Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.10.1979, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Qupperneq 22
22 „Pssst, heyrðu... Það er enskur rokkari i sinfóniu- hlj ömsveitinni", var hvislaö að Helgarpóstinum á dögunum. Þetta þóttu tiöindi og við nánari eftirgrennslan revndist þetta rétt vera. Maöuriin heitir Graham Smith, fiðlusnillingur, svo maður noti sinfóniumálið, sem kunnastur er fyrir leik sinn meðhljómsveit Peter Hammils, Van UerGraaf Generator.Hann hefur mí vent sinu kvæöi í kross, horfiö úr skarkala enska popp- heimsins, og stillir nú strengi sina meðGuðnýju og Jóni Sen, og öðrum hljóöfæraleikurum sinfóniunnar. Helgarpósturinn hitti Graham Smith i litlu herbergi i vestur- bænum, þar sem hann sat og maulaði harðfisk og spurði fvrst um hann sjálfan. Ekki óvenjulegur ferill , Kg er frá Chelmsford. Essex. Ferill minn sem klassik er var ekkióvenjulegur. ftghóf fiðlunámið 7 ára gamall og um 12 ára aldur innritaðist ég i the Royal Academy Of Music. Og þegar ég lauk skólaskyldunni, sneri ég mér eingöngu að tónlistarnáminu. Eftir að ég út- skrifaðist úr Konunglegu tónlistarakademiunni var ég um tima i sinfóniuhljómsveit- sem heitir Hallé Orchestra, en fór þaðan t New BBC Orchestra sem hefur aösetur i Bristol, og er nú útibú frá aðalhljómsveit BBC (bresku útvarpshljóm- sveitinni). Svo fór ég i skosku BBC hljómsveitina, og endaði meö Skosku þjóðarsinfóniunni, þar sem ég var aðstoðar- stjórnandi (assitent leader)." — Hvenær gerist þú rokkari? ,,Það var meðan ég var i Skosku sinfóniunni. Ég vann þá nokkuð við kvikmyndagerð, og i gegnum mynd um poppkúltúr- inn, það fólk sem ég kynntist meðan á þvi stóð, fékk ég áhuga á rokkinu. Og komst að þvi að rokkið á þessum tima — 1970-72 — bauð uppá mikla möguleika t’l að veita sköpunargleðinni útrás. Þarsemég hafði þá verið i sinfónium i 10 ár fann ég hjá mér þörf til að breyta til, reyna eitthvað nýtt og öðruvisi en ég hafði áður fengist við. Ég stofnaði hljómsveit — „instrumental”, þ.e. enginn söngvari — sem var svona avant garde djassrokkband, og viö spiluðum um hverja helgi á grunsamlegum klúbbi, sem hét Maryland og var i Glaskow." String Driven Thing „Og i gegnum spilverk mitt með þessari hljómsveit var mér boðið i aðra sem hét String Driven Thing. Stuttu eftir að ég gekk i hljómsveitina komst hún á samning hjá hljómplötufyr- irtækinu Charisma. Chris Adams, sem var forsprakki SDT, samdi lagiö It’s A Game, og það varð næstum þvi „hit" með okkur, en varð siöar mjög vinsælt með Bay City Rollers. Nú, en sumarið sem við fengum samninginn komum við fram á Redding-festivalinu og túruöum Bretlandseyjar mjög stift. Einnig ferðuðumst við um Evrópu og fórum til New York. String Driven Thing starfaði i tvöár áður en hún leystist upp. en ég endurreisti nafnið stuttu siöar með nýjum mönnum Sú útgáfa SDT var meira á amerisku linunni, meira „funky”. Við fórum i hljóm- leikaferðir um Evrópu og Bandarikin og vorum lengi upphitunargrúppa söngvarans Lou Reed. En eftir nokkurn tima kom i ljós að erfiðara var að halda saman þessari útgáfu SDT, en hinni fyrri, og ég hætti.” Óeirðir á ítaliu — Nú varstu mikiö í ferða- lögum á þessum árum þinum með String Driven Thing, — lentirðu ekki i einhverjum ævin- týrum? ,,Jú, þaögeröist margt ævin- týralegt á þessum feröalögum, en það sem mér er kannski minnistæðast var að leika á ttaliu. Við fórum þangaö með Lou Reed og hljómleikarnir voru yfirleitt á iþróttaleik- vöngum. Og fyrir framan sviðiö Föstudagur 12. október 1979 Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur voru kommúnistarnir, fyrir aftan það fasistarnir og við i miðjunni. Og andrúmsloftið var mjög þvingað. Einu sinni þegar við vorum að byrja að spila, og vorum komnir svona 5-10 sek. inni fyrsta lagið, fór að rigna yfir okkur allskyns ávöxlum og eggjum og vatnspoka- sprengjum. Þetta var ekki vegna þess að við vorum svona lélegir, heldur voru öfgahóp- arnir aö nota tækifærið til að vekja á sér athygli. Við vorum strax drifnir útaf sviðinu og inni búningsherbergin, en fylking- arnar runnu saman á miðju sviöinu og i slagsmálunum eyði- lagöist meirihluti hljóðfæranna og magnarakerfisins. Þetta var i Torino. Þaö má þvi nærri geta, aö við vorum mjög hræddir þegar við áttum að leika i Róm, — en upphaflega átti ttali'uförin að hefjast þar, en fyrstu hljóm- leikunum aflýst einmitt af ótta viö óeirðir. Og við þurftum að innbyrða talsvert af alkahóli til að þora uppá sviðið. 