Helgarpósturinn - 19.09.1980, Side 2
2
Föstudagur 19. september 1980. —JielgarpósfurínrL.
Blökkumaður á Bslandi:
ff
Viltu hjálpa mér
um vinnu?”
Flestir sýna kurteisi og hlýlegt viðmót
En er frjálslyndi okkar í kynþáttamálum
aðeins á yfirborðinu?
eftir Guðmund Árna Stefánsson
myndir: Valdís Óskarsdóttir
Við tsiendingar höfum ætið litið
á okkur sem frjálslynda og um-
burðarlynda i samskiptum viö út-
lenda, hverju nafni sem þeir
nefnast, eða hvaða hörundslit
þeir kunna að bera. En er djúpt á
þessu frjálslyndi í kynþáttamál-
um? Þarf rétt aðeins aö skafa
ofan af yfirborðinu og Jiá kemur i
ijós allt annað og herskárra við-
mót gagnvart fólki af öðrum
kynþáttum en i orði er látiö.
,,Svo iengi sem þeir káfa ekki
upp á mig eða mina, þá mega þeir
koma hingaö” sagöi einn viðmæl
enda Helgai póstsins, þegar hann
var spurður um afstöðu sina tii
mögulegrar fjölgunar fólks af
guium, svörtum og brúnum
kynþáttum hér á landi. „Mér er
alveg sama, meðan þeir láta mig
i friði”, sagöi þessi sami maöur.
Þessi skoðun er ekki ólik þeirri,
sem kom fram hjá móður ungu
stúikunnar, sem haföi ætið verið
jafnréttismaður i kynþátta-
málum og verið baráttumaöur fyi
ir auknum réttindum negra og
annarra minnihlutahópa. Heldur
betur kom þó annaö hljóð i
strokkinn, þegar dóttirin unga
kynnti sinn væntanlega eigin-
mann fyrir fjölskyldunni. Hann
var þeidökkur á brún og brá.
Frjálslyndi móðurinnar og bar-
átta hennar fyrir jafnrétti allra
kynþátta var þá fyrir bi. Hún
lagðist alfarið gegn þvi aö dóttir
sin mægðist þessum manni. Hann
væri dökkur og þar af Ieiöandi
með annan þankagang. Þennan
ráðahag myndi hún aldrei sættast
á.
En í framhaldi af þessum
vangaveltum, gerði Helgarpóst-
urinn örlitla athugun 'á þvi,
hvernig þeldökkum körfuknatt-
leiksmönnum, sem hingaö hafa
komið á siðustu fimm árum hefur
vegnaö hér á landi. Hvort þeir
hafi orðið fyrir aðkasti vegna
hörundslitar sins, eða hvort
islendingar hafi I raun lifaö eftir
hugsjón sinni um bræðralag allra
manna?
Hlýtt viðmót
Þeir eru orðnir ófáir
Bandarikjamennirnir sem hafa
komið hingað upp til að leika i
körfubolta á siöustu árum. Um
það bil helmingur þeirra — 10—15
talsins — hafa veriö svartir á hör-
und. Kolbeinn Pálsson, sem um
árabil lék körfuknattleik með KR
og varð siðan formaður stjórnar
körfuknattleiksdeildar félagsins,
sagðist hafa kynnst allvel flestum
þeim körfuboltamönnum sem
KR-ingar hafa fengið til liösins.
„Hjá okkur KR-ingum hafa verið
fjórir blökkumenn á siöustu ár-
um,” sagöi Kolbeinn, ,,en aðeins
eitt ár i senn. Ég hef nú sjálfur
unnið við hlið svertingja úti i
Bandarikjunum og veit að þar
ytra eiga þeir á stundum erfitt
uppdráttar og þvi kom það mér
þægilega á óvart hve viðmót ís-
lendinga var hlýtt og kurteislegt i
garð þeirra. Raunverulega voru
viðbrögðin hjá landanum alveg
furöulega góð, þegar til þess er
litið að blökkumaður er ekki al-
geng sjón hér á götum höfuö-
borgarinnar og menn snúast
stundum alveg ósjálfrátt mjög
harkalega gagnvart öllu nýju og
óþekktu.”
Kolbeinn sagði siöan, að hann
myndi vel eftir því þegar fyrsti
blökkumaðurinn kom hér á veg-
um körfuboltamanna. Það var
árið 1975. Sá var nefndur „Trukk-
urinn” vegna hæðar sinnar og
þyngdar. „Ég var mikiö með
„Trukknum” fyrstu dagana hans
hér á meðan hann var aö venjast
lifsmáta Islendinga. Fór t.d. með
hann i laugina og við sátum sam-
an i heitu pottunum. Þaö fór ekki
hjá þvi að mikið væri rætt um
manninn i pottunum, þar sem við
sátum, en engar heyrði ég raddir
i þá átt, að þarna væri eitthvað
ógurlegt á ferðinni — eitthvaö
sem Island þyrfti að vera laust
við.”
