega
Nú var sú staöa komin upp á
málinu, aö borgarstjórn og bygg-
ingarnefnd greindi á. Þá gerðist
þaö sjálfkrafa aö erindiö fór til
félagsmálaráöherra. Borgarkerf-
ið haföi sem sagt kastaö þessari
20 fermetra viöbyggingu milli
húsfriöunarnefndar, umhverfis-
málaráös, byggingarnefndar,
borgarráös, og borgarstjórnar,
auk f jölda embættismanna á veg-
um borgarinnar í tæpa fjóra mán-
uði. A meöan næddu vindar um
húsnæöiö aö Þingholtsstræti 13.
Eigandinn Þuriöur Bergmann
Jónsdóttir segir um þennan biö-
tima. ,,Mig haföi aldrei óraö fyrir
þvi, aö svona nokkuö tæki eins
langan tima og raun hefur boriö
vitni. Baöherbergiö hefur staöiö
nær opiö þessa mánuöi. Aöeins
veriö tyllt járnplötum á þak þess
og þar inn streymir vatn og ég
óttast mjög aö vatniö nái I raf-
leiöslur. Þá hefur nætt hér og
blásiö. Hitaveitureikningur hér i
húsinu hefur margfaldast af þess-
um sökum.”
,,Ég held aö ef ég heföi náð að
lýsa minum skoöunum i þessu
sambandi fyrir húsfriöunarnefnd,
áöur en hún tók afstöðu, þá heföi
nefndin tekiö aöra stefnu i þessu
máli. Ég var hins vegar erlendis
þegar þetta kom fyrir húsfriöun-
arnefnd, og tókst þvi ekki aö
skýra mina hliö mála fyrir nefnd-
armönnum.”
Magnús Skúlason formaöur
byggingarnefndar sagöi viö
Helgarpóstinn:
„Samþykkt húsfriöunar-
nefndar var ekki tekin á
faglegum grundvelli. Þar var
ekki tekin ábyrg afstaöa til húsa-
friðunar. Ég harma þaö mjög, aö
það hafi komið til þess, aö I odda
skarst milli þessara nefnda, þvi
viö friöunarmenn þurfum á öllu
okkar að halda.”
//Kerfisstríð"
Höröur Agústsson nefndar-
maöur i húsfriöunarnefnd sagöi,
,,aö hér heföi kerfisstriö veriö á
ferðinni og borgin tekið mjög
klaufalega á þessu máli öllu”.
„Viö tókum mjög faglega
afstööu til þessa máls,” hélt
Hörðuráfram,” og skoöuöum þaö
frá öllum sjónarhornum. I
þessum efnum sem öðrum mega
menn ekki vera of einstrengis-
legir. Fólkiö sem býr i þessum
húsum hefur ákveönar þarfir og
óskir og þaö þarf aö koma til móts
viö þetta fólk. Ég óttast aö fólk
veröi hrakiö úr þessum gömlu
húsum, sem þurfa mikla
umönnun, ef slfk einstefna er viö-
höfö. Fók vill sem betur fer búa i
þessum gömlu rótgrónu og
menningarsögulegu húsum og
það á aö hvetja til þess, en ekki
hrekja það á brott meö stifni og
þrákelkni. Viö verðum aö muna
eftir þvi aö það er fólk sem býr i
þessum húsum, eins og t.a.m. á
Þingholtsstræti 13. Þaö hús er
enginn safngripur. Það er alþýöu-
heimili.*'
Þuriður hefur endurbætt húsiö
á Þingholtstrætinu mikiö siöan
hún keypti þaö af borginni á 6
milljónir króna áriö 1976. Er hún
tók viö þvi haföi borgin átt þaö
um þriggja ára skeið. Var ekki
búiö i húsinu sex árum áöur en
Þuriöur kom til sögunnar. Var
húsiö vettvangur róna og annarra
útigangsmanna og mjög illa far-
iö. Gólf fúin, vatnslögn ónýt engin
skólplögn og ekkert heitt vatn. Þá
var kjallari hússins hálffullur af
vatni og raflögn ónýt. Allt þetta
færöi Þurföur i samt lag og geröi
húsiö ibúöarhæft. Var m.
annars skipt um gólf i húsinu og
er nú veriö aö endurnýja járn-
klæöningu aö utan.
