Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 17
Jielgarpásturinn
Svart fresskatta-
skinn við bakveiki
>aö kennir margra grasa þegar
litiö er yfir smáauglýsingar síð-
degisblaðanna. Hvað i ósköpun-
um skyldi reka fólk til þess að
auglýsa eftir skinni af svörtum
fressketti?
Til þess að komast á snoðir um
það sló Helgarpósturinn á þráð-
inn til viðkomandi auglýsanda
sem gaf það svar að það væri
gamalt húsráð við bakveiki að
leggja slikt skinn við bakið. Og
svart verður það að vera vegna
þess að i svörtu skinni er meira
rafmagn og það gefur meiri hita
en annað skinn af mislitum eöa
hvitum köttum.
Það var ekki laust við að sú sem
auglýsti væri eilitið vonsvikin
þegar hún heyrði að erindi blaða-
manns var einungis að forvitnast
en ekki að bjóða henni svart
fresskattaskinn til sölu. Enginn
hafði haft samband við hana út af
skinninu nema einhver stelpu-
gopi i sömu erindagjöröum og
Helgarpósturinn. En hún var
samt ekki á þvi að láta hugfallast.
„Ef þetta dugir ekki þá hringi
ég upp að Keldum”, sagði hún,
staöráöin i aðiprófa þetta gamla
húsráð við bakveikinni.
EI.
Föstudagur 15. ágúst 1980
17
Birgir Gunnlaugsson hljóm-
listarmaður er búinn að vera 11
ár i dægurlagabransanum. Það
út af fyrir sig væri ekki svo
merkilegt ef Birgir væri ekki 24
ára gamall maður.
„Ég hótaði þvi þegar ég var 7
ára að verða betri en Raggi
Bjarna”, sagði Birgir i samtali
við Helgarpóstinn.
„Mamma vann þá i Lidó, þar
sem Ragnar söng með hljóm-
sveit Svavars Gests og hún haf ði
mjög gaman af aö striða Ragn-
ari á þessu”.
Maðuriiin á bak vlð nafnið
Birgir Gunnlaugsson
Spilaði með Bítlunum
Og fljótlega eftir að Birgir
hótaði þessu fékk hann gitar
sem hann byrjaði aö glamra á.
Þegar hann var 13 ára gamall
var farið að athuga hvort það
myndi borga sig að leyfa piltin-
um að spreyta sig í popp-
bransanum. Ragnar Bjarnason
var látinn prófa hann og gaf
grænt ljós. Það var óhætt að
kaupa „græjur” handa stráksa.
„Ég byrjaði þá strax að spila i
Klúbbnum”, sagði Birgir. „Og
þótti kunna óvenjulega mikið
þetta ungur”.
Birgir spilaði siðan með
Fjörkum, Triói 72 og með
Bitlunum. Það skal tekið fram
að það voru ekki ensku bitlarn-
ir. Þetta var séríslensk útgáfa
og spilaði i Gúttó.
„Það hrelldi miðaldrakonur
að koma þarna inn og sjá stórt
skilti hangandi uppi sem á stóð
Bitlarnir. Þær vildu sko ekki
vera á balli með bitlahljóm-
sveit”, sagöi Birgir.
Birgir hefur nú um fimm ára
skeið starfrækt hljómsveit
Birgis Gunnlaugssonar. Sú
hljómsveit hefur viða komið við
sögu. M.a. hefur hún staðið fyrir
Hæfileikakeppni Dagblaðsins.
„Mér fannst vanta stökkpall
fyrir fólk sem er að byrja. Það
var fjöldinn allur af fólki sem
spilaði kannski á gitar fyrir vini
sina i partium og það fólk vant-
aði einhvern vettvang þar sem
það gat komið sér á framfæri.
Ég sá það að heppilegast yrði að
koma þessu i kring i samráði viö
einhvern fjölmiðil og orðaði
þetta við Asgeir Tómasson á
Dagblaðinu. Hann talaði við
Jónas Kristjánsson ritstjóra og
málið var klappað og klárt”.
Einnig er Hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar einn aðstand-
enda Söngleiksins Evitu. Og
Birgir fer þar sjálfur með hlut-
verk frelsishetjunnar Che Gue-
vara.
„Ég setti Evitu upp i samráði
við Báru systur, við höfum
margt brallað saman um dag-
ana. Ég hef að visu aldrei dans-
að, ég komst aldrei lengra en að
taka þrjá kollhnisa hjá henni”,
sagði Birgir.
Það er Bára hjá Jazzballett-
skóla Báru, sem er Bára systir,
en þau Birgir og hún eru hálf-
systkini. Birgir er fram-
kvæmdastjóri Jazzballetts-
skólans, auk þess sem hann er
þar gjaldkeri, ritari, viögerðar-
maður og málari ef með þarf.
