Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 01.02.1980, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 01.02.1980, Qupperneq 20
20 Föstudagur 1. febrúar 1980 Má/arar tveggja tíma Einar G. Baldvinsson Hafi Islendingar einhverntima átt sér „skóla” i myndlist, mun það hafa verið á kreppuárunum. Með orðinu skóli, er átt við hóp manna sem vinna undir svip- uðum merkjum, eftir svipuðum leiðum og eru afmarkaðir i tlma ogrúmi. Skóla kreppuáranna hef- ur Björn Th. nefnt raunsæjan expressjónisma. Stóru nöfnin voru Snorri Arinbjarnar, Þorvaldur Skúlason, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. Með blöndu, misjafnlega skammtaðri af expressjónisma og kdbisma, túlkuðu þessir menn atvinnulifið (eða réttara sagt atvinnuleysið) á fjórða áratugnum. Meitluð form þeirra og einföld en sterk lita- meðferð, hæfði vel einföldu þjóðlifi þessara ára. Höfnin, naustin, verbúðirnar og sjávar- plássin urðu þeim sú Lilja, „sem allir vildu kveðið hafa”. Af þess- um stílfærðu yrkisefnum reis það táknmál sem einkenndi islenska myndlist á fimmta áratugnum og jafnvel fyrriparti þess sjötta. Einar G. Baldvinsson er einn þeirra manna sem fetuðu i fót- spor áðurnefndra málara. Þótt yfirlitssýningu hans á Kjarvals- stöðum sé nýlokið, tel ég mér skylt að geta litilsháttar þessa merkilega myndlistarmanns. Yfirlitssýningin spannar nær 30ár. Elsta verkið er frá 1950, hin yngstu frásiðasta ári. Einar segir teikningar bróður sins hafa kveikt í sér löngun til að mála. A öðrum stað segist hann hafa hrif- ist mjögaf myndum Þorvaldar og Gunnlaugs, sjávarsíðan hafi orðið sér hugleikin. Litið hefur þvi þurft til að leysa neistann úr læðingi og Einar hefur snemma vitað hvert tjáningarþörf hans vildi. Fyrri myndir Einars eru gjarnan málaðar með spaða (pallett-hnif) og er þessi tækni áberandi i myndum hans fram yfir 1970. Stundum notar hann þessatækni ásamt pensli, einkum i yngri verkum. Seinni myndir Einars frá siðustu árum eru nær eingöngu málaðar með pensli. Þessi mismunur á tækni virðist ráða úrslitum I stflþróun Einars. 1 fyrstu myndunum leitar hann að eigin stil og nálgast þá oft viðfangsefnið með dökkum og þykkum litum. Reyndar svipar þessum myndum til þeirra til- rauna sem þá voru á döfinni I spaðatækni, kannski runninni undan rifjum útlendra málara eins og de Stael. Snemma nær Einar valdi á lit- um, sem opinberast i myndum svo sem ,,1 slipp” frá 1957, einhverri fallegustu myndinni á sýningunni. A sjöunda áratugn- um málar Einar nokkrar myndir sem nálgast abstrakt-málverkið, likt og ,,Eldey” frá 1966. En hann fer sínar eigin götur og um 1970 er eins og jafnvægis taki að gæta i myndum Einars. Hann notar pensil og spaða jöfnum höndum i stórum og oft dökkum mynd- um, sem hafa þó I sér fólginn kraft mikils litaspils : Aberandi i þessum flokki er „Keflavík- urhöfn” 1971, mónumentalt og sterkt málverk, fullt af andrúms- lofti sjávarsiðunnar. 