Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Blaðsíða 16
0^ Tilbrigði við ^ austurlenskt buff Þaö er ekki einungis að ólafur Lárusson myndlistarmaður setji saman myndlistarverk og fremji gerninga, heldur hefur hann lagt stund á matargerðar- list annað veifið. Og að þessu sinni er hann höfundur helgar- réttarins sem hann sagði vera bæði fljótlegan og ódýran. Að vísu sagði hann réttinn vera hálfstolinn og „improviserað- an”, en hann ætti ekki að vera verri fyrir það. Og það sem Olafur notar i matargerðina er: 600 gr. nautagúllash kúfuð teskeið af karrý 4 bananar 1/4 1 rjómi salt og pipar eftir smekk 3 dl kjötkraftur Kjötið er skorið niður i sneið- ar og brúnað á pönnu. Það er saltað og piprað eftir smekk eins og fyrr segir og mælti ólaf- ur með þvi að kryddið væri ekki sparaö. Kjötið er siðan lagt i eldfast mót og kjötkraftinum hellt yfir. Þá er um það bil helmingnum af karrýinu stráð yfir. Bananarnir eru skornir eftir endilöngu og lagðir ofan á kjötið. Og siðan er þeyttur rjóminnsetturyfir. Að lokum er svo afganginum af karrýinu stráð yfir. Þetta er svo bakað i ofni i 15-20 minútur. Þá myndast ljós- brún skán ofan á forminu, Ólafur Lárusson myndiistar- maöur merki þess að óhætt sé að taka formið út úr ofninum. Með þessu eru borin fram soð- in hrisgrjón og brúnað kókós- mjöl með hnetum og rúsinum. 1 brúnaða kókosmjölið eru notuð 200 gr. af kókósmjöli og það sem menn eiga til af hnet- um og rúsinum. Þetta er brúnað i sinjöri á pönnu þar tii það er orðið ljósbrúnt og þurrt. Og þá geta menn farið að snæða svo framarlega sem þeir séu búnir að leggja á borðið. „Og með þessu er langbest að drekka pilsner”, sagði ólafur Lárusson að lokum. Menn geta þvi sparað sér ferðina i Rikið að þessu sinni. #2% ► mm J))QKl@VED,(t,OS!£ Sími i gegnum 02 Bátaleiga Gisting Kaffi — matur Utigrill Föstudagur. Steingrímur Stefánsson sér um f jörið + ógleymanlegt Diskótek á 3. hæð. Laugardagur. Sama og á föstudag ENDURTEKN- ING. Sunnudagur. Diskótek frá 21.00-01.00 Sannkölluð Hollywood stemning. Mike John kemur beint frá Hollywood. Jass áhugamenn vinsamlegast beðnir um að mæta á staðinn, vegna væntaniegs stofnfundar Jassklúbbs Akureyrar. Sumargleðin senn á enda 1 Aðstandendur Sumargleðinnar i 1980 hafa gert viðreist um landið i. nú i sumar og um helgina taka þeir lokasprettinn við undirleik Ragnars Bjarnasonar. í kvöld verða þeir i Festi i Grindavik. Annaðkvöld verða þeir i Stapa og á sunnudagskvöldið slá þeir botn- inn i Sumargleðina á Hótel Sögu i Reykjavik. Skemmtunin byrjar kl. 21.00 og dans verður stiginn frá kl. 23.00 og fram eftir nóttu. Sólbrúnka á 30 þúsund kall Það er af sem áður var, þegar það þótti fallegast að vera snjó- hvitur á skrokkinn og feitur og þriflegur. 1 dag eiga menn helst að vera grannir og dökkir á hör- und. Baráttan við aukakilóin gengur erfiðlega hjá mörgum, en sólbrúnkuerhægtaðverða sér úti um með ýmsu móti, jafnvel þó menn sæki hana ekki til sólar- landa. Viða um bæinn er orðið hægt að komast i sólbað i' sól- bekkjum fyrir tiltölulega litinn pening. Snyrtistofan Arsól i Grimsbæ hefur einn slikan bekk til afnota fyrir viðskiptavini sina. Þyrí Dóra Sveinsdóttir sem á snyrtistofuna í félagi við Katrinu Þorkelsdóttur sagði að kúrinn i sólbekknum kostaði 30 þúsund ■ ——— !■ Galdrakarlar Diskótek krónur, eni'honum væru 10 skipti innifalin. „Ef menn borga fyrirfram geta þeir fengið 10% afslátt” bætti hún viö. „Og það er ætlast til að farið sé i sólbað á hverjum degi”. Og hverjir koma i sólbað hjá ykkur? „Ég myndi segja að það væru allir aldursflokkar og allar stétt- ir, bæði karlmenn og konur”. sagði Þyrí. Hefur aðsóknin ekki verið minni í sumar þegar sólin hefur skinið svona mikið á okkur hér i Reykjavik? „Nei, það er svo skritið”, sagði Þyri. „Margir eru náttúrlega að vinna og hafa ekki tima til þess að interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reyigavflc TRVCGVWIRAUT 14 SKEFAN 9 PHONCS 21/tS * PHONES 3161SA 235* JM91S liggja i sólböðum á daginn. Svo er mikið um það að menn með vöðvabólgu fari i þessi böð og þau hafa þótt bera árangur i þvi sam- bandi. Eins er gott fyrir fólk sem er að fara í sólarlandaferðir að taka sólböð áður en það fer, þá sleppurþaðvið að skaðbrenna sig oger mun fljótara að taka lit þeg- ar út er komið”. Erfólk, og þá aðallega kannski karlmenn, ekkert feimið við að liggja hér alls nakið fyrir framan ykkur? „Nei”, sagði Þyri. „Enda þarf það ekkert að veraallsnakiö frek- ar en það vill. Svo er lika hægt að loka þetta alveg af’. Er það ekki aðallega ásælni fólksi brúna litinn sem drifur það af stað i svona sólböð? „Það er náttúrlega lika”, sagði Þyrí. „Fólk er ánægðara meö sjálft sig þegar það litur vel út og hefur svolitinn lit og ekki veitir af hérna á Islandi, þar sem sjaldan sést til sólar”. Getur fólk ekki skaðbrennt sig i þessum bekkjum? „Nei, ég hef aldrei heyrt það, ekki i þessari tegund af bekkj- um”, sagöi Þyri, en bekkurinn hjá þeim heitir Supersun og fariö er mjög varlega i sakirnar þegar menn byrja að sóla sig. En auk þess að kaupa sér sól- brúnku, geta menn einnig látið snyrta andlit sitt og hendur og fætur, ef þeir hafa áhuga á, hjá þeim Þyri og Katrinu i Arsól. EI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.