Helgarpósturinn - 12.10.1979, Page 11
11
—JielgarpOStuhnrL. Föstudagur 12. október 1979
Halli og Laddi ætia aö hvfla bæði sjálfa sig og aftra fram aö áramótum.
Þeim veitir liklega ekki af, þvi átakalaust gengur þaö ekki fyrir sig
þegar þeir taka sig til, eins og sjá má á þessari mynd, sem var tekin
þegar þeir voru I landreisu meö Brimkló i sumar.
HALU OG LADDI I FRÍI
Halli...
Við ætlum aö taka þaö rólega
fram aö áramótum, bæöi til aö
endurnýja okkur, hlaöa okkur
upp á nýtt, og hvfla bæöi okkur og
alla hina, segir Haraldur Sigurðs-
son sölumaöur. Betur þekktur
undir nafninu Halli - bróöir
Ladda.
En hann lofar þvi, að þegar
„Halli og Laddi” koma fram á
sjónarsviöið á ný um áramót
verði þeir með splunkunýtt
prógram, sist verra en hin fyrri.
En að sjálfsögðu var ekki mögu-
legt að fá hann til aö kjafta frá
væntanlegum uppátækjum þeirra
bræðra.
Nei, nei, við erum alls ekki
orðnir leiðir á þessu. Ef svo væri
gætumviðekki haldið þessuáfram.
En þvi er ekki að neita, að það
koma alltaf þeirdagar, að maður
verður hundleiður á þessu. En ég
er sannfærður um að þti verður
sjálfur hundleiður á blaða-
mennskunni af og til, segir Halli.
Og við fórum ekki lengra út i þá
sálma.
En hvaö eruð þiö aö bardúsa
um þessar mundir?
Ég er nýkominn frá útlöndum.
Var i frii að slappa af í heljar-
greipum fjölskyldunnar, og er
eiginlega ekki byrjaður á neinu
sérstöku ennþá. Þó verð ég
eitthvaö með skrýplana i haust,
m.a. i barnatima sjónvarpsins.
Hinsvegar verður Laddi með
einhverja sjónvarpsþætti i vetur.
Þaö eru liklega ekki margar
fristundirnar i þessum bransa?
Nei, þaö er óhætt að segja.
Siöan viö byrjuðum að koma
fram opinberlega, árið 1973, má
segja aö frihelgar okkar megi
telja á fingrum sér kannski aö
viðbættum eins og tveimur tám.
Áöur en ég sleppi þér og slæ á
þráöinn til Ladda langar mig aö
spyrja þigaö einu. Þú ert skráöur
sölumaöur í simaskránni. Hvaö
seluröu?
Það er nú einna helst að égselji
okkur bræðurna. Annars var ég i
mörg ár einn af þessum „tösku-
sölumönnum”, eins og Svavar
Gestsson kallar þá. Ég var með
fyrirtækið Haraldur Sigurðsson
h/f og flutti meðal annars inn
snyrtivörur. Núna er þetta eigin-
lega hobbi hjá mér. Ég hef þetta i
rassvasanum og kjallaranum og
flyt inn sendingu og sendingu
öðru hvoru, segir Haraldur
Sigurðsson sölumaöur alias Halli.
... og Laddi
Það er nú eiginlega þess vegna
semvið ætlum aö taka þetta rólega
til áramóta. Við erum orðnir svo-
litið þreyttir á þessu, segirLaddi,
þegar við sláum á þráðinn til hans
og spyrjum hvot hann sé ekki
farinn aö þreytast á trúöleikum
þeirra bræðra.
Við verðum sérstaklega þreyttir
á að flytja skemmtiþætti á venju-
legum böllum. Þar ræður fólk sér
ekki fyrir fyllirii, nennir ekki að
þegja og er alltaf að gripa frami,
Það er þó skárra að syngja, og
lokuðu samkvæmin eru mun
betri.
Það var þetta með sjónvarps-
þáttinn, sem Halli sagöi mér frá.
Þetta er frumraun þin á þeim
vettvangi, er ekki svo?
