Helgarpósturinn - 12.10.1979, Side 15

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Side 15
—helgarpósturinn.. Föstudagur 12. október 1979 Næsta æöi á tslandi ku veröa rúlluskautaæöi. Þaö hefur gengiö yfir hjá nágranna okkar f vestri undanfarna mánuöi eins og eldur i sinu, og þar hafa menn tryllt á þessum apparötum sinum um dansgdlf diskótek- anna, hvar þá annarsstaöar. Viö megum þvi eiga von á góöu — og aö sjálfsögöu ári seinna en flestir aörir, eins og venjulega. En frestur er á illu bestur, og þangaö til diskótek borgarinnar veröa tiibúin aö taka á móti þessri nýju bylgju veröur ungdómurinn aö láta sér nægja aö hjóla- skauta um göturnar, eins og þessar tvær, sem Friöþjófur hitti uppi I Breiöholti á dögunum. Menningarlegur flóttamaður frá Bandaríkjunum? HÉR GETA MENN HLEG- IÐ AO VANDAMÁLUNUM ÍORTRAIT/jjf Ég kom hingaö I heimsókn og ætlaöi bara aö vera þrjá eöa fjóra mánuöi. En mér fannst landiö svo fallegt aö mér fannst ómöguicgt aö fara, og nú hef ég veriö liér í eitt ár og ætla mér ekki lil Bandarikjanna aftur, nema I stuttar heimsóknir Þetla segir amerikaninn Kristinn Jackson, sem raunar er ekki nema hálfur amerikani. Hann er maöurinn bak viö aug- lýsingu sem birst hefur undan- fariö i blööum og vakti athygli HP. Eins og nafniö bendir til er hann af isiensku bergi brotinn. Móöir hans fluttist til Banda- rikjanna eftir heimsstyrjöldina siöari og giftist Bandarikja- manni. Kristinn var 29 ára gamall, þegar hann kom hingað i fyrra- haust, og þaö var raunar ekki fyrir neina tilviljun. Hann haföi kynnst islenskri konu þar ytra, Guörúnu Þorsteinsdóttur. Þaö var hún sem bauö honum aö koma meö sér til Islands — og nú búa þau semsagt i blokk inn viö Kleppsveg. " Ég kunni enga islensku þegar ég kom, nema segja ,,takk” og örfá önnur orö. Þess vegna byrjaði ég á aö fara á islensku- námskeiö i málaskóla, og nu tölum viö alltaf islensku hér heima. Nema þegar viö þurfum aö rifast. Þá gripum viö til enskunnar, segir Krísttnn á islensku, sem reyndar er iangt frá þvi aö vera gallalaus. en furöanlega góö miöaö viö þann stutta tima sem hann hefur verið hér — og islenskan er ekki heimsins léttasta mál aö læra meö öllu sinum fallbeygingum. Mér fór fljótt aö leiöast aö hafa ekkert aö gera. Ég læröi teikningu i háskóla heima i Massachusett, og vann i nokkur ár sem teiknari hjá nokkrum biööum. Gunna stakk þvi upp á þvi viö mig, aö ég færi aö mála. Þaö varö til þess aö ég byrjaöi aö mála oliumálverk, sem ég haföi aldrei gert áöur. Og til þess aö tryggja mér tekjur fór ég aö mála portrett af fólki eftir ljósmyndum, en þess á milli reyni ég aö mála listaverk, auk þess sem ég teikna myndasögu fyrir eitt dagblaöanna hér. Sóöuin § Kristinn Jackson meö eina af andlitsmyndunum, sem hann hefur nýiokiö viö aö máia. | ^máiverk ef'ír | 'Jósmyndum. ,r £ f1 Uót ug ódvr i-i | ;Ö"Um Unnin af l nauösy-n krefur. Siá,fur ' **£■ÍSa 397«. I Hvernig gengur aö fá pant- anir i portrett? Hingaö til hef ég málaö tiu til fimmtán myndir, og þaö tekur tvær til fjórar vikur aö mála hverja mynd. Ég hef tekið 50 þúsund krónur fyrir hvert port- rett. Hvernig lika þér annars umskiptin — þaö hiýtur að vera mikill munur á þvi aö búa i Bandarikjunum og á tslandi? Mér finnst gott aö búa hérna. Landið er mjög fallegt og fólkið skemmtilegt. Stærsti munurinn á fólkinu hér og i Banda- rikjunum finnst mér vera, aö hér er fólið þolimóöara og getur hlegið aö vandamálunum. I Bandarikjunum verður allt vit- laust þegar eitthvaö er aö, til dæmis ef þaö verður bensin- skortur. Hérna gera menn bara aö gamni sinu, jafnvel þótt