1 fyrstu virtist alit ætla að fara friðsam- lega fram, en þegar okkar númer var hálfnaö fór allt i háa- loft. Ljósin kviknuðu i salnum og löggan þusti inn. Þarna var beitt táragasi og reyk- sprengjum, og steinar flugu i allar áttir. Einn lenti i hausnum á trommaranum og honum blæddi mikið. Við vorum læstir inni búningsherbergjunum og öllum gluggum lokað. Fyrir utan geisuöu óeirðirnar. Hljóm- leikarnir fóru náttúrlega útum þúfúr og Lou Reed — sem var aðalnúmerið — kom aldrei fram Þegar þetta spuröist út, hættu rokkhljómsveitir alveg að heimsækja ttaliu i langan tima. Og ég held ég megi segja aö svo sé enn.” Van der Graaf Generator — Hvenær fórstu aö vinna meðPeter Hammel og Van Der Graaf Generator? „Allan þann tima sem ég var meðString Driven Thing var ég mikið i „sessionvinnu” eins og þaðer kallað þ.e. aðstoðarhljóð- færaleikari i stúdióum. Af þeim sem ég aðstoðaði má t.d. nefna hljómsveitirnar Osibisa og Greenslade. Ég vann lika með Steve Hackett (úr Genesis) og var meðGary Sheerston i laginu I Get A Kick Out Of You, sem fór I 4. sæti breska vinsældar- listans. Eftir að ég hætti með String Driven Thing tókégsmá hlé, en fór svo að vinna með Peter Hammel við sólóplötu hans Over. Og var eftir það boðið að ganga i hljómsveitina Van Der Graaf Generator. Ég gerði tvær plötur með Van Der Graaf. The Quiet Sone, The Pleasure Dome og Vital, sem var tekin upp á hljómleikum i MarqueeklúMinum i London. Við vorum mikið á ferðinni, mest á Bretlandseyjum og i Evrópu, en komum einnig viðar við m ,a. fórum við i hljómleika- ferð um Skandinaviu, að tslandi undanskildu auðvitað. Mér skilst að Islendingar séu í miklu svelti i þessum málum. Ég var með Van Der Graaf i 1 1/2 ár. en þá lögðum við hljóm- sveitina niður. Við vorum nefni- lega ekki á „commercial-lin- unni” og farnir að eyða meiri peningumen við fengum inn. Og hættum til þess að eiga góðar minningar um hljómsveitina og áður en við værum komnir i botr.luusa skuld við hljómplötu- fyrirtækið. Eftir það hef ég að mestu vei ið með Peter Hammel á svona minniháttar hljómleikaferðum og ódýrum. Nú siðast i byrjun þessaárs,þá ferðuðumst við um öll Bandarikin á rúmlega 5 vikum.” Til íslands — Af hverju komstu hingaö til tslands? „Frá þvi ég hætti i Van Der Graaf hef ég verið „freelance- rokkari” og afkoma minháð til- fallandi störfum. Og með þvi þetta var orðið meira peninga- legt spilverk, en minna það sem hafði verið upprunaleg ætlun min með þvi að fara i rokkið, að öðlast tónlistarlegt frelsi, — þá ákvað ég að söðla um og fara aftur I klassikina. Ég sá auglýsingu frá Sinfóniuhljóm- sveit Islands i ensku blaði, þar sem auglýst var eftir fiðlara, og hafandi alltaf langað til að kynnast tslandi, eftir að ég sá kvikmynd um það, ákvað ég að sækja um stöðuna. — Likarþér veli Sinfóniunni? „Já. ég er ánægður. Ég byrjaði á þviað fara með hljóm- sveitinni í landreisu sem er nýafstaðin, og hún gekk alveg ljómandi vel og var mér mjög lærdómsrik. Það er mjög gott að vinna með þessari hljómsveit, þvi þó standardinn sé hár, þá kemur hann ekki i veg fyrir að innbyrðis samband hljóðfæra- leikaranna sé gott Bjór — harðfiskur — Saknarðu einhvers úr menningu heimalands þins, sem ekki er fyrir hendi hér á landi? „Já, pöbbanna. Að geta ekki lallað á kvöldin útá næsta götu- horn og tekið eitt „pint” i róleg- he'tum. Einnig sakna ég ind- versku matsölustaðanna, Annars er ég mjög hrifinn af landinu og sundlaugarnar hér bæta mikiö til upp pöbbaleysið, og harðfiskurinn missi ind- versku matsölustaðanna. — — Áttu þér einhver önnur áhugamál en tónlist? Jájá, ég les heilmikið, aðal- lega bækur um heimspeki og skáldsögur. A Englandi var aðaltómstundagaman mitt sveppafræði, sem ég tók mjög alvarlega og eyddi