Helgarpósturinn - 19.09.1980, Qupperneq 14
_________Föstudagur 19. september 1980. HollJr=*rpn^fi irínn_
„Sjónvarp er saql hel
„Ég er fæddur á Akureyri, og
bjó þar hjá foreldrum minum og
fjölskyldu alveg þar til ég Iauk
stúdentsprdfi áriö 1967. Þá fór ég
til náms til Bandarikjanna, og
yfirgaf Akureyri alfariö.
Ég gæti aldrei fariö þangaö
aftur til aö búa. Þaö væri algjör-
lega óhugsandi. Ég er svo undar-
lega geröur að kunna vel viö mig
hér í Reykjavlk, og hef alltaf gert,
alveg frá þvi aö ég var smápolli
ogkomhingaöisuöurferðum meö
fjölskyldunni. Þær voru árlegur
viöburöur þessar suöurferðir og
mikil og skemmtileg fyrirbæri.
Þessar feröir eru eitt af þvi sem
ég hef oft hugsað mér að setja
einhverntima yfir á filmu. Þetta
voru stórar ákvaröanir á hverju
sumri áöur en ákveöiö var aö
leggja af staö. Mikiö var talað
saman, og menn efins jafnvel um
aö fyrirtækiö heppnaöist. Undir-
búningur var griðarlegur, senni-
lega álika og hjá mér I dag ef ég
væri að fara i heimsreisu. Þaö
var fariö á gifurlegum Chevrolet
’47, og ekiö alla leiö suöur i einum
rykmekki. Þetta var alveg yndis-
legt. Alltaf var haft með nesti,
þaö var smurt fyrir allt sumariö,
og brauöiö sett i kökuform sem
siöan var vafiö inní viskustykki.
Þaö var sennilega gert til aö
verja það fyrir rykmekkinum i
bilnum. Svo var alltaf stoppaö á
ákveðnum stöðum, og sömu hlutir
endurteknir ár eftir ár. Þetta var
á þeim tima þegar hálf þjóðin var
bilveik, og það var ýmist stoppaö
til að borða, pissa eöa gubba. Ég
sé þessar fjölskylduferöir okkar
alltaf sem efni sem einhverntima
væri hægt aö gera virkilega
kómiska kvikmynd um.
Ég kom semsagt hingaö aðal-
lega á sumrin sem krakki, til aö
hitta ættingja. En þegar ég kom
svo suður til aö búa hér fannst
mér Reykjavik jafn spennandi og
áður og það finnst mér reyndar
ennþá. Ég gæti aldrei I lifinu
fariö aftur til Akureyrar til aö
eiga þar heima. Ég fer þangað
aftur á móti reglulega, og þá
einkum til aö setja niður eöa taka
upp kartöflur. Fjölskylda min á
sér nefnilega eitt stolt, og þaö er
kartöflurækt. Hún fer fram i
garði sem afi ræktaöi upp sem
unglingur, held ég, en garöurinn
er I 90 gráöu halla. Það er mjög
heppilegur halli sólu á jarðveg aö
mér er tjáö. En þessi halli er þess
valdandi að moldin sigur niöur
smám saman, þannig aö þegar
garöurinn er stunginn upp veröur
aö selflytja moidina efst i garö-
inn. Hreinræktuö kleppsvinna.
Kartöfluræktin er hinsvegar
mjög vinsælt umræöuefni á fjöl-
skyldumótun, enda kartöflurnar
úr garöinum einstaklega góöar”.
Hraln Darinn í anólilið
Einhver my ndlistargagn-
rýnandi hér I borg sagöi um Egil
Eövarösson, eftir aö hann hélt
myndlistarsýningu fyrir nokkr-
um árum, að hann væri dúllari.
Aöhann föndraöi viö smáatriði og
teiknaöi krúsindúllur. Þetta
viöurkennir Egill aö vissu marki,
segist hafa gaman af að föndra og
dúlla fyrir sjálfan sig, og sé ein-
mitt hæstánægður þessa dagana
yfir þvi aö hafa loks komiö sér
upp teiknistúdiói. Hann segist
vera maöur smáatriöanna, litilla
skemmtilegra augnabiika, og þaö
kemur greinilega fram þegar tal-
aö er viö hann. Egill á þaö til, I
miðrifrásögnaö detta ákveöiö at-
vik i' hug, gleyma söguþræöinum
um stund, og segja frá þvi atviki
eöa augnabliki i smáatriöum.