Þau systkinin eru þegar farin
að huga aö einhverju til þess að
skemmta borgarbúum með
næsta vetur, hvað það verður
vildi Birgir hins vegar ekki
segja neitt um að svo komnu
máli. En Birgir er greinilega
ekki maður sem situr auðum
höndum.
„Ég hef alveg nóg að gera frá
klukkan 9 á morgnana til klukk-
an 11 á kvöldin”, sagði hann.
„Og það er oft kvartað yfir þvl
að ég sé aldrei heima”.
Og þeir sem kvarta eru þá
sennilega kona Birgis og börnin
tvö. EI
KLUKKUTÍMA AÐ SKRÚBBA
AF SÉR SKÍTINN Á KVÖLDIN
Flestir vegfarendur forða sér
sjálfsagt hið snarasta þegar farið
er að vinna með loftpressu ein-
hvers staðar i grennd við þá. En
hvernig skyldi þeim liða sem
vinna á loftpressum i ærandi háv-
aða og titringi allan daginn.
Einar Eggertsson er lærlingur i
húsasmiði og i sumar hefur hann
unnið á loftpressu og það taldi
hann ekkert leiðinlegra en hverja
aðra vinnu, sagði að visu að hún
værí dálítið óþrifaleg og aðallega
væri það rykið sem færi illa meö
menn.
„Þessi vinna hefur aðallega
einn ókost”, sagöi hann. „Hún er
ekki nærri nógu vel borguð miðað
við hvað þetta er mikið púl. Svo
fáum við ekki einu sinni óþrifaá-
lag eins og tiökast hjá iðnaðar-
mönnum sums staðar, þó tekur
það klukkutfma að skrúbba af sér
skitinn þegar heim er komið á
kvöldin”.
Einarvar að fleyga klöpp þegar
okkur bar að garöi og hann sagði
aö það væri ekki erfitt, það væri
verra þegar hann væri i múrbroti.
Við spurðum hann hvort menn
yrðu ekki hálf heyrnarlausir i
þessari vinnu?
„Nei, ekki ef þeir eru með góð-
ar eyrnahlifar”, sagði hann.
Ertu ekki allur titrandi og
skjálfandi þegar þú kemur heim á
kvöldin?
„Nei,” sagði Einar. „Ég tek
vinnuna ekki með mér heim”.
Og meðþaösnerihannsér aftur
að þvi aö fleyga klöppina, en við
forðuðum okkur á brott úr hávaö-
anum hið snarasta.
EI
Sími 86220
85660
Boröa-
þantanir
Atli snýr
plötunum
Hljómsveitin
Glæsir
MISSKILDAR HNETUR OG
FEIMNAR KAFFIBAUNIR
Klakahöllin, þvi stórbrotna
nafni nefnist isbúð Mjólkursam-
sölunnar við Laugaveg. Þar eru
til sölu nýstárlegir isréttir sem
skirðir hafa veriö skringilegum
nöfnum. Kirsuberiö sem komst á
toppinn heitir einn rétturinn og
Bananasprengjan heitir annar.
Björg Jóhannsdóttir sem gegn-
ir starfi verslunarstjóra i fjar-
veru Bent Bryde var að þvi spurð
hvort mikið væri verslaö hjá
þeim.
„Já, það er mjög mikið verslað
hérna”. sagði hún. „Mest er að
gera yfir sumartimann, þegar
veöriö er gott”.
Er fólk sem vinnur í isbúð ekki
alltaf að borða is?
„Ég borðaöi mikinn is til að
byrja meö” sagði Björg. „En
núna er ég búin að fá leið á hon-
um”.
Hvaða is selst mest hjá ykkur?
„Ætli það sé ekki Týnda peran,
Misskilda hnetan og Feimna
kaffibaunin. Svo er það jógúrtis-
inn nýi, hann er að veröa voöa
vinsæll”.
Þessi frumlegu nöfn vöktu at-
hygli Helgarpóstsins sem haföi
áhuga á að vita hvaðan þau væru
upprunnin. „Það er Auglýsinga-
Emmess ísöld ríkir nú I Klaka-
höllinni, þar sem afgreiðslustúlk-
ur handlanga nýstárlega isrétti
yfir afgreiðsluborðið.
stofa Kristinar sem sér um þetta
allt saman” sagði Björg.
EI
mm Wm •• -3 v/
v ...* L. uií
>%í L PH
— II
Þetta eru tvö af fimm stórum tekjum sem verða I Tivoli I Laugardainum, frá þvi 22. ágúst til 7. sept-
ember. Þá daga verður starfandi þar tivoli með öllum hefðbundnum tilfæringum, i tengslum við Kaup-
stefnuna Heimilið '80.