Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 13
13 halrjarpnezfl irinn Föstudagur 15. ágúst 1980 rækja þig fyrir leiklistina? „Nei, þaö hefur mér aldrei fundist” sagöi Ragnheiöur. „Ég hef alltaf haft þaö á tilfinning- unni aö ef eitthvaö kæmi upp á þá myndi ég ganga fyrir öllu ööru.” Margrét lék ekki mikiö á meöan Ragnheiöur var litil. Um tima var hún alveg heima vegna sjúkdóms og var þá mikiö meö þessari einu döttur sinni. „Ég lagöi mig meö henni á daginn og sofnaöi meö henni á kvöldin á timabili”, sagöi Mar- grét. Meö þeim mæögum mynduöuststerk tengsl sem enn i dag eru mikil. „Ég tala helst viö mömmu i sima einu sinni á dag, ef viö ekki hittumst” sagöi Ragnheiöur. „Bara til þess að vita hvernig liöur. Þó veit ég aö ef eitthvaö kæmi fyrir myndi hún hringja strax i mig. Kannski væri þetta öðru visi ef börnin heföu veriö fleiri. Maöur veröur kannski einum of tillitssamur og of háö- ur sem einbirni.” Alltaf getað talað um allt Fiimst þér þú vera háð foreldrum þinum? „Já, ég er það held ég”. „Mér finnst þaö nú hafa breyst i seinni tiö, sagöi Margrét móöir hennar. „Það ferilla með mig aö gera eitthvað sem ég veit aö myndi særa mömmu”, sagöi Ragn- heiöur. „Ég geri mikiö af þvi að leita ráöa hjá henni bæði I sam- bandi viö praktíska hluti og annaö. Ég hef alltaf getaö talaö viöhana um allt. Ef þaö er eitt- hvaö sem ég er aö velta fyrir mér, þá leita ég frekar meö það til pabba og mömmu en til ein- hverrar vinkonu minnar Uti i bæ á svipuðum aldri”. Ef þér er illa við aö særa mömmuþinahindrar þaö þig þá ekki i aö gera hluti sem þig langar til? „Aö sjálfsögðu hefur það gert þaðað vissu leyti. En ef það hef- ur veriö eitthvaö sem hefur nagaö mig, sem mér hefur fundist aö ég ætti aö gera en vitaö aö pabbi og mamma hafa veriö mótfallin, þá hef ég getaö komiö og rætt þaö viö þau. Og þá hefur kannski veriö hægt aö finna einhverja lausn”. Alltaf montin af mömmu Tekurðu þá ekki örlagarika ákvöröun i lifinu nema ráöfæra þig við foreldra þina fyrst? „Jú, þaö geri ég”. „Ef þaö hafa veriö hlutir sem hafa varöaö okkur öll þá hefur það veriö rætt”, sagöi Margrét. „Þá hefur oftast nær einhver þurft aö láta i minni pokann, en þá vita allir hvemig hinum liö- ur. Viö höfum mikið lifaö eftir mottóinu hennar mömmu aö öll mál hafi fleiri hliöar en eina.” Heldur þú Margrét aö þú hafir haft mikil áhrif á hvernig kona dóttir þin hefur oröiö? „Ég held ég hljóti aö hafa haft þaö. Ég hef náttúrlega oröiö henni fyrirmynd”. „Ég var alltaf svo montin af mömmu þegar ég var litil”, sagðiRagnheiður. „Hún var svo ung og sæt. 1 mörg ár svaraöi ég þvi alltaf til að hún væri 2-7 ára þegar ég var spurö aö því hvaö hún væri gömul”. Var þaö til að likja eftir henni að þú geröist leikkona? „Mér fannst mamma skemmtileg og góö sem leik- kona og var ósköp stolt af henni. En þaö var ekki til þess aö veröa eins og hún sem ég ákvaö aö gerast leikkona”. „Hún var alltaf meö okkur á æfingum”, sagði Margrét og þaö var lifaö og hrærst i leiklist- inni á heimilinu og utan þess. Það hefur sjálfsagt haft sin áhrif”. Dóttirin aldrei hindrun i starfinu Það er talað um aö dæturnar erfi galla mæðranna, þú hefur ekki haft áhyggjur af þvi aö Ragnheiöur erfði þina? „Heiöa hafði enga galla að erfa” sagöi Margrét og skellihló og Ragnheiöur bætti hlæjandi viö: „Ég fékk alla gallana frá pabba, mamma var