Egill hefur i' tiu ár starfað sem
dagskrárgeröarmaöur hjá sjón-
varpinu, og segist ótrúlega oft sjá
atvik, hreinlega eins og þau gerð-
ust i kvikmynd. ,,Ég man alltaf
vel eftir einu tilviki þegar mér
fannst raunveruleikinn vera
kvikmynd”, segirhann. ,,Þá stóö
ég svo sem tvo metra frá vini
mínum og samstarfsmanni,
Hrafni Gunnlaugssyni, og horfði á
þegar hann var barinn I andlitið
og nefbrotinn. Þaö heyröist brot-
hljóö og hann riðaði og datt al-
blóöugur aftur fyrir sig. En ég
hreyföi hvorki legg né liö. Ég held
að ég hafi jafnvel brosaö úti
annaö og hugsað meö mér: „góð
sena”. Þetta geröist allt aö mér
fannst i slow-motion. Siðan
náttúrulega áttaöi ég mig á hvaö
var aö gerast og aöstoöaöi viö aö
tjasla Hrafni saman. Þetta var
fyrir vestan þegar viö tókum upp
Blóðrautt sólarlag.
En þetta hefur verið mitt starf
— aö leika meö raunveruleikann,
og geta ráöiö aöeins við hann. í
kvikmvnd er hægt aö raöa hlutun-
um upp, að spóla þeim til baka og
lita aftur yfir til aö sjá þá I ööru
samhengi. Þegar Hrafn var sleg-
inn þarna fannst mér einmitt eins
og ég þyrfti að spóla til baka eitt
augnablik”.
1 rauninni er þaö undarleg til-
viljun aö Egill skuli i tiu ár hafa
verið dagskrárgeröarmaöur hjá
sjónvarpinu. Eftir stúdentspróf
hugðist hann leggja stund á nám i
arkitektúr, og sótti um skólavist
mjög viða, en fékk neitun
allsstaöar,,Þá barst mér til eyrna
að til væri Rotarystyrkur, sem
kostaöi menn til náms í Georgiu.
Ég stítti um þennan styrk, fékk
jákvætt svar, og breytti áætlun-
um minum frá þvi að fara í lang-
timanám i arkitektúr, yfir f
myndlistarnám. Ég lenti þarna I
dæmigeröum Suöurrikja
„college”, og þar geröist æöi
margt. Þegar ég var 19 ára þenn-
an vetur I Georgiu breyttist ég
gjörsamlega bæöi að upplagi og f
hugsun”.
zen-BOddisml
Egill kynntist þarna mynd-
listarkennara nokkrum, Edwin
Robert Carter og konu hans. Þau
kynni uröu fyrir röö af tilviljun-
um i skólamálum Georgiu. Þar
kynntust þedr, og kynni þeirra
breyttust fljótlega i vináttu sem
stendur enn. „Þegar llða tók á
veturinn var ég meira eða minna
fluttur til þeirra hjóna af skóla-
garöinum. Þetta vará árinu 1967,
sem varmikið umbrotaár vestra.
Þau hjónin bjuggu I litlu húsi úti
skógi, alveg einangruö, og vera
min hjá þeim er eitthvert mesta
ævintýri sem ég hef
nokkurn tima upplifað. Þau
hjónin voru niðursokkin i Zen-
Búddisma, sem ég kynntist vel.
Ég kynntist þarna i rauninni
ýmsum viöhorfum sem ég vissi
ekki að voru til. Ef til vill hef ég
verið barnalegur og fundist allt
satt og rétt sem þessi ágæti maö-
ur sagöi, en mér finnst ennþá aö
ég hafi mótast þarna sem per-
sóna. A þessu eina ári varð ég aö
þeirri manneskju sem ég er I dag.
Auövitað geri ég ekki lítið úr
hamingjusömu uppeldi, en þarna
verður semsagt grundvallar-
breyting hjá mér”.
Búddismi og hugleiösla var aö
sjálfsögöu tiskufyrirbrigöi i
Bandarikjunum á þessum árum,
búddisminn leggur mikla áherslu
á aö maöur kynnist sjálfum sér,
og útfrá þvi, hvernig maöur á aö
kynnast þá öörum. Ef þú elskar
ekki sjálfan þig, er ekki mögu-
leikifyrir þigaö elska aöra. Þetta
hefur eiginlega veriö min lifsfiló-
sófia ef hún er einhver. Ef þú
hefurekkisjálfanþig á hreinu, þá
hefuröu nákvæmlega ekkert á
hreinu.
Ég er þessvegna mjög sjálfs-
elskur maöur, og snýst mikiö um
sjálfan mig. Ég held aö þaö sé
blekking aö maöur geri hlutina
fyrir aöra, eöa fómi sér fyrir
aöra. Þaö hafa hingað til veriö
taldir mannkostir aö gleyma
sjálfum sér, en ég tel aö þessu sé
öfugt fariö. Góömennska gagn-
vart sjálfum þér leiöir til góö-
mennsku gagnvart öllum öör-
um”.