Sökun kulda i húsinu hafa kvef-
pestir sótt mjög á ibúa þess i
sumar. 8 ára dóttir Þurlöar hefur
veikst vegna kuldans og áttræö
kona sem einnig býr þarna og
ávallt veriö viö hestaheilsu hefur
Þuriöur Bergmann Jónsdóttir I salernisskúrnum gegnumfúna og leka.
Skúrinn er ónýtur og hann viil hún rifa og byggja i staðinn nýja
viðbyggingu.
einnig lagst veik vegna næöings-
ins og kuldans frá baöskúrnum.
Þetta hefur verið eins og i óþéttu
hesthúsi segir Þuriöur.
,,Ég er búin að vera i start-
holunum i allt sumar og beðiö
eftir grænu ljósi frá yfirvöldum.
Sonur minn ætlaöi aö vinna viö
þetta f sumar meö trésmiöi, en
hann hefur af augljósum
ástæðum staöiö verkefnalaus, og
varö af þessum sökum af annarri
vinnu i sumar. Er þaö mjög baga-
legt fyrir hann, þar sem hann er
skólanemi og heföi ekki veitt af
launaðri sumarvinnu. Ég hef
ekkert getaö annaö gert, en beöið
og beöiö lengur, á milli þess sem
ég geng á milli embættismanna
meö þetta erindi mitt.
Og Þuriöur Bergmann Jóns-
dóttir segir siöan:
,,Mér þykir vænt um þetta
hverfi og vil ógjarnan flytjast
héðan. Vildi lifa og deyja i þessu
húsi. Ég er mikil friöunarmann-
eskja i mér og vil varöveita þetta
hús. Annað væri mér fjarri. En aö
þessi viöbygging sem ég hef lagt
til, skaöi útlit hússins að einu eöa
ööru leyti, er viösfjarri. Þaö getur
hver maður séö.”
Bitbein kerfisins?
Hefur Þuriöur Bergmann veriö
bitbein kerfisins? Þingholtsstræti
13 er fyrsta húsiö sem hefur veriö
friöaöB friöun, sem þýöir aö ytra
útlit eöa hluti hús er friöaöur, og
er jafnframt i einkaeign. Má þvi
ætla hér séum prófmál aö ræöa.
Hefur eigandi hússins og Ibúi
litinn sem engan rétt? I þessu
tilviki var ekki aö ræöa um húsiö
sjálft eins og þaö var i sinni upp-
haflegu mynd, heldur skúra sem
voru byggðir við húsiö af van-
efnum mun siöar. Teikning sú
sem eigandi lagöi fram, var
þannig aö viöbyggingin sæist alls
ekki frá götu, svo ytra útlit hús-
sins heföi ekki breyst i neinu, þar
sem baklóðin er umkringt háum
húsum á alla vegu.
Magnús H. Magnússon, félags-
málaráöherra fékk umrætt bréf
frá borgarráöi ekki fyrr en i gær.
Hann tók þá ákvöröun samdæg-
urs i samráöi við skipulagsstjóra
rikisins aö leysa mál Þuriöar og
heimila henni þessa viöbyggingu.
Hún fær þvi vonandi klósettiö sitt
strax I næstu viku. Litla stórmáliö
ætti þvi loks aö vera i höfn.
eftir Guðmund Arna Stefánsson — myndir: Friðþjófur
Verzbnarbanldm í
Umferöarmiðstöðinni
12. október breyttist hin almenna afgreiðsla
Verzlunarbankans í Umferðarmiðstöðinni í úti-
bú með öll innlend bankaviðskipti og sjálfstæða
reikninga.
Verið velkomin til viðskipta við útibú okkar mið-
svæðis í alfaraleið þar sem bflastæði eru þó ætíð
til staðar.
UTIBUIÐ UMFERÐARM1ÐST()Ð1NN1