oft heilum dögum i að ráfa um skógana og skoða hinar ýmsu sveppateg- undir. En hér er þvi miður litið um sveppi. Stjörnuspeki er einnig mitt áhugamál og aiheimspælingarnar — uppruni hans og þar f ram eftir götunum. Og ég er að skrifa bók um reynslu mina i Skosku sinfóni- unni og öðrum hljómsveitum — dálitla satiru. Jájá, ég á mörg önnur hugðarefni en tónlist.” — Hefuröu eitthvað fengist við tónsmiðar? „Það fer nú litið fyrir þvi. Ég hef svo sem samið talsvert, en litiö hefur það borist til eyrna almennings. Klassik og rokk — Margir telja að klassiska tóniistin og rokkiö eigi enga samleið — hvaö finnst þér? „Aður fyrr þóttu þetta tveir óskyldir hlutir en i lok siðasta áratugs fóru menn aö gera sér grein fyrir þvi aö rokkið er form sem býöur uppá mikla mögu- leika. Siðan hafa æ fleiri svo- ! i i I i i „LÍF ROKKARANS ER EKKI ENDA- LAUS VEISLA” Rætt við Graham Smith, fyrrum fiðlara bresku rokkhljómsveitarinnar Van Der Graaf Generator, sem nú leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands helgarpósturinru kallaðir klassikerar fengið áhuga á þessu tónlistarafbrigði. Ég held að það sem raunveru- lega hefur verið að gerast i þessu sambandi. sé að rokkar- arnir hafa öðlast meiri tækni á hljóðfæri sin — þó svo enn séu margir rokkarar sem kunna ekkert til verka — og sumt i rokkinu er orðið ekkert annað en það sem kallað er nútíma- tónlist eða nýkiassik. Annars er kannski erfitt fyrir mig að segja til um þetta, þvi þetta hefur svo lengi verið i rauninni einn og sami hluturinn fyrir mér. En ég held að fólk, sem horfir aðeins i eina átt i þessu tilliti — hvort sem það er klassik eða rokk — fari mikils á mis, án þess ég sé að segja að það hafi ekki rétt á þvi. En þá á það ekki að for- dæma t ó n 1 i s t a r s m ek k annarra.” ímvnd rokkarans — Nú litur lif rokkarans oft út fyrir aö vera mjög æsilegt. og fyrir suma kannski eftirsóknar- vert, — sifellt Útúr eða inni rollsa, umkringdur mannfjölda, lúxuslif á dýrum hótelum, einkaþotur osfrv. Er þetta svona? „Jú, maöur kannast svo sem við þessa imynd.en hún er röng. Þettaer kannski svona hjá þeim stærstu, t.d. Rolling Stones og Elton John, en almennt séð er þetta ekki svona. Þetta er lif fullt af andstæðum. Eitt kvöld var ég i svona lúxusveislu sem hljómplötu fyrirtæki hélt á lúxus- hóteli en það næsta svaf ég í bil. Það er m jög sérstakt að vera „on the road” með rokk- hljómsveit og er kannski mjög raunveruiegt lif, — alltaf eitt- hvað að koma uppá og þú ert aldrei öruggur með neitt, og maður verður að leita að hinu stabila i sjálfum sér. Og þetta er langt frá þvi að vera endalaus veisla, eins og margir virðast halda, og oft mjög erfitt likam- lega.” — En þetta með eiturlyfja- notkun rokkara? „Já, það verður að segjast eins og er, að það er nokkuð mikið um eiturlyf i þessum bransa. En það er ekki siður mikið um þá sem nota þau ekki drekka ekki, og sumir borða meira að segja ekki kjöt, — þannig að þegar fólk heldur að rokktónlist og eiturlyf séu tvær hliðar á sama peningi þá er það af vanþekkingu á lifi rokkarans, alveg eins og þetta með „lúxus- inn”. — En af hverju heldur fólk þetta? „Það er ekki gott að segja, hvað veldur þessari van- þekkingu fólks. Kannski er þetta mest umboðsmönnum hljómsveitanna að kenna. Þeir eru alltaf að reyna að búa til einhverja absúrd imyndir af sinum mönnum, til þess að vekja á þeim athygli — bæði meðal almennings og ekki sist hljómplötfyrirtækja — og gera þá öðruvisi en fólk er flest. Þetta er tóm blekking.” Á djasskvöldi — Að lokum Graham — hvað ætlarðu að vera lengi á Islandi? „Það er erfitt að segja til um það. Samningur minn við Sinfóníuna er til eins árs, en ég gæti allt eins orðið hér eitthvað lengur. Það fer eftir aðstæðum, hvort þeim likar við mig og mér við þá. Mig langar lika til að spila eitthvað rokk á meðan ég er hér. Um daginn lék ég á djasskvöldi i Stúdentakjallar- anum og ég vona að það verði framhald á þvi.” Graham með fyrrum félögum sinum I Van Der Graaf Generator eins og þeir birtast á umslagi plötunnar The Quiet Zone

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.