Eftir þennan vetur viö
myndlistarnám I Bandarikjunum
settist Egill aö i Reykjavik og
stundaöi nám við Myndlista- og
handiöasktílann i þrjú ár. Þaö var
skemmtilegt timabil, og hann
útskrifaöist sem teiknikennari
1971. Meöan hann variþeim skóla
lék hann meö einni frumlegustu
„hljómsveit” sem komiö hefur
fram hérlendis, Combói Þórðar
Hall.
Hallæris lónlisiarleriiil
„Ég byrjaöi aö spila fyrir norö-
an, 12 ára gamall. Þá kynntist ég
strax laugardagsballmenningu
okkar eins og hún er verst. Og
morguninn eftir kveikti ég svo á
kertum i kirkjunni. Ég spilaöi á
píanó I þessum hljómsveitum,
sem aöallega voru skólahljóm-
sveitir. Alla tiövorum viö Haukur
Ingibergsson, núverandi skóla-
stjóri Samvinnuiskólans,saman I
þessum hljómsveitum. Við eigum
sameiginlegan mikinn hallæris
tónlistarferil. Við vorum saman I
hinum ýmsu hljómsveitum, eng-
um þó mjög merkilegum. Það
voru helst nöfnin á þeim sem
voru merkileg. Ein þeirra hét til
dæmis Engir, en þaö nafn varð til
ýmissa vandræöa i útvarpsaug-
lýsingum. En ég haföi samt ó-
hemjulega gaman af þessu.
Combtíið varnú eiginlega engin
hljómsveit, heldur miklu frekar
uppákoma. Það var skemmtilegt
fyrirbæri. Höfuöpaurinn var
Ómar Skúlason, enda vafalitið
ruglaöastur af okkur öllum. Svo
voru þarna Grétar Guömundsson
og Áskell Másson, sá eini okkar
sem tók þetta virkilega alvar-
lega. Við hinir litum frekar á
fyrirbæriösemflipp. Viö efndum
t.d. til Badminton-keppni I
Glaumbæ, fluttum eftirlikingu á
Led Zeppelin hljómleikum i
Laugardalshöll, þar sem viö vor-
um meö 6 eöa 8 ógeðfellda rótara,
og létum bera fólk meðvitundar-
laust út. Jafnvel þó þaö væri alls
ekki meövitundarlaust. Þetta
skiptist semsagt i gaman og al-
vöru.”
Ósflningarhælur
skemmlíkrallur
Þegar Egill útskrifaöist úr
skólanum sótti hann um kennara-
stööu I Garöabænum, og hafði
fullan hug á aö veröa teikmkenn-
ari. Þá heyröi hann af starfinu
sem hann er enn I, sótti um og var
ráöinn. Þaö hefur hann reyndar
aldrei alveg skiliö. Jón Þórarins-
son réöi hann, þá aöeins mánuöi
eftir aö hafa úrskuröaö eina
framlag Egils til sjónvarpsins,
sem skemmtikrafts, óhæft til
sýningar. „Það höföu margir
haftá orði aö Combóiö ætti erindi
i sjónvarpiö. Viö vorum i þvi aö
koma fólki á óvart. Fólki fannst
þaö fyndiö. Þegar viö vorum
fengnir til að koma i sjónvarpið
vildum viö aö sjálfsögöu koma á
óvart og gera eitthvað allt annað
en að spila. Aö lokum ákváöum
við aö glima I sjónvarpssal, og þá
viöeinhverja þekkta borgara. En
degi áöur en upptakan átti aö fara
fram vildum viö einnig koma pró-
dúsentinum á óvart, og lögöum
fyrirhann nýtt prtígram, sem síð-
an var tekiö upp. Þaö var tólf og
hálf minúta aö lengd, myndavél-
inni var stillt upp tólf og hálfum
metra frá okkur þar sem viö sát-
um fjórir á stólnum og töluöumst
viö. Yfir var siöan spilaö af plöt-
unni Sound of MuSic. Þetta fannst
okkur óhiemju fyndiö, en Jón
Þórarinsson dæmdi þaö ó-
sýningarhæft. Mánuði siöar ræö-
ur hann mig sem pródúsent”.
Þannig lendir Egill inniá Sjón-
varpinu, fyrir röö af tilviljunum,
eins og áöur sagöi. Og nú er hann
aðhætta, eftir aö hafa starfað þar
I tiu ár.
„Islenska sjónvarpiö er þreytt
stofnun. Þótt þar hafi komið inn
ýmsir ágætir menn á siöustu ár-
um og starfaö þar vel, hafa þeir
ekki náð aö hafa áhrif á aðra sem
vinna meö þeim. Þaö eru margar
ástæöur til þess. tslenska sjón-
varpiö er ef til vill ekki verra en
sjónvarp annarsstaöar. Þeir sem
séö hafa sjónvarpiö i Skandi-
naviu, eru yfirleitt ekkert hrifnir,
og ekki þykir þaö betra i Banda-
rikjunum. Sjónvarp er sagt
heldur leiðinlegt fyrirbæri. Hins-
vegar tel ég þaö vera merki-
legasta fjölmiöil sem viö höfum.