Ég hef unniö að sjónvarps-
þáttum meö fleirum, en það er
rétt, að þetta er i fyrsta sinn sem
ég stjórna sjónvarpsþætti einn.
Ég er að vinna að þessu núna,
og hef ekki gengið endanlega frá
þvi hvernig þetta verður. En ætli
það verði ekki svona i minum stil
- margir smáþættir og einhver
músikk, og ég fæ ýmsa skemmti-
krafta, meira og minna þekkta,
mér til aðstoðar, segir Laddi.
Þátturinn hefur heldur ekki
fengið nafn, en sá fyrsti fer Ut á
öldur ljósvakans fyrsta vetrar-
dag, 27. október, og takist hann
vel verða þeir fleiri.
Fram að áramótum verður það
sem sé annaðhvort Halli eða
Laddi - „Halli og Laddi” taka sér
fri - eða gefa fólki frl, allt eftir þvi
hvernig á málin er litið.
eftir Þorgrim Gestsson
Jón Hjartarson meistari Þórbergur endurborinn?
„EIGUM ÝMISLEGT SAMEIGINLEGT
- EN MIG SKORTIR GENIALITETIÐ
77
— Þaö er ekki fráleitt aö segja,
aö einhverjir þættir séu sameigin-
legir meö okkur Þórbergi, þó ekki
væri annaö en þessi meöfædda
sveitamennska og kannski hef ég
eitthvaö af barnalegri og opin-
eygrieinfeldnihans. En égreikna
meö, að mig skorti eitthvert
genialitet, sem var hinn megin-
parturinn af upplagi hans.
Það er Jón Hjartarson leikari
sem lýsir þannig andlegum
skyldleika sinum við Þórberg
Þórðarson, en um þessar mundir
býr hann sig undir aö túlka
meistarann á sviði Iðnó. Verkið
sem um ræðir er leikgerð Kjart-
ans Ragnarssonar á Ofvitanum
sem liklega er fysta leikverk þar
sem fjallað er um persónu þjóð-
kunns Islendings sem er ný lát-
inn, og margir muna.
En hvernig ætli það fólk, sem
þekkti meistara Þórberg i lifanda
lífi — og yfirleitt þeir sem hafa
sterkar taugar til hans og verka
hans — hvernig ætli þetta fólk
bregðist við, þegar hann birtist
ljóslifandi á sviði Iðnó? Það hefur
sýnt sig, að ýmsir eru viðkvæmir
fyrir þvi, þegar „óviðkomandi
persónur” fara að hrófla við
minningu látinna manna — á
prenti eða með öðrum opinberum
hætti.
— Fólk er kannski viðkvæmt
fyrir verkum manna, sem eru
rétt nýlega burtsofnaðir. En við
höfum algjörlega leitt það hjá
okkur. Ég vona bara að kallinn
hefði haft gaman af þessu — hann
var svo mikill spéfugl sjálfur i
blandvið alvöruna, að hann hefði
sjálfsagt gefið okkur góð ráð. Það
hafa margir upplifað verk Þór-
bergs, og hafa sinar hugmyndir
um þau. Það verða þvi liiriega
ekki allir sammála túlkun okkar
á honum. En fólk getur haft sinar
skoðanir og það er óþarfi aö láta
svona verk i friði fyrir leikhUsun-
um. Það segir okkur svo mikiö
um þessa skemmtilegu Reykja-
vik, sem hefur vissulega haft
sjarma á þessum árum, sem Of-
vitinn fjallar um —en svelti lika
marga si'na bestu syni, segir Jón.
— HvernigÞórbergfáum við að
sjá á fjölum Iðnó?