svo full- komin”. „Ég átti það nú til að vera ansi dómhörð á fólk hér áöur fyrr. Var svolitiö fljótfær”, sagöi Margrét. „En þau hafa vanið þaö af mér feðgin. Ég er svo ör, en Heiöa hefur erft skap- lyndi föður sins”. Einhverntima hlýtur að hafa kastast i kekki á milli ykkar eins og annarra? „Já það var dálitið merkilegt og tók bara hálfan mánuð”, sagöi Margrét. Viö uröum ó- sammála i sambandi viö föt. Heiöu þötti ég svo skelifing púkaleg i þeim efnum”. „Það hafa stundum komið erfið timabil”, sagði Ragnheið- ur. „En það hefur alltaf jafnað sig”. Fannst þér Ragnheiöur aldrei vera þér hindrun i starfi Margrét? „Nei, þvi hef ég aldrei tekið eftir”, sagði Margrét. ,,Ég held að besta hlutverkið sem ég hef fengið hafi verið þegar ég eign- aðist stelpuna”. Og ertu ánægð með hana? „Ég er agalega stolt af henni. Það hljóta flestar mæður að vera það af börnunum sinum”. Vorkenni konum sem eiga ekki dætur Ingibjörg Ýr Pálmadóttir kennari er 49 ára gömul og móð- ir sjö barna, fimm sona og tveggja dætra. Yngsta dóttirin Dagný Bergþóra Indriðadóttir er nú 15 ára, nýbúin aö ljúka námi i Kvennaskólanum og er á leiöinni i IVJenntaskólann i Hamrahliö meö haustinu. Ingibjörg var spurð að þvi hvaö hún legði áherslu á i upp- eldi dætra sinna. „Ég vil að þær verði. sjálf- stæðar og ánægðar með sitt hlutskipti” sagði Ingibjörg. Verði sér úti um menntun svo þær geti orðið fjárhagslega sjálfstæðar”. Finnst þér samband mæðra viö dætur sinar öðru visi en við synina? „Það getur sjálfsagt verið einstaklingsbundið eftir hverju barni, en mér finnst stelpurnar Dagný Indriöadóttir og Ingibjörg Ýr Pálmadóttir eiga meira sameiginlegt meö mér. Þó get ég alveg talaö viö strákana. Ég vorkenni konum háifpartinn sem ekki eiga dætur og mér fannst ég óskaplega mikill einstæöingur eftir aö mamma min dó. Ég átti enga systur og ég held aö I systkina- hópi leiti systur meira hvor til annarrar en til bræöranna”. Svo er hægt að fara að hugsa um giftingu Hvað finnst þér mikilvægast aögera ilifinu Dagný,gifta þig? „Ég veit það ekki. Ég vil læra eitthvað ákveðið og fara svo út að vinna. Svo er hægt að fara að hugsa um giftingu”. Finnst þér mikið vera lagt upp úr þvi meðal þinna jafn- aldra að gifta sig sem fyrst? „Nei, það finnst mér alls ekki”. „Þaö var nú i minu ungdæmi”, sagöi Ingibjörg. Þó foreldrarnir vilji að dæt- urnar verði sjálfstæðar, leggja þeir þá ekki mikið upp úr þvi að þær gifti sig? „Það er nú kannski ennþá”, sagði Ingibjörg. „En maður sér hvaö það er mikilvægt að þær fái sér eitthvert starf, maður sér það með mina kynslóð. Stelpurnar giftu sig og hættu i námi, svo löngu seinna fóru þær aftur i nám til þess að öölast einhver starfsréttindi”. En að ala dæturnar upp i þvi að vera fjárhagslega sjálfstæð- ar og vinna úti. Er það ekki ósamræmanlegt þvi að þær gifti sig siðan og eignist börn? „Mér finnst það vera að auk- ast mjög mikið að konur taki háskólapróf og vinni úti þó þær eigi börn. Þegar ég var stelpa voru þær konur sem eitthvað komust áfram i atvinnulifinu undantekningalaust piparjónk- ur”. Get frekar rætt við mömmu en pabba Getiö þiö mæðg ur rætt um alla hluti? I> 24 A 0M |k , w AFSLA TTUR Okkar árlega haustútsala stendur yfir GLÆSILEGT VÖRUÚRVAL ~VEridistinjL_ Hverfisgötu 56 ■ Sími 1-24-60 Við hliðina á Regnboganum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.