Möguleikar þess til að koma á
fjölbreyttan hátt upplýsingum til
almennings eru óendanlegir.
Hurteisi og OKurleisi
Mér fannst ég vera staðnaöur
þarna uppfrá og þurfa nauösyn-
lega aö komast i burt i einhvern
tima. Ég fór kurteislega
frammá eins árs kauplaust fri,
vegna þess aö ég væri orðinn
þreyttur, en fékk ókurteisleg
svör i' þá átt að það kæmi á engan
hátt til greina. Ég tók mér þvi' fri
sjálfurog ákvaöaö yfirgefa þessa
stofnun aö sinni.”
Eftir að Egill sagöi upp
störfum hjá sjónvarpinu hefur
hitt og þetta gerst. Hann tekur
fram að áætlanir hans um aö
komaundir sigfótunum sjálfstætt
hafi ekki veriö komnar af staö
þegar hann bað um fri hjá sjón-
varpinu.
„En nú hef ég stofnað mitt
eigið fyrirtæki, ásamt Birni
Björnssyni, fyrirtækið Hug-
mynd. Svo eigum viö hjónin
annaö fyrirtæki, barnafataversl-
unina Endur og Hendur. Þar
fyrir utan hef ég svo komið mér
upp vinnustofu, þar sem ég ætla
aöláta reyna á hvort ég geti yfir-
leitt teiknaö. Þetta hefur allt-
saman fariö vel af stað”.
Fyrirtæki hans og Björns á sér
ekki hliöstæöu hér á Islandi. Það
er einkum hugsað fyrir þá sem
þurfa aö auglýsa i sjónvarpi.
Þetta er hugmyndabanki en auk
þess leggja þeir félagar fram
endanleg kvikmyndahandrit og
fylgja eftir framkvæmdum á
sviði Utlits, uppsetningar og
allrar frekari umsjónar. Egill
segir fyrstu reynslu af þessu vera
góða. ,,-Þaö hafa fjölmargir reynt
þessa þjónustu okkar, og lang-
flestir veriö ánægðir meö hana,
held ég. Okkur finnst einnig á-
nægjulegt að stóru auglýsinga-
stofurnarhafa leitað til okkar, og
þannig sýnt að þær kunna aö
meta þaö sem viö erum að gera”.
Þegar hann var spuröur hvort
hann væri lipur i samstarfi,
svaraði hann játandi, eftir nokk-
urt hik þó. „Ég hef aldrei átt i
erfiðleikum meö aö vinna meö
fólki. Þaö hefur ekki verið min
veika hlið.
Ég er reyndar og hef ævinlega
veriö mjög sáttur viö sjálfan mig
og aðra. Og ég er viss um aö þaö
er þessi hamingja sem talaö er
um aö allir séu alltaf aö leita aö.
Þetta er min hamingja og ég held
aðéggeti ekki fariö frammá mik-
iö meira.
EKkerl nema þakkiæii
Ég hef náttúrulega næmar til-
finningar sem sporödreki, og er
kannski ekki auöveldasti maöur
til aö eiga aö vini. En ævinlega er
ég sáttur viö mitt hlutskipti.
Margir ætla eflaust nú aö ég sé
sár og vondurgagnvart sjónvarp-
inu, en ég skil viö þá stofnun meö
engu nema þakklæti fyrir aö fá
þar þau tækifæri sem ég þó fékk.
Þauvoru mörg. Og ég álit að þaö
sémittmálaösjá mér fyrir þeirri
hvild sem mér þykir nauösynleg,
vilji sjtínvarpiö ekki veita mér
hana, einsog ég óskaöi fyrst eftir.
En ég hef fullan hug á aö vinna á-
fram fyrir sjónvarpiö sem free-
lance-maöur. Ég held aö timinn
frá ni'u til fimm sé ekki eölilegur
vinnutimi fyrir skapandi prtí-
dúsent allt áriö um kring, þótt þvi
hafi veriö haldiö fram af ýmsum
yfirmönnum stofnunarinnar.
Egillsegir þó breytinguna núna
ekki vera neina stökkbreytingu.
„Égervissumaö einhverntima á
ég eftir að stökkva enn lengra og
vinna I eitt suma.r eöa svo, llkam-
lega erfiöisvinnu, frá 7.20-5,
þannig aö maöur komi heim á
kvöldin lúinn, sveíttur og ógeðs-
legur, en dauösæll.