stjórnarkreppa sé aö skella yfir. Þótt fólk vinni meira hér viröist þaö hafa minni áhyggjur — vera minna stressað. Þarfyrir utan finnst mér alveg stórkostlegt aö geta gengið um götur borgarinnar án þess aö vera hræddur um aö ráöist veröi á mig. Og i Bandarikjunum heföi aldrei getað gerst það sem ég uppliföi á sýningaropnun i Norræna húsinu um daginn. Ég uppgötvaði allt i einu, aö öðru megin viö mig stóð forseti Islands, en hinu megin sá ég kinverska sendiherrann. Segir Kristinn Jackson — kannski einn af týndu sonum þessa lands, sem nú er snúinn til baka. Eöa menningarlegur flóttamaöur frá Banda- rikjunum? -ÞG. HVER Á FULLRI FERÐ Tiðindamaður Helgarpóstsins brá sér nýlega I H-100, nýjasta skemmtistaö Akureyrarbæjar. Erindiö var aö hlýöa á leik og söng hljómsveitarinnar HVER. HVER vakti fyrst á sér athygli er hún kom fram sem skemmtiatriði I spurningakeppni menntaskóla- nema sem fram fór I Sjónvarpinu, og þótti þetta atriði, eitt þaö besta sem skólarnir færöu fram i þáttum þessum. Mannabreytingar hafa orðiö miklar i hljómsveitinni siöan þá. Munar þá mest um blóötöku þá sem hljómsveitin varð fyrir, er söngkonurnar þrjár, Eva, Erna og Erna hurfu á braut og gengu til liös viö sunnlenska Brunaliös- menn. 1 dag er hljómsveitin þannig skipuö: Hilmar Þór Hilm- arsson (gitarsöngur), Þórhallur Kristjánsson (gttar), Baldur Pétursson (hljómborö), Stein- grimur Oli Sigurösson (trommur) og Arnheiöur Ingimarsdóttir, ung Húsavikurmær sem nýgræöingur er I þessu starfi og sér um söng. Þrátt fyrir þaö aö nokkkurs taugaóstyrks gæti hjá henni stundum, er þarna á feröinni vax- andi söngkonuefni. Tónlist Hverra er svona fremur heföbundin dansmúsik, fjörlegt rokk meö diskóivafi, en aö sögn þeirra sjálfra. hafa þau mikinn áhuga á „soul” tónlist. HVER gaf út tveggja laga plötu.i sumar og hlaut hún þolanlegar viötökur en nokkuð spillti fyrir aö stór hluti upplagsins gallaöist i pressun, en ný (og væntanlega ógölluö) send- ing af plötunni mun vera nýkomin til landsins. HVER hefur fullan hug á að gera stóra plötu og þá liklega uppúr áramótum, en óvíst er hvort af þvl getur orðiö vegna hins alvarlega kreppuástands sem sagt er að riki I islenskri hljómplötuútgáfu. Hvaö sem ööru liöur er tónlist sú sem HVER flytur mjög áheyrileg og skemmtileg, og kærkomin til- breyting frá ládeyöu þeirri sem rikt hefur á Akureyri á sviði svo- kallaörar alþýðutónlistar. Kristinn Jónasson, matsveinn í Kránni: „Verðlaunum bömin með ís fyrir að klára matinn sinn” Veitingahúsiö Kráin viö Hlemmtorg er einn af fyrstu veit- ingastöðunum i borginni sem gengu undir nafninu „grillstað- ir”. Þaö var fyrir átta árum aö staðurinn var opnaöur og fólk kunni greinilega vel aö meta þessa nýbreytni. Þótt öörum væri eftirsjá aö „gömlu góöu” stöðunum þar sem þeir fengu sina soönu ýsu og salt- kjöt og baunir. — Fyrir utan grillrétti bjóöum viö aö sjálfsögöu upp á rétt dags- ins og sérhæfum okkur I lambakjötsréttum og hamborg- urum, segir Kristinn Jónasson, matsveinn i Kránni við Helgar- póstinn — Viö erum lika meö sérstaka skammta fyrir börnin á sann- gjörnu veröi, og verðlaunum þau börn meö Is, sem klára matinn sinn. — Auk þess erum viö meö heimsendingarþjónustu, sem er mikið notuö en sérstaklega þó á kvöldin. — Hvert er viöhorf þitt til vin- veitinga á staö sem þessum? — Þaö hefur komið til umræöu hérna en ekki alvarlega þó, og viö höfum ekki sótt um neitt slikt. En mér finnst I lagi aö gefa fólki kost á að fá vin meö matnum á svona stööuin segir Kristinn Jónasson matsveinn á Kránni. —RA

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.