Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 23
—halgarpósturinn, Föstudagur 15. ágúst 1980
23
Nótur að neðan
Jah Wobble, bassaleikarinn
úr PIL, hefur á tveimur
mánuöum gefiö út jafnmargar
sólóplötur. Sú fyrri The Legend
Lives On.... Jah Wobble in
Betrayal kom út siöast I mai en
var unnin á mjög löngum tima
eða á rúmlega ári. Seinni platan
V.I.E.P. kom óvænt út fyrir
þremur vikum siöan. Sú plata
átti upphaflega aö veröa 12"
tveggja laga plata meö Fats
Domino laginu, Blueberry Hill,
sem a-hliö. Wobble hugöist
endurvinna þá útgáfu af Blue-
berry Hill, sem birtist á The
Betrayal. Þegar upp var staðiö
var Wobble meö nægilegt efni á
aöra stóra plötu, þótt hiö „nýja”
efni sé i nokkrum tilvikum ein-
ungis endurvinnsla á lögum'
Betrayal. Má þar nefna t.d.
tvær nýjar útgáfur af Blueberry
Hill, (sem þó eru allar nánast
eins, þótt sögnum sé sleppt i
einni útgáfunni) og Seaside
Special, sem er sama lag og The
First Day Of The Rest Of My
Life, sem er eitt skemmtileg-
asta lagiö á Betrayal. Þannig er
V.I.E.P. frekarrýr og undarlegt
aö Wobble skuli kjósa að fylgja
Betrayal eftir meö plötu sem
þessari, þrátt fyrir aö hún sé
seld mjög ódýrt — i Bretlandi
a.m.k. Enda sætir þaö viöa
furöu aö Virgin skuli yfirleitt
gefa Wobble nánast ótakmark-
aö frelsi. Hins vegar er The
Legend Lives On... Jah Wobble
In Betrayal stórgóö plata, sem
er skemmtilega fjölbreytt en
jafnframt heilsteypt og hnit-
miðuö. Á Betrayal má finna tón-
list sem sver sig beint i ætt viö
tónlist PIL en einnig gætir hér
sterkari áhrifa en hjá PIL frá
reggae-tónlist og annarri dans-
tónlist samtimans. Hvaöa tón-
listarform sem Wobble bregður
fyrir sig viröist liggja beint og
eölilega fyrir honum. Er þaö þvi
ótrúlegt en satt aö Wobble hefur
einungis leikiö á hljóöfæri og
samiö tónlist i rúm tvö ár og er
óhætt aö segja aö hann sé
einn eftirtektarverðasti bassa-
leikari hinnar nýju rokk-
kynslóöar. Auk þess má segja
aö Wobble sé einn af litrikustu
persónuleikum hennar. Er
Betrayal augljós vitnisburður
Holger Czukay.
um mjög sérkennilegt og marg-
brotiö skopskyn Wobbles, sem
þó ávallt á sér alvarlegri fót-
festu.
Meö útkomu fyrstu sólóplötu
Jah Wobbles opinberaöist sú
togstreita sem viröist rikja
innan PIL og þá einkum á milli
gitarleikans Keith Levene og
Jah Wobbles. Eftir viðtali viö
Levene aö dæma geta þessi ó-
líku sjónarmið hugsanlega leitt
til endanlegrar sundrungar
PIL. Þrátt fyrir þessa yfirlýs-
ingu viröist Jah Wobble ætla
ótrauður aö halda sinu striki
hvaö persónuleg áform varðar.
Má þvi, ef aö likum lætur búast
viö aö fyrirhugaö samstarf
Wobbles og bassaleikarans
Holger Czukay, úr Can, veröi aö
veruleika. En eftir aö fundum
þeirra Wobbles og Czukays bar
fyrst saman siöastliöinn vetur
lýsti Wobble yfir einlægri
aödáun sinni á þessum gamal-
reynda og fjölhæfa tónlistar-
manni og kvaö þaö vilja þeirra
beggja aö starfa saman aö gerö
nýrrar plötu.