1 nýrri verkunum slaknar mjög á þeirri spennu, sem einkennir leit Einars I fyrri verkum hans. Greinilegt er, að hér hefur hann náðfullkomnu valdi á tjámiðlum sinum og getur bókstaflega mál- að áreynslulaust. En um leið fer að gæta i æ rikari mæli þeirrar nostalgiu (söknuðar), sem einkennir stil Einars. Það er llkt og hugur hans neiti að horfast i augu við ef tirstrlðsárin. Vafalaust er hér á ferðinni viss eftirsjá eftir hinu unga, óspillta Islandi fyrirstriðsáranna, sem þrátt fyrir allt baslið þraukaði i von um betri tiö. Mótivin eru lik- ust þvi' að ekkert hafi breyst i 40 ár og aðferöir við túlkun þeirra hinar sömu. Þrátt fyrir þetta undarlega afturhvarf, verður sýning Einars að teljast viðburður sakir óvéfengjanlegra hæfileika hans sem málara. Hel gi Þ. F riðj ónsson Helgi Þ. Friðjónsson heldur nú sýningu i Galleri Suðurgötu 7. A einu af þeim póstkortum sem prentuð hafa verið eftir skissu- bókarteikningum Helga, stendur: Að Helgi hafi stundað nám i Myndlista- og handiðaskóla íslands 1971—76, síðan I De Vrije Academie Psýchopolis I Haag 1976—77 og loks við Jan van Eyck Academie I Maastricht 1977—79. Helgi hefur sýnt reglulega frá 1975, á Islandi, i Hollandi og Sviss. Þetta er fimmta einkasýn- ing Helga, en hann hefur tekið þátt i fjölda samsýninga, bæði hér og erlendis. Að þessu sinni eru á ferðinni málverk, sem Helgi hefur unnið upp úr skissubókum. Svipar þeim mjög til þeirra teikninga, sem hann hefur áður sýnt eða gefið út á prenti. Mannverur sem likjast einna helst fatlaða manninum aftan á gömlu grýtu-eldstokkun- um (undir kjörorðinu: Hjálpið lömuðum), spranga um mynd- flötinn og lenda i ólíklegustu ævintýrum. Löngun til að segja frá er einkennandi I verkum Helga. Myndir hans eru i ætt við mynda- sögur, þar sem myndum og texta er dengt saman. Það er samt langt I frá að myndirnar séu venjulegiir myndasögurammar. 1 þeim blandast ýmsar hugmyndir, jafnt myndrænar sem frásögu- legar. 1 óbeisluðu hugmyndaflugi renna saman erotiskar hugrenn- ingar við alls konar myndsköp- unartilraunir, tákn og verur, þannig að oft reynist erfitt að höndla viðfangsefnið. Allt er þetta unnið á mjög hraðan hátt með nánast barnslegum (naivum) einfaldleik. Helgi reynir að koma hug- myndum slnum til skila á eins beinan hátt og honum er frekast unnt. Hann skissar upp hugmynd- ir sinar, hver ja á fætur annarri og notar kannski einn útgangspunkt I teikningu til að vinna þá næstu. Þannig fæðast tugir teikninga • og hugmyndin þróast i gegnum þær og breytist. Ekki virðist mér aöferð hans breytast á nokkurn hátt við notk- unollu og striga. Hins vegar telur Helgi sjálfur, að olian henti sér betur en vatnslitir, þar sem ferskleiki skissanna haldi sér betur f olíumálverkinu. Seriur Helga, en það fer varla fram hjá nokkrum að hér er um „Þjóðlif” getur hvorki tali.st frumlegt né forvitnilegt nafn á blönduðum þætti á sunnudags- kvöld. Það leiðir hugann að „þjóðmálum ” og jafnvel „þjóð- málaumræðu”,semnú á dögum er vonlausasta nafn á þætti sem hugsast getur. Þátturinn sjálfur var mun forvitnilegri en nafnið, — fyrst og fremst vegna þess að Sigrún Stefánsdóttir gerir sér augljós- lega grein fyrir yfirburðum sjónvarpsins gagnvart öðrum fjölmiðlum. Það er stutt síöan timarit heimsótti forsetahjónin og birti myndir af innbúi þar. Valdimar örnólfssonog morgun- leikfimin hans hafa sömuleiðis oft og mörgum sinnum verið efni blaða. Þorranum hafa verið gerð ýtarleg skil (að vanda) i dagblöðunum, og sömuleiðis forsetaframbjóðendum.Sigriður Ella hefur oftar en einu sinni verið i löngum viðtölum I blöð- um. Af þessu sést að frumleik- að ræða myndraðir, eru gjarnan umbreytingamyndir (metamor- fósur). Hlutirnir i myndum hans taka sifelldum breytingum, þró- ast úr einu I annað. Verk Helga eru llkt og órofa heild eða keðja, sem aldrei tekur enda. Maður verður að dýri, dýr verður að manni, hvert form breytist I ann- að, leysist upp og skreppur saman aftur. Þó koma þessi element fyrir aftur og aftur, sum- ir hlutir eru Helga hugleiknari en aðrir. Þannig virðist mannveran ganga eins og rauður þráður gegnum myndir hans. Einnig eru allslags dýr, hundar eða ljón (jafnvel slrenur) algeng i mynd- um Helga. Saman við fléttar hann svo geometrlskum hlutum, þrihyrningum eða pýramldum. Liti notar hann einnig sem hluti, svo sem litbönd sem taka breyt- ingum. Texti fylgir svo sumum myndunum, eða stendur einn sér; yfirleitt einhver lltil og skrýtin saga. Oft er textanum komið fyrir sem bólu i myndinni sjálfri. Þótt Helgi finpússi ekki myndir sinar og forðist alla fagurfræði I teikningu, verka myndir hans undarlega vel á mann. Þær eru greinilega afrakstur frjós imyndunarafls, sem virðist eiga sér litil takmörk. Sýningu Helga lýkurá. febrúar. anum var kannski ekki fyrir að fara. Kúnstin er að finna ný sjón- arhorn, gera hlutina forvitni- lega uppá nýtt, og nota til þess möguleika sjónvarpsins. Og það tókst prýðisvel I þættinum á sunnudagskvöldið. Hann var I alla staði fagmannlega unninn, ekki staldrað of lengi við sömu hlutina og ekki of stutt heldur. Greinilegt var að talsverð vinna lá aðbaki og þegar svo erlætur árangurinn ekki á sér standa. Að mörgu leyti var þessi þáttur mjög svipaður þætti Hildar Einarsdóttur laugar- daginn á undan, en ólikt skemmtilegri. Munar þar mestu að fólkið virtist hafa eitthvað að segja, nema kannski forsetaframbjóð- endurnir, sem augljóslega voru taugaóstyrkir og tóku jafnan undir það sem næsti á undan sagði. Og svo kann Sigrún svo- litiö á sjónvarpið! GOTT GERT ÚR GÖMLU T/L VARNAR FYR/R AFÞREY/NGU Klerkar I klipu: Jón Hjartarson og Soffia Jakobsdóttir i hlutverk- um sinum. Miðnætursýningar i Austur- bæjarblói: Leikfélag Reykjavikur sýnir Klerka i klipu. Höfundur: Philip King. Þýðandi: Ævar R. Kvaran. Leikstjóri: Sigurður Karlsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðs- son. Lýsing: Daniel Williams- son. i hlutverkum: Ragnheiður Steindór s dóttir, Margrét ólafsdóttir, Jón Hjartarson, Soffia Jakobsdóttir, Harald G. Haraldsson, Kjartan Ragnars- son, Guðmundur Pálsson, Steindór Hjörleifsson, Sigurð- ur Karlsson. Það er nú að verða fastur liður i leikhúslifi borgarinnar að LR sýni ærslaleiki i Austur- bæjarbiói um miðnættið. Virð- ist reyndar sem litið sé á þess- ar sýningar sem eitthvað sem liggi utan alvöruleikhúss, hefö- bundnir frumsýningargestir lýstu þvl I það minnsta með fjarveru sinni á frumsýningu — og jafnvel gagnrýnenda- hópurinn var býsna þunn- skipaður. Innst inni hef ég grun um að ás tæðan sé s ú að vér, vir ðuleg- ir borgarar og menntamenn teljum ærslaleiki einhverskon- ar óæðri skemmtun, eitthvað sem vér erum hafnir yfir, en má svo sem nota til að skemmta pöplinum með. Þvi pöpullinn hefur jú alltaf heimt- að brauö og leiki. Reyndar erum vér ekki fyrstir til að uppgötva þetta. Jafn- merkir höfundar og Dario Fo virðast hafa dottið ofan á hið sama — án þess þó að draga af þvi sömu ályktun. Þó merkilegt sé. Dario karlinn Fo virðist nefnilega ekki lita svo Á að það sé syndsamlegt gegn listagyðj- unni að skemmta sér með ærslum. Hann hefur þvert á móti beislað orku ærslaleiks- ins — með svo góðum árangri að jafnvel sérritin islensku s já ástæðu til að skamma hann (sbr. viðbrögðin við Við borg- um ekki). En ef vér þyrðum að játa það (af ótta við að skaða mennta- mannaheiðurinn) held ég vér gætum viðurkennt að það er hollt að skemmta sér við gott grin. Að það er ekkert ljótí við að hlæja aö botnlausri vitleysu. Eða með öðrum orðum að listin á lika að vera til afþreyingar. Það var akkúrat þetta sem rann upp fyrir mér þar sem ég sat i Austurbæjarbiói og hló svo að tárin runnu. Ég var að taka þátt I einhverri hollustu skemmtun mannkynsins: kómik sem er ekkert annað en kómik, gerir ekki kröfur til annarra tauga en hláturtaug- anna frægu, biður ekki um neitt annað en að fá okkur til að gleyma amstri hversdagsins i hlátri. Vitanlega er mér ljóst að leikrit eins og Klerkar i klipu er ekki merkilegt verk sem sllkt. Það verður líklega ekki einu sinni hlægilegt nema i meðferð góðra ærslaleikara sem njóta lifsins meðan þeir leika. Þó bregður þar fyrir til- svörum sem eru bráðfyndin i sjálfum sér — og Ævar Kvaran hefur staðið sig vel við að þýða orðaleiki og meinhæðni. — Og vitanlega er mér ljóst að það er mikill munur á notkun Kings þessa á ærslunum og pólitiskri beislun hins italska meistara sem ég nefndi. Samt hafa báðir gert sér grein fyrir sömu nauð- syn fyrir alla list: að vera skemmtileg. Leiðinleg list verður aldrei góð list, hversu mikiðsemhún er lofsungin fyr- ir djúpvisku og spaklegheit. Þviaðeins hún veiti manneskj- unni nautn og ánægju af ein- hver ju tæi er hún algóð og mik- ils virði. Og nú kann einhver að spyrja: Þarf manneyminginn virkilega svona langan inngang bara til að afsaka að hann skemmti sér við „ómerkilegt” leikrit? Þvi get ég svarað bæði néitandi og játandi, vildi heldur orða það svo að inngangurinn varð svona langur af þvi mér fanst þetta skipta máli i allri þeirri alvöru sem virðist vera að heltaka okkur. Um leikritið er best að hafa sem fæst orð, einfaldlega til að ræna ekki tilvonandi leikhús- gesti ánægjunni. Um leikinn er óþarfi að vera margorður. Þarna er teflt fram mörgum af ágætustu ær s laleikur um okkar. Manni kemur fátt á óvart — nema þá frammistaða þeirra sem maður hefur sjaldan eða aldrei séð i þvilikum hlutverk- um, s.s. Ragnheiðar og Soffiu. Annars er allt eftir kokka- bókum þarna. Það var yndisleg tilfinning að vera I leikhúsi þetta kvöld. Einfaldlega vegna þess að maður var innan um fólk sem kunni að meta heilbrigða af- þreyingu, haföi vit á að gera þá kröfu til leikhússins að það væri skemmtilegt! Þökk fyrir.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.