— Þetta verður ekki Þórbergur
endurborinn. Það er heldur ekki
til þess stofnaö. Ég verö aldrei
annað en leikari að leika þessa
persónu, en geri ekkert i þvi að
herma eftir honum. Enda veit ég
Jón Hjartarson (til vinstri) og Emil Gunnarsson f hlutverkum
„Þórberganna” hinn fullþroskaöi rithöfundur Þórbergur og „ofvitinn”
Þórbergur á unglingsárum sfnum.
ekki hvernig fas hans var, þótt ég
reyni að gera mér grein fyrir þvi
eftir segulböndum með rödd
hans, filmubútum með honum,
fólki sem man hann og þeim texta
sem ég hef. En það er gefið mál,
aðviðerum að einhverju leyti in-
spíreraðir af tilveru hans og
verkum — og sjálfur var hann
mikið fyrir það að leika.
— Hvernig finnst þér að leika
Þórberg?
— Mér finnst það mjög gaman að
vinna að þessu. Það er oft þannig
þegar maöur er að fást við verk
sem gerast I islensku umhverfi,
og svo er textinn náttúrlega afar
skemmtilegur. Það tekur líka
margt fólk þátt i sýningunni og
æfingarnar eru þessvegna lifleg-
ar.
— Þaðermikill kjarni i þessum
texta, og hann einn ætti að geta
bjargað okkur frá „slepju og
aumingjaskap”,eins og Þórberg-
ur kemst sjálfur aö oröi. Þetta
verður aldrei það „sentimen-
tal;l”, að hann rifi sig ekki upp úr
þvi með svolitilli hæðnislegri
skvettu. Hann getur reyndar orð-
ið býsna rómantiskur, en tekst
einhvernveginn að læða með
hressilegri kimni. Það mætti
kannski kalla hann „andróman-
tiskan rómantiker”.
— Hvernig finnst þér Kjartani
hafa tekist að koma Ofvitanum á
svið?
— Ég heid að hann hafi ratað á
þá einu réftu leið sem hægt var aö
hugsasér i grundvallarbyggingu
verksins; að hafa Þórberg i
tveimur persónum. Annarsvegar
er fullmótaður rithöfundur aö
segja frá æsku sinni, hinsvegar
hinn ungi Þórbergur. Þeir hafa
stöðugt samband sin á milli, og
strákurinn upplifir þá atburði,
sem meistarinn segir frá — leiðir
fram á sviðið. Meistarinn er fyrst
og fremst sögumaður, en blandar
sér jafnframti atburðina oftátið-
um — lifir og hrærist innanum
verkið.
Það er Emil Gunnarsson, ný-
lega Utskrifaður úr leiklistar-
skóla, sem fer með hlutverk hins
unga Þórbergs. Jón túlkar
meistarann eins og við þekkjum
hann flest — bókina skrifaði hann
á fjórða áratugnum.
— Hannhefur verið um fertugt,
eða ivið eldri en ég er nú, segir
Jón Hjartarson.
— En mér finnst hann hafa ver-
ið aldurslaus. Hann varö snemma
kallalegur og breyttist fjandann
ekkert i fasi og framkomu eftir
það. Aldurinn ætti þvi ekki að
valda mér neinum erfiöleikum.
Þetta segir Jón Hjartarson
leikari, sem fær tækifæri til þess,
ásamt Emil Gunnarssyni, að
sýna hversu mikill Þórbergur býr
i honum. Sú eldraun hefst undir
lok mánaðarins, þegar „Ofvit-
,nn” verður frumsýndur i Iönó.
— ÞG
Norræn menningarvika
1979
■ ■ <■ kÉÉUl
Laastiiss., -
Tónleikar
laugard. 13. okt. kl. 20:30.
ELSE PAASKE (alt)
ERLAND HAGEGAARD (tenór)
FRIEDRICH GURTLER (pianó)
Á efnisskránni eru verk eftir Schumann (Frauenliebe und -leben)
Sibelius, Mahler og Purchell.
Tónleikar með verkum eftir JÓN LEIFS
sunnud. 14. okt. kl. 20.
Flytjendur: Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson,
Félagar úr Fóstbræðrum (stj. Ragnar Björnsson),
Kammersveit Reykjavikur (stj. Páll P. Pálsson)
og Hamrahliðarkórinn (stj. Þorgerður Ingólfsdóttir).
Veríð velkomin
NORRÆNA HÚSIÐ