Um likt leyti og Jah Wobble
gaf út Betrayal kom út fyrsta
sólóplata Holger Czukays,
Movies. Heldur hljótt haföi
verið um Czukay fram aö útgáfu
plötunnar og reyndar um
meölimi Can i nokkur ár. En
þótt Holger Czukay sé einn af
stofnendum Can hefur þó sam-
band hans viö hljómsveitina
verið laustengdara um skeið en
þegar hann var einn lykilmaður
þessarar stórmerku þýzku
hljómsveitar. Af einhverjum
ástæöum viröist Czukay hafa
fjarlægst Can, sem slika, þótt
tónlistarlega séö megi óhikaö
fullyröa að hann fylgi enn þeim
heföum sem Can grundvallaöist
á. A Movies spila meö Holger
Czukay þeir meölimir Can sem
myndað hafa kjarna þeirrar
hljómsveitar, ásamt Czukay,
lengst af. Þannig leika meölimir
Can i gestahlutverkum á sóló-
plötu Czukays á likan hátt og
hann hefur leikið meö Can
undanfarin ár. Þóber aö geta aö
Holger sjálfur sér um mest
allan hljóðfæraleikinn á Movies,
aö undanskildum trommuleik-
num sem er i höndum Jaki
Liebezeit úr Can. Hvar sem
drepiö er niöur er hljóöfæra-
leikurinn óaðfinnanlegur og
mjög vandaöur og ber ásamt
tónsmiðum Holgers vott um
framúrskarandi hugmynda-
auögi hans. Sólóplata Holgers,
Movies, sýnir aö hann býr vel að
þeirri reynslu sem hann hefur
upplifaö meö Can og reyndar
áöur I skóla Karlheinz Stock-
hausen og þá hvaö varöar
notkun „effekta”, segulbanda
eöa almennt hvaö snertir út-
setningar og yfirbragö tón-
listarinnar.
Movies inniheldur fjórar
nýjar tónsmiöar eftir Czukay,
sem hver á sina visu sýnir
ákveöna mynd af honum, þótt i
rauninni renni i gegnum þær
allar sami þráöurinn. Platan
hefst á lagi sem nefnist Cool In
The Pool og er þaö frábær og
mjög fyndin útfærsla Holgers á
diskódansi, þar sem snilld Hol-
gers I „effektanotkun” nær
vissu hámarki. Unnendur dans-
tónlistar hljóta aö taka undir
meö Holger aö gott er aö kæla
sig i kaldri laug eftir heitan og
sveittan dans. Engu aö síöur er
einn eftirminnilegasti hluti
plötunnar verk sem Holger
nefnir Persian Love og hefur
þaö eins ognafhiösjálfsagt gefur
til kynna yfir séraustrænanblæ.
I ljósi platna Jah Wobbles og
plötu Holger Czukay er ánægju-
legt aö hugsa til þess tima þegar
af samstarfi þessara tveggja
ágætu tónlistarmanna verður...
ef það á annaö borö gerist yfir-
leitt.
VINDIVIÐUR
Siguröur Jóhannsson:
Vindiviöur, ljóö.
Letur, 1980
Fyrir þremur árum kom út
ljóðabókin Skammstafanir eftir
Sigurð Jóhannsson. I þeirri bók
voru ljóö sem flest voru ort á
skólaárum og voru þvi aö von-
um æöi sundurleit. Þaö sem
einkum er minnisstætt úr þeirri
salurinn er tómur
sviöiö er autt.
spegillinn I búningsherberginu
grettir sig og grettir.
Einnig kemur fram ákveöinn
næmleiki eöa viökvæmni gagn-
vart lifinu og feguröinni oft
blandiö einhverskonar
óhugnaöi:
þaö sem okkúr langar aö vera
fullkomin.
en erum sein fyrir.
Bókmenntir
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
bók er aö viöa bregöur fyrir
skemmtilegri málnotkun og
nokkrar frumlegar hugmyndir
er þar að finna.
Yfir ljóöunum i Vindiviöi er
heildarsvipur. í bókinni eru 16
ljóö sem viröast ekki vera frá
mjög löngum tima. Annarsveg-
ar eru mjög stutt ljóö sem nálg-
ast aö vera af tegund spak-
mæla: „sjá, þar fer öldungur,
reifabarn”. og „þar sem grasið
grær / sé ég fót þinn ganga”.
Hinsvegar eru lengri ljóö þar
sem ýmist er beitt hreinni frá-
sögn eöa eru borin uppi af ýmiss
konar myndrænum tilþrifum.
Heildarsvipurinn á bókinni ein-
kennist af sposku eöa jafnvel
háösku viöhorfi til umhverfis-
ins:
öll þau hreinu form sem okkur
bauö,
og viö sem svikum
viö höfum hvorki þagað né sagt,
þegiö né hafnaö,
haldiö né gefiö
hálfkæringur er okkar saga.
Og i ööru ljóöi segir:
sjáiö mig
strjúkiö lendar minar,
troöiö mig fótum eöa flettið
hulunnifrá
augliti ykkar, þerriö huluna
burtUraugum
ykkar og sjáiö myrkur hjartans,
fagniö
myrkrinu þöndum vængjum,
kastiö þvi burt sem
steini og sjáið manninn.
1 þessari bók kemur viöa fyrir
skemmtileg notkun á máli. Eitt
af þvi sem er svolítið óvenjulegt
er aö höfundur notar tölvert inn-
rim innan setninga og skapar
þaö nokkuö sérkennilegan
hljóm:
ef lambið leggst hjá ljóninu
og ljóniö fær sjón
og lambiö er ljóniö
og lævirki grætur um nón og
nætur
og Njöröur og Skaöi leggjast
á bæn á Fróni
ef napur og dapur nauöar
glópur
kvæntur ósköpum harpinna
óska sinna aö sinni
slekkur um óttu
þorsta brostinna vona i
Fossi
feguröar þeirrar, sem kossi
leysti
kviksettan, hverrar glettinn
losti
og byrstur hroki
tvistruö frostþoku nyrztri,
Þessi bók er ekki ýkja mikil
aö vöxtum en i henni er aö finna
ýmislegt forvitnilegt og
skemmtilega gert sem þeir sem
lesa ljóö hafa vafaiaust gaman
af aö skoöa.
(Aö lokum verö ég aö gera þá
játningu aö velsæmisins vegna
birti ég hér ekki kafla úr besta
ljóöibókarinnar, sem i rauninni
er ekki hægt aö birta nema i
heilu lagi, vegna þess aö ég vil
ekki eiga á hættu aö fá siðgæöis-
eftirlitiö á hælana).
„Sagan af Ara Fróðasyni og
Hugborgu konu hans"
Ný bók eftir Guðberg Bergsson, meðal
væntanlegra bóka frá Máli og menningu
Þrjár nýjar íslenskar skáldsög-
ur koma út hjá Máli og menningu
i haust, aö sögn Þorleifs Hauks-
sonar, útgáfustjóra forlagsins.
Þær eru eftir Guöberg Bergsson,
ólaf Hauk Simonarson og Guö-
laug Arason.
„Bók Guöbergs heitir „Sagan
af Ara Fróðasyni og Hugborgu
konu hans”, og er nútima saga úr
Reykjavik”, sagöi Þorleifur.
„Bók Guölaugs heitir „Pela-
stikk”, og er að talsverðu leyti
byggö á endurminningum hans
frá bernskuárum á Dalvik, og
segir aöallega frá einu sumri,
þegar hann var á sfldarbáti. Ólaf-
ur Haukur skrifar siöan sögu af
verksmiöjustúlkum, nútimasögu
þar sem sagt er frá stúlkunum og
umhverfi þeirra bæöi á vinnustaö
og I einkalifi”.
Auk skáldsagnanna koma tvær
nýjar ljóðabækur út hjá Máli og
menningu. Þær veröa eftir Sigurö
Pálsson og Stefán Snævarr.
Þá kemur út bók Einars 01-
geirssonar, „tsland og heims-
valdastefnan”, sem að sögn Þor-
leifs eru einskonar pólitiskar end-
urminningar Einars frá þvi á ár-
unum i kringum siöari heims-
styrjöldina.
Ritsafn Jóhanns Sigurjónsson-
ar, i nýrri og aukinni útgáfu,
kemur lika út á vegum forlagsins.
Þaö er Atli Rafn Kristinsson, sem
annasthana. Þá er von á fyrsta
bindi ritsafns Sverris Kristjáns-
sonar.
Þorleifur sagöi þetta vera þaö
sem kæmi af islenskum bókum,ef
frá eru skildar barnabækur, en á
vegum forlagsins veröur blómleg
barnabókaútgáfa á þessu ári.
„Meðal annars gefum viö út þrjár
bækur úr barnabókasamkeppn-
inni”, sagöi Þorleifur.
Erlendar bækur af öllu tagi
verða sömuleiöis gefnar út, en
samkvæmt upplýsingum Þorleifs
er ekki búiö aö ganga endanlega
frá þvi hvaöa bækur þaö veröa
sem hægt veröur aö gefa út I ár.
—GA.
DCIGHTONÍV
WlWitNÍ[
fAwiixwiíCfjNumtir
Kr. 3950.
Kr. 2800
DORIS
LESSING
Kr. 2050
Kr. 2700.
Kr. 7665
Fyrsta bók No. , f Tjme
höfundar i sex ar. vikum saman.
HUUWHjs
njM
gude
■VamMÆVMBttölT...
BSttSTBOOKWffiWS’
104000
£N£i ico i ii..._
Ein af bestu
st
„Biblia" iaiiistanna
GRANADA
METSÖLUBÆKUR
Bókabúð Máls og menningar
Laugavegi 18 — Sími 24242— Sendum í póstkröfu