Það eru orð að sönnu að Islend-
ingar vegna landfræðilegrar ein-
angrunar sinnar eru ekki vanir
þvi að berja augum á hverjum
degi, hvaö þá oft á dag, fólk með
annan húðlit en hvitan. I gegnum
árin hefur það venjulegast verið
viðkvæðið; þegar sést hefur
blökkumaður á götum borgar-
innar, að þar hljóti að fara túristi
eða varnarliösmaður af Keflavik-
urflugvelli. Viöa úti i heimi og má
nefna England þar sérstaklega,
hefur það hinsvegar mjög færst i
vöxt að verkafólk langt að, flytur
búferlum til Englands og leitar
þar vinnu og nýrra lifsskilyrða.
Það er mjög sjaldgæft, ef ekki
óþekkt fyrirbrigði, að hingað til
lands flytji fólk af öörum
kynþætti en þeim hvita og ætli sér
að fá vinnu hér og setjast aö.
Við Islendingar höfum þvi verið
lausir við að taka afstöðu til þess,
hvort erlen t vinnuafl er æskilegt
eður ei. Fyrir skemmstu komu þó
rúmlega 30 Vietnamar hingað til
lands eins og flestir vita. Ekki
þarf að rekja þá sögu, hún hefur
verið nákvæmlega tiunduð, en
ekki heyrðust þær raddir þegar
þeir komu hingað, að við hefðum
ekkertvið slikan „innflutning” aö
gera.
Þeldökkir
körfuboltamenn
1 framtiðinni má þó gera ráð
fyrir, að fólksflutningar hingað til
lands færist ef til vill i aukana og
þá er ekki unnt aö undanskilja
þann möguleika, að það verði fólk
með annan hörundslit en viö Is-
lendingar.
En litum nánar á hiö þrönga
dæmi, sem kanna skal, þ.e. dökku
körfuboltamennina. Helgarpóst-
urinn fékk einn þeirra til liös við
sig i vikunni — Mark Coleman 22
ára Bandarikjamann — sem
leikur körfuknattleik meö liði
stúdenta og kom hingað til lands
fyrir tæpum mánuði og hyggst
dvelja hér i vetur. Hann tók þátt i
smátilraun með okkur Helgar-
póstsmönnum. Tilgangurinn var
sá, að kanna viðbrögð fólks ef
svertingi væri i leit að vinnu á Is-
landi.
Mark Coleman dvelur nú á
Nýja Garði Háskólans en ekki hef
ur tekist aö fá ibúö fyrir hann
ennþá. Að sögn Steins
Sveinssonar forsvarsmanns
íþróttafélags stúdenta hefur tals-
vert veriö reynt til að fá ibúð fyrir
Mark, en litt gengið. „Ég held að
fyrst og fremst megi kenna um
bágbornu ástandi á leigumark-
aðnum um þessar mundir,” sagði
Steinn. „Hins vegar förum við
heldur ekkert i grafgötur meö
þaö, aö ekki auðveldar það leitina
aö við þurfum ibúð fyrir þeldökk-
an körfuboltamann.
„Mér hefur liðið vel á Islandi,”
sagði Mark Coleman, „og verið
vel tekiö. öðlaðist strax vini
fyrstu dagana, sem hafa farið
með mér hingað og þangað. Vet-
urinn leggst vel i mig að öllu leyti,
en ég hlakka til aö geta flutt i ibúö
og farið að vinna eitthvað, með
körfuboltaþjálfuninni.”
Mark sagöist ekki hafa orðiö
fyrir óþægindum vegna hörunds-
litar sins hér á landi. „Ég hef að
visu orðið þess var, aö menn eru
aö hnýta örlitið i mig á dansstöð-
um, en þeir aðilar eru yfirleitt
drukknir svo ég læt sem ég heyri
slikt ekki. Þá er þvi ekki að neita,
aö fólk horfir mikið á mig þegar
ég er á ferli, enda ekki vant aö sjá
2ja metra negra á ferli i borginni.
En fyrir aðkasti hef ég ekki oröiö
og á ekki von á þvi að veröa fyrir
sliku. Finnst Islendingar vera
blátt áfram og almennilegt fólk
og laust við kynþáttafordóma.”
Eins og áöur sagöi fór Mark
Coleman á nokkra vinnustaði og
falaöist eftir vinnu. I fyrstu lotu
fór Mark á Togaraafgreiösluna
h/f, en þar eru menn stundum
ráðnir með litlum sem engum
fyrirvara, ef eitthvaö er aö gera,
en þá til skamms tima i senn.
Mark fór einn inná skrifstofuna,
en blaðamaöur og ljósmyndari
voru ekki langt undan.
A skrifstofunni var Mark tjáð,
að ekkert væri að gera þessa dag-
ana. Þaö hefði verið ráðið um
morguninn, en óljóst væri hvenær
næst yrði þörf á vinnuafli.
//Mannlegi
þátturinn"
Blaðamaður kom síðan að máli
vib viömælanda Mark Coleman
— Þorstein Sivertsson skrifstofu-
stjóra — og spurði hvort nokkuð
væri þvi til fyrirstöðu að Mark
fengi vinnu þegar næst væri
auglýst eftir mönnum. „Þetta er
sterk spurning,” svaraöi Þor-
steinn. „Ég skal játa, að þegar
mjög mikið er að gera, þá vantar
nánastalltaf menn. Hins vegar er
það á sviði verkstjóra að ráða fólk
og ég skal þvi ekkert segja til um
þaö hvort þessi ungi maöur fengi
þá vinnu.”
— En er nokkuð sem mælir
gegn þvi að Mark Coleman fengi
vinnu hér ef vantaði menn?
„Ég sé greinilega eftir hverju
þú ert að fiska. Þú átt við, hvort
honum yrði úthýst vegna hör-
undslitar sins. Ég sé sjálfur
ekkert sem mælir gegn ráðningu
hans, ef hann hefur hér atvinnu-
leyfi, þótt hins vegar veröi alltaf
að lita til mannlegra þátta i
þessu, þ.á m. til væntanlegra
vinnufélaga hans.”
— Hvað áttu við með þvi?
„Ekkert nema þaö, að það
verður aö líta á mannlega þáttinn
lika.”
— Það gerum við einmitt og
þess vegna teldum við eðlilegt að
hann yrði ráðinn ef menn vantaði
á annaö borð.
„Þá erum við sammála um að
lita beri á mannlega þáttinn, þótt
við séum eftilvill aö tala um tvo
ólika þætti þess máls,” sagði Þor-
steinn Sivertsson.
Voru togaraafgreiöslumenn
siöan kvaddir, en stefnan tekin á
verkstjóra hjá Eimskip á miö-
bakka Reykjavikurhafnar. Hanri
svaraði Mark Coleman þvi til
að enga vinnu væri að fá
á næstunni. Við blaða-
mann sagöi hann stuttu
siöar að fyrir dyrum stæöi fækkun
á starfsfólki og þvi væru ráðn-
ingar varla á dagskrá. „Hins
vegar er ekkert i veginum hjá
mér, sem mælir gegn ráðningu
blökkumanns,” sagði verk-
stjórinn. „Alls ekki.”
Glápt í
forundran
Þessu næst gekk Mark Coleman
niður i miðborgina og Helgar-
póstsmenn i humátt á eftir. Það
fór ekki á milli mála, aö vegfar-
endur tóku eftir þessum hávaxna
blökkumanni. Sumir þeirra sneru
sér i hálfhring og horfðu I for-
undran á eftir Mark. Einhvern
tima hefði það eflaust þótt dóna-
skapur að stara á fólk og glápa á
eftir þvi, en greinilegt var að
menn gleymdu almennt þeirri
kurteisisreglu i þessu tilviki.
Næst báöum við Mark að stöðva
nokkra vegfarendur og spyrja þá
si svona hvort þeir gætu mögu-
lega bent honum á leiöir til að ná i
einhverja vinnu. A horni
Pósthússtrætis og Hafnarstrætis
stöðvaði Mark mann á fertugs-
aldrinum. Attu þeir nokkurra
minútna tal saman, en
gengu siðan samsiðainn i Lands-
bankann. Þar skrifaöi þessi
maður niður heimilisfangið á
ráðningaskrifstofu Reykjavikur-
borgar og sagöi Mark Coleman
siðan, að hann hefði verið mjög
almennilegur og viljað allt fyrir
sig gera.
Þessi maður, sem siðar kom i
ljós að heitir Stefán Sæmundsson,
sagði í rabbi við blaöamann
Helgarpóstsins hafa talið það
eðlilegt aö aöstoða manninn eftir
föngum — hörundslitur skipti þar
ekki máli. „Við myndum ætlast
til þess að okkur yrði liðsinnt ef
við værum að ferðast erlendis og
er ekki eðlilegt að gjöra náungan-
um þaö sem þú vilt að hann gjöri
þér?,” sagöi Stefán, og sagöi aö
hann væri þeirrar skoðunar að
kynþáttafordómar væru ekki
rikjandi á Islandi.
Kristið siðgæði
Næstu þrir aöilar sem Mark
Coleman kom að máli viö hitti
hann I Austurstræti. Allir voru
þeir boönir og búnir til aö hjálpa
honum. Sá fyrsti spuröi hvaöa
menntun hann hefði og þegar
Mark sagði honum að hann hefði
gráðu varðandi likams- og heilsu-
fræði, benti hann honum á að lita
viö á spítölunum og athuga málin
þar. Sá næsti talaði lengi við
Mark og velti vöngúm yfir mögu-
leikunum. Bar blaöamann að i
Mark Coleman kemur út úr skrifstofuhúsnæði Togaraafgreiöslunnar.
Engin vinna þar, þann